Birta nöfn Íslendinga í kínverska gagnagrunninum Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2020 11:38 Um tíu prósentum gagnagrunnsins var lekið til fjölmiðla. Talið er að Zhenhua Data Information noti gervigreind til að safna upplýsingum um fólk af netinu og flokka þær. Vísir/Getty Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunni kínverska fyrirtækisins Zhenhua Data Information. Hluta gagnagrunnsins var lekið nýverið og hefur Stundin komið höndum yfir hann. Í frétt Stundarinnar hefur hluti nafna Íslendinga sem finna má á listanum verið birtur. Zhenhua Data Information, er sagt tengjast her og leyniþjónustu Kína og hefur fyrirtækið safnað upplýsingum um ráðmenn, viðskiptaleiðtoga, vísindamenn, blaðamenn og ýmsa aðra um heiminn allan. Að mestu byggir þessi gagnagrunnur á opnum gögnum, sem finna má á netinu, eins og meðal annars upplýsingar um fæðingardaga, heimilisföng, hjúskap, stjórnmálatengsl, ættingja og sakaskrár. Fjölmiðlar hafa þó sagt að í gagnagrunninum megi finna leynilegar upplýsingar. Sérfræðingar segja líklegt að gervigreind hafi verið notuð til að safna upplýsingunum saman og flokka þau. Sjá einnig: Kínverjar sagðir leita að hneykslum um heiminn allan Í umfjöllun Stundarinnar segir að fólkinu á listanum sé skipt í þrjá hópa. PEP, RCA og SIP. PEP nær yfir pólitískt tengt fólk. RCA yfir ættingja eða samstarfsmenn og SIP fyrir fólk sem hafi verið dæmt fyrir lögbrot. Einungis um 400 nöfn Íslendinga eru í gagnagrunninum sem lekið var en áætlað er að þau séu í raun um fjögur þúsund í gagnagrunninum öllum. Einungis tíu prósent gagnagrunnsins var lekið til fjölmiðla. Sjá einnig: Nöfn 411 Íslendinga í gagnagrunni kínversks fyrirtækis Stundin hefur birt hluta þeirra nafna sem finna má á listanum. Til stendur að birta allan listann í næsta tölublaði Stundarinnar. Þar má finna þingmenn, embættismenn, forsvarsmenn fyrirtækja og aðra. Þingmenn, núverandi og fyrrverandi: Bjarkey Gunnarsdóttir, Björg Friðleifsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Geir H. Haarde, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Haraldur Einarsson, Heiða Helgadóttir, Helga Sigrún Harðardóttir, Karl Gauti Hjaltason, Katrín Júlíusdóttir, Kristinn Gunnarsson, Magnús Torfi Ólafsson, Óttar Proppé, Sigríður Jóhannesdóttir og Sólveig Pétursdóttir. Embættismenn og dómarar: Aðalsteinn Leifsson, Auðunn Atlason, Ásdís Snævarr, Ástríður Grímsdóttir, Guðmundur Árnason, Gunnar Snorri Gunnarsson, Hrafn Bragason, Logi Ólafsson, Hörður Zóphaníasson, Ingþór Eiríksson, Jón Egill Egilsson, Jón HB. Snorrason, Kristján Andri Stefánsson, Margrét Hauksdóttir, Maríanna Jónasdóttir, Ragnhildur Hjaltadóttir, Stefán Skjaldarsson, Þórður Bjarni Guðjónsson, Þórir Ibsen og Þórir Skarphéðinsson. Viðskiptalífið: Auður Finnbogadóttir, Danielle Neben, Einar Þór Bjarnason, Elmar Svavarsson, Erlendur Magnússon, Gunnar Helgi Hálfdánarson, Halldór Kristjánsson, Hörður Jónsson, Ingimundur Sigurpálsson, Jakob Falur Garðarsson, Jensína Kristín Böðvarsdóttir, Jón Guðni Ómarsson, Lilja Einarsdóttir, Reynir Vignir og Tryggvi Pálsson. Kína Íslendingar erlendis Netöryggi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunni kínverska fyrirtækisins Zhenhua Data Information. Hluta gagnagrunnsins var lekið nýverið og hefur Stundin komið höndum yfir hann. Í frétt Stundarinnar hefur hluti nafna Íslendinga sem finna má á listanum verið birtur. Zhenhua Data Information, er sagt tengjast her og leyniþjónustu Kína og hefur fyrirtækið safnað upplýsingum um ráðmenn, viðskiptaleiðtoga, vísindamenn, blaðamenn og ýmsa aðra um heiminn allan. Að mestu byggir þessi gagnagrunnur á opnum gögnum, sem finna má á netinu, eins og meðal annars upplýsingar um fæðingardaga, heimilisföng, hjúskap, stjórnmálatengsl, ættingja og sakaskrár. Fjölmiðlar hafa þó sagt að í gagnagrunninum megi finna leynilegar upplýsingar. Sérfræðingar segja líklegt að gervigreind hafi verið notuð til að safna upplýsingunum saman og flokka þau. Sjá einnig: Kínverjar sagðir leita að hneykslum um heiminn allan Í umfjöllun Stundarinnar segir að fólkinu á listanum sé skipt í þrjá hópa. PEP, RCA og SIP. PEP nær yfir pólitískt tengt fólk. RCA yfir ættingja eða samstarfsmenn og SIP fyrir fólk sem hafi verið dæmt fyrir lögbrot. Einungis um 400 nöfn Íslendinga eru í gagnagrunninum sem lekið var en áætlað er að þau séu í raun um fjögur þúsund í gagnagrunninum öllum. Einungis tíu prósent gagnagrunnsins var lekið til fjölmiðla. Sjá einnig: Nöfn 411 Íslendinga í gagnagrunni kínversks fyrirtækis Stundin hefur birt hluta þeirra nafna sem finna má á listanum. Til stendur að birta allan listann í næsta tölublaði Stundarinnar. Þar má finna þingmenn, embættismenn, forsvarsmenn fyrirtækja og aðra. Þingmenn, núverandi og fyrrverandi: Bjarkey Gunnarsdóttir, Björg Friðleifsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Geir H. Haarde, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Haraldur Einarsson, Heiða Helgadóttir, Helga Sigrún Harðardóttir, Karl Gauti Hjaltason, Katrín Júlíusdóttir, Kristinn Gunnarsson, Magnús Torfi Ólafsson, Óttar Proppé, Sigríður Jóhannesdóttir og Sólveig Pétursdóttir. Embættismenn og dómarar: Aðalsteinn Leifsson, Auðunn Atlason, Ásdís Snævarr, Ástríður Grímsdóttir, Guðmundur Árnason, Gunnar Snorri Gunnarsson, Hrafn Bragason, Logi Ólafsson, Hörður Zóphaníasson, Ingþór Eiríksson, Jón Egill Egilsson, Jón HB. Snorrason, Kristján Andri Stefánsson, Margrét Hauksdóttir, Maríanna Jónasdóttir, Ragnhildur Hjaltadóttir, Stefán Skjaldarsson, Þórður Bjarni Guðjónsson, Þórir Ibsen og Þórir Skarphéðinsson. Viðskiptalífið: Auður Finnbogadóttir, Danielle Neben, Einar Þór Bjarnason, Elmar Svavarsson, Erlendur Magnússon, Gunnar Helgi Hálfdánarson, Halldór Kristjánsson, Hörður Jónsson, Ingimundur Sigurpálsson, Jakob Falur Garðarsson, Jensína Kristín Böðvarsdóttir, Jón Guðni Ómarsson, Lilja Einarsdóttir, Reynir Vignir og Tryggvi Pálsson.
Kína Íslendingar erlendis Netöryggi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira