Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2020 13:38 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm Efling – stéttarfélag lýsir yfir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. Efling telur aðgerðirnar eingöngu styðja við atvinnurekendur og efnafólk, auk þess sem þær „láti undan óeðlilegum þrýstingi þeirra og hlunnfara vinnandi fólk“. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Eflingu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í dag átta atriða aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að tryggja frið á vinnumarkaði. Á meðal aðgerðanna er framlenging á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna út árið 2021 og þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til ársloka 2021. „Svo virðist sem ríkisstjórnin hyggist láta þjóðarskömm íslensks vinnumarkaðar, refsilausan launaþjófnað atvinnurekenda, viðgangast til frambúðar,“ segir Efling í yfirlýsingu sinni. Nýtt loforð ríkisstjórnarinnar um „skattaafslátt til stórefnafólks sem stendur í hlutabréfakaupum“ vekur jafnframt furðu Eflingar. Þar er vísað til aðgerðar undir yfirskriftinni „Skattaívilnanir til fjárfestinga“, sem ríkisstjórnin segir að hafi það að markmiði að hvetja fyrirtæki til fjárfestinga sem m.a. er ætlað að efla nýsköpun. Einnig verði skoðaðar leiðir til að hvetja til þátttöku almennings í atvinnulífinu með kaupum á hlutabréfum. „Sú aðgerð gengur þvert á markmið skattkerfisbreytinga sem lofað var í tengslum við lífskjarasamninganna. Þeim breytingum var ætlað að leiðrétta „stóru skattatilfærslu“ síðustu áratuga frá hálauna- og stóreignafólki yfir á herðar láglaunafólks. Efling harmar að sjá ríkisstjórnina vinna þannig gegn réttlátara skattkerfi,“ segir Efling í yfirlýsingu. Þá sé hvergi komið til móts við tillögur verkalýðshreyfingarinnar um aðgerðir í þágu launþega á krepputímum. Dæmi um það sé hækkun grunnatvinnuleysisbóta. „Ríkisstjórnin hefur látið Samtök atvinnulífsins beita sig hótunum um uppsögn kjarasamninga, hótun sem aldrei var innistæða fyrir. Fjöldi fyrirtækja um allt land eru í ágætum rekstri og ekki á þeim buxum að hefja ófrið um allan vinnumarkaðinn. Í stað þess að halda sjálfsvirðingu sinni og verja hagsmuni almennings lætur ríkisstjórnin neyða sig til að ausa enn meira fé úr sjóðum hins opinbera til efnafólks og stöndugra fyrirtækja,“ segir í yfirlýsingu Eflingar, sem nálgast má í heild hér. Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20 Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49 Tryggingagjald lækkað tímabundið Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021. 29. september 2020 11:22 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Efling – stéttarfélag lýsir yfir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. Efling telur aðgerðirnar eingöngu styðja við atvinnurekendur og efnafólk, auk þess sem þær „láti undan óeðlilegum þrýstingi þeirra og hlunnfara vinnandi fólk“. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Eflingu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í dag átta atriða aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að tryggja frið á vinnumarkaði. Á meðal aðgerðanna er framlenging á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna út árið 2021 og þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til ársloka 2021. „Svo virðist sem ríkisstjórnin hyggist láta þjóðarskömm íslensks vinnumarkaðar, refsilausan launaþjófnað atvinnurekenda, viðgangast til frambúðar,“ segir Efling í yfirlýsingu sinni. Nýtt loforð ríkisstjórnarinnar um „skattaafslátt til stórefnafólks sem stendur í hlutabréfakaupum“ vekur jafnframt furðu Eflingar. Þar er vísað til aðgerðar undir yfirskriftinni „Skattaívilnanir til fjárfestinga“, sem ríkisstjórnin segir að hafi það að markmiði að hvetja fyrirtæki til fjárfestinga sem m.a. er ætlað að efla nýsköpun. Einnig verði skoðaðar leiðir til að hvetja til þátttöku almennings í atvinnulífinu með kaupum á hlutabréfum. „Sú aðgerð gengur þvert á markmið skattkerfisbreytinga sem lofað var í tengslum við lífskjarasamninganna. Þeim breytingum var ætlað að leiðrétta „stóru skattatilfærslu“ síðustu áratuga frá hálauna- og stóreignafólki yfir á herðar láglaunafólks. Efling harmar að sjá ríkisstjórnina vinna þannig gegn réttlátara skattkerfi,“ segir Efling í yfirlýsingu. Þá sé hvergi komið til móts við tillögur verkalýðshreyfingarinnar um aðgerðir í þágu launþega á krepputímum. Dæmi um það sé hækkun grunnatvinnuleysisbóta. „Ríkisstjórnin hefur látið Samtök atvinnulífsins beita sig hótunum um uppsögn kjarasamninga, hótun sem aldrei var innistæða fyrir. Fjöldi fyrirtækja um allt land eru í ágætum rekstri og ekki á þeim buxum að hefja ófrið um allan vinnumarkaðinn. Í stað þess að halda sjálfsvirðingu sinni og verja hagsmuni almennings lætur ríkisstjórnin neyða sig til að ausa enn meira fé úr sjóðum hins opinbera til efnafólks og stöndugra fyrirtækja,“ segir í yfirlýsingu Eflingar, sem nálgast má í heild hér.
Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20 Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49 Tryggingagjald lækkað tímabundið Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021. 29. september 2020 11:22 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20
Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49
Tryggingagjald lækkað tímabundið Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021. 29. september 2020 11:22