Rúnar Páll: Mikilvægast af öllu var að fá þessa þrjá punkta Árni Jóhannsson skrifar 27. september 2020 22:14 Þjálfari Stjörnunnar var sammála blaðamanni í því að hans menn hafi verið slakari í seinni hálfleik en betri í þeim fyrri og því gífurlega gott að taka sigurinn í dag úr því sem komið var þegar Stjarnan heimsótti HK í Pepsi-Max deild karla í dag. „Já ég get alveg viðurkennt það að við vorum betri í fyrri en í þeim seinni. Þeir náttúrlega keyrðu á okkur og við réðum bara ekkert við þetta. Þeir náðu ekki mörgum færum en fengu þessar hornspyrnur sem þeir eru hrikalega öflugir í og þetta er bara ekki nógu gott hjá okkur í vörninni í föstu leikatriðunum. Við hleypum þeim inn í leikinn og frábært að fá þetta mark hérna í lokin. Ótrúlega mikilvægt hjá okkur og gefur okkur meira sjálfstraust í þessa baráttu“. Blaðamaður greip það á lofti að það hafi verið mikilvægt að vinna þennan leik eftir útreiðina sem Stjörnumenn hafa fengið undanfarið og Rúnar var sammála því. „Já já. Þungt að tapa svona. Það er hluti af þessum leik að tapa og alltaf spurning um það hvernig menn stíga upp eftir svona útreið síðustu tvo leiki þar sem frammistaðan var ekki góð. Mikilvægast af öllu var að fá þessa þrjá punkta. Við erum gríðarlega ánægðir með það og við erum enn þá bara í ágætis málum“. Rúnar var spurður því næst um framhaldið á deildinni en Stjarnan hefur leikið færri leiki en flest liðin í topp sex og því var hann spurður hvort þeir væru bara ekki í þokkalegum málum. „Jú við eigum tvo leiki á Fylki og einn á einhver lið en það skiptir ekki öllu máli. Við þurfum að klára okkar leiki og reyna að spila þessa leiki. Næsti leikur er á móti FH á fimmtudag þannig að það er stutt í hann og þar erum við að mæta hörkuliði FH sem hafa bullandi sjálfstraust og hafa fengið fín úrslit þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Val stórt eins og við. Fleiri en við sem töpum stórt fyrir Val [Rúnar brosti út í annað þegar hann sagði þetta] Við þurfum bara að hugsa um okkar leik og fá frammistöðuna í gang. Hún hefur ekki verið í lagi í síðustu leikjum. Þrátt fyrir að hún hafi verið ágæt bróðurpartinn af þessum leik en HK menn eru með öflugt lið“. „Síðasti leikur á móti Breiðablik t.d. þar var það taktískt upplegg hjá okkur Óla sem fór með þetta. Við vorum alltof aftarlega og reyndum eitthvað að breyta leikstílnum en við bara tökum það á okkur. Hér tókum við þrjú í dag, fengum eitt stig í fyrra, erfitt að koma hingað. Þrátt fyrir frábærar aðstæðu reyndar en það er sætast af þessu að fá þrjú stig“. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Stjarnan HK Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Þjálfari Stjörnunnar var sammála blaðamanni í því að hans menn hafi verið slakari í seinni hálfleik en betri í þeim fyrri og því gífurlega gott að taka sigurinn í dag úr því sem komið var þegar Stjarnan heimsótti HK í Pepsi-Max deild karla í dag. „Já ég get alveg viðurkennt það að við vorum betri í fyrri en í þeim seinni. Þeir náttúrlega keyrðu á okkur og við réðum bara ekkert við þetta. Þeir náðu ekki mörgum færum en fengu þessar hornspyrnur sem þeir eru hrikalega öflugir í og þetta er bara ekki nógu gott hjá okkur í vörninni í föstu leikatriðunum. Við hleypum þeim inn í leikinn og frábært að fá þetta mark hérna í lokin. Ótrúlega mikilvægt hjá okkur og gefur okkur meira sjálfstraust í þessa baráttu“. Blaðamaður greip það á lofti að það hafi verið mikilvægt að vinna þennan leik eftir útreiðina sem Stjörnumenn hafa fengið undanfarið og Rúnar var sammála því. „Já já. Þungt að tapa svona. Það er hluti af þessum leik að tapa og alltaf spurning um það hvernig menn stíga upp eftir svona útreið síðustu tvo leiki þar sem frammistaðan var ekki góð. Mikilvægast af öllu var að fá þessa þrjá punkta. Við erum gríðarlega ánægðir með það og við erum enn þá bara í ágætis málum“. Rúnar var spurður því næst um framhaldið á deildinni en Stjarnan hefur leikið færri leiki en flest liðin í topp sex og því var hann spurður hvort þeir væru bara ekki í þokkalegum málum. „Jú við eigum tvo leiki á Fylki og einn á einhver lið en það skiptir ekki öllu máli. Við þurfum að klára okkar leiki og reyna að spila þessa leiki. Næsti leikur er á móti FH á fimmtudag þannig að það er stutt í hann og þar erum við að mæta hörkuliði FH sem hafa bullandi sjálfstraust og hafa fengið fín úrslit þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Val stórt eins og við. Fleiri en við sem töpum stórt fyrir Val [Rúnar brosti út í annað þegar hann sagði þetta] Við þurfum bara að hugsa um okkar leik og fá frammistöðuna í gang. Hún hefur ekki verið í lagi í síðustu leikjum. Þrátt fyrir að hún hafi verið ágæt bróðurpartinn af þessum leik en HK menn eru með öflugt lið“. „Síðasti leikur á móti Breiðablik t.d. þar var það taktískt upplegg hjá okkur Óla sem fór með þetta. Við vorum alltof aftarlega og reyndum eitthvað að breyta leikstílnum en við bara tökum það á okkur. Hér tókum við þrjú í dag, fengum eitt stig í fyrra, erfitt að koma hingað. Þrátt fyrir frábærar aðstæðu reyndar en það er sætast af þessu að fá þrjú stig“.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Stjarnan HK Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira