Skipstjóranum létt þegar almannavarnir tóku yfir Kristín Ólafsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 28. september 2020 12:54 Línuskipið Valdimar GK. Vísir/Vilhelm Útgerðarstjóri Þorbjarnar hf, sem gerir út línuskipið Valdimar GK, segir að skipstjóra Valdimars hafi létt mjög við skýra leiðsögn frá almannavörnum eftir að allir skipverjar um borð greindust með kórónuveiruna. Tveir skipverjanna eru orðnir talsvert veikir. Fjórtán skipverjar Valdimars greindust með kórónuveiruna í gær eftir að hafa farið í skimun við komu til lands í Njarðvík. Skipið hafði verið á rúmlega sólarhrings siglingu eftir að hafa verið við veiðar skammt frá Hornafirði. Þá fóru nokkrir skipverjar í land á Djúpavogi 22. september og eru tveir bæjarbúar nú í sóttkví vegna þess. Hrannar Jón Emilsson, útgerðarstjóri Þorbjarnar Hf sem gerir út Valdimar GK, segir í samtali við fréttastofu að á laugardag hafi verið orðið ljóst í hvað stefndi. „Á laugardaginn er niðurstaðan orðin sú að þetta er orðið að veruleika. Áhafnarmeðlimur sem hafði farið í frí í túrnum, var á leiðinni heim, hafði verið sendur í skimun og kom í ljós að hann var með jákvætt [sýni]. Það stressaði mann svolítið upp.“ Skipstjórinn hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um leið og hann tók eftir veikindum skipverjanna. Almannavarnir tóku þá yfir verkefnið og veittu leiðsögn. Skipið sigldi síðan til hafnar aðfaranótt sunnudags og allir skipverjar fóru í sýnatöku. Hrannar segir viðbrögð almannavarna til fyrirmyndar. „Við heyrðum það á skipstjóranum að honum var mjög létt þegar það kemur, að hann fær settar reglur um hvað hann á að gera og hvernig eigi að gera það,“ segir Hrannar. „Ég er rosalega ánægður með viðbrögð allra; landlæknis, Landhelgisgæslunnar, HSS, hvað þau eru öll fljót að bregðast við fyrir okkar hönd. Hvernig þau taka þetta að sér og leiða þetta áfram. Það er mjög gott að vera með þetta á bak við sig. Það eru allir tilbúnir að hjálpa eins og mögulegt er.“ Sex skipverjar á sóttvarnarheimili Þá segir Hrannar að skipverjarnir séu misveikir. Tveir þeirra séu talsvert veikari en aðrir en þó ekki alvarlega; þeir hafi misst lyktar- og bragðskyn og fengið beinverki. Sumir séu jafnframt enn alveg einkennalausir. „Eftir því sem mér skildist voru tveir sem voru verri en aðrir um borð. Það voru sex sem sýndu alveg augljós einkenni en allir eru smitaðir,“ segir Hrannar. Allir skipverjarnir eru nú komnir undir eftirlit heilbrigðisstarfsfólks. Sex eru í einangrun á sóttvarnarheimili en aðrir í einangrun heima hjá sér, að sögn Hrannars. „Þetta er samstillt og góð áhöfn sem þeir hafa verið og þeir passa vel upp á sig og sína. Og það sést augljóslega þarna hvað þeir gera þetta vel.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm Erfiðar aðstæður Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að sýking um borð í skipi sé sérstaklega varhugarverð. „Þetta eru mjög erfiðar aðstæður og í sjálfu sér mjög lítið sem menn geta gert til að draga úr smithættu sín á milli. Þarna eru menn bara fastir við það að leysa það verkefni sem þeir eru í við að taka veiðafærin og taka aflann og koma sér síðan í land,“ segir Víðir. „Þetta eru lítil rými og margir snertifletir og ýmislegt sem eykur á smithættuna sem kemur síðan þessi niðurstaða í. Þarna gerðu menn allt sem þeir gátu til að reyna að forða smitum á milli manna. Þeir áttuðu sig alveg á því í hvaða aðstæðum þeir voru en það dugði bara ekki til í þessu og sýnir okkur bara enn og aftur hvað þessi veira er smitandi og lævís.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tveir í sóttkví á Djúpavogi eftir að skipverjar fóru í land Tveir eru nú í sóttkví á Djúpavogi eftir að nokkrir skipverjar af línuskipinu Valdimar GK fóru í land í bænum þriðjudaginn 22. september. 28. september 2020 11:59 „Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. 28. september 2020 08:00 Allir skipverjar Valdimars smitaðir Allir skipverjar línuskipsins Valdimars GK frá Grindavík hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 27. september 2020 21:10 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Útgerðarstjóri Þorbjarnar hf, sem gerir út línuskipið Valdimar GK, segir að skipstjóra Valdimars hafi létt mjög við skýra leiðsögn frá almannavörnum eftir að allir skipverjar um borð greindust með kórónuveiruna. Tveir skipverjanna eru orðnir talsvert veikir. Fjórtán skipverjar Valdimars greindust með kórónuveiruna í gær eftir að hafa farið í skimun við komu til lands í Njarðvík. Skipið hafði verið á rúmlega sólarhrings siglingu eftir að hafa verið við veiðar skammt frá Hornafirði. Þá fóru nokkrir skipverjar í land á Djúpavogi 22. september og eru tveir bæjarbúar nú í sóttkví vegna þess. Hrannar Jón Emilsson, útgerðarstjóri Þorbjarnar Hf sem gerir út Valdimar GK, segir í samtali við fréttastofu að á laugardag hafi verið orðið ljóst í hvað stefndi. „Á laugardaginn er niðurstaðan orðin sú að þetta er orðið að veruleika. Áhafnarmeðlimur sem hafði farið í frí í túrnum, var á leiðinni heim, hafði verið sendur í skimun og kom í ljós að hann var með jákvætt [sýni]. Það stressaði mann svolítið upp.“ Skipstjórinn hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um leið og hann tók eftir veikindum skipverjanna. Almannavarnir tóku þá yfir verkefnið og veittu leiðsögn. Skipið sigldi síðan til hafnar aðfaranótt sunnudags og allir skipverjar fóru í sýnatöku. Hrannar segir viðbrögð almannavarna til fyrirmyndar. „Við heyrðum það á skipstjóranum að honum var mjög létt þegar það kemur, að hann fær settar reglur um hvað hann á að gera og hvernig eigi að gera það,“ segir Hrannar. „Ég er rosalega ánægður með viðbrögð allra; landlæknis, Landhelgisgæslunnar, HSS, hvað þau eru öll fljót að bregðast við fyrir okkar hönd. Hvernig þau taka þetta að sér og leiða þetta áfram. Það er mjög gott að vera með þetta á bak við sig. Það eru allir tilbúnir að hjálpa eins og mögulegt er.“ Sex skipverjar á sóttvarnarheimili Þá segir Hrannar að skipverjarnir séu misveikir. Tveir þeirra séu talsvert veikari en aðrir en þó ekki alvarlega; þeir hafi misst lyktar- og bragðskyn og fengið beinverki. Sumir séu jafnframt enn alveg einkennalausir. „Eftir því sem mér skildist voru tveir sem voru verri en aðrir um borð. Það voru sex sem sýndu alveg augljós einkenni en allir eru smitaðir,“ segir Hrannar. Allir skipverjarnir eru nú komnir undir eftirlit heilbrigðisstarfsfólks. Sex eru í einangrun á sóttvarnarheimili en aðrir í einangrun heima hjá sér, að sögn Hrannars. „Þetta er samstillt og góð áhöfn sem þeir hafa verið og þeir passa vel upp á sig og sína. Og það sést augljóslega þarna hvað þeir gera þetta vel.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm Erfiðar aðstæður Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að sýking um borð í skipi sé sérstaklega varhugarverð. „Þetta eru mjög erfiðar aðstæður og í sjálfu sér mjög lítið sem menn geta gert til að draga úr smithættu sín á milli. Þarna eru menn bara fastir við það að leysa það verkefni sem þeir eru í við að taka veiðafærin og taka aflann og koma sér síðan í land,“ segir Víðir. „Þetta eru lítil rými og margir snertifletir og ýmislegt sem eykur á smithættuna sem kemur síðan þessi niðurstaða í. Þarna gerðu menn allt sem þeir gátu til að reyna að forða smitum á milli manna. Þeir áttuðu sig alveg á því í hvaða aðstæðum þeir voru en það dugði bara ekki til í þessu og sýnir okkur bara enn og aftur hvað þessi veira er smitandi og lævís.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tveir í sóttkví á Djúpavogi eftir að skipverjar fóru í land Tveir eru nú í sóttkví á Djúpavogi eftir að nokkrir skipverjar af línuskipinu Valdimar GK fóru í land í bænum þriðjudaginn 22. september. 28. september 2020 11:59 „Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. 28. september 2020 08:00 Allir skipverjar Valdimars smitaðir Allir skipverjar línuskipsins Valdimars GK frá Grindavík hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 27. september 2020 21:10 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Tveir í sóttkví á Djúpavogi eftir að skipverjar fóru í land Tveir eru nú í sóttkví á Djúpavogi eftir að nokkrir skipverjar af línuskipinu Valdimar GK fóru í land í bænum þriðjudaginn 22. september. 28. september 2020 11:59
„Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. 28. september 2020 08:00
Allir skipverjar Valdimars smitaðir Allir skipverjar línuskipsins Valdimars GK frá Grindavík hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 27. september 2020 21:10