Ólafur Ingi: Hann setur olnbogann í andlitið á mér Atli Freyr Arason skrifar 27. september 2020 18:25 Umdeildur. VÍSIR/VILHELM Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, var að vonum ánægður með stigin þrjú sem liðið fékk gegn KR í viðtali eftir leik. „Það er gleði, við náum einhvern veginn að knýja þetta fram,“ sagði Ólafur Ingi strax í leikslok. Því næst var Ólafur beðinn um að lýsa atvikinu umdeilda á níundu mínútu uppbótatíma sem á sennilega eftir að verða ansi umtalað næstu daga. Ólafur hrundi þá í jörðina eftir samskipti við Beiti Ólafsson, markvörð KR. Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, hugðist ekki dæma á atvikið en aðstoðarmaður hans, Bryngeir Valdimarsson, virtist ná að sannfæra Ívar um að Beitir hafi gerst brotlegur. Vítaspyrna dæmd auk þess sem Beiti var vikið af velli. „Við eigum aukaspyrnu og ég set smá pressu á Beiti og reyni að trufla hann aðeins í kastinu út, ég ætlaði að reyna að stöðva þessa skyndisókn án þess að brjóta á honum eða fá gult eða eitthvað slíkt og þá olnbogar hann mig bara í nefið. Sem betur fer voru bara menn sem sáu þetta og þetta var bara víti og rautt,“ sagði Ólafur Ingi ekki í nokkrum vafa um það hvort að dómarateymið hefði átt að dæma vítaspyrnu eða ekki. „Hann allavega setur olbogann í andlitið á mér og það hlýtur að vera víti,“ bætti Óli við. Þessi sigur færir Fylki upp í þriðja sætið sem gefur pláss í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Fylkismenn hafa þó ekki mikinn áhuga að tala um Evrópudrauma eins og er. „Við erum ekkert komnir þangað í huganum. Við erum bara að taka hvern leik fyrir sig og það heldur bara áfram. Það er búið að vera planið allan tímann að ná að sýna okkar rétta andlit í sem flestum leikjum en auðvitað koma leikir inn á milli sem maður nær ekki alveg að gíra alla upp en þeir eru búnir að vera margir, góðu leikirnir í sumar. Við þurfum bara áfram að halda þétt á spöðunum og taka þetta með sömu nálgun og við höfum verið að gera,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason að lokum. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Fylkir KR Tengdar fréttir Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, var að vonum ánægður með stigin þrjú sem liðið fékk gegn KR í viðtali eftir leik. „Það er gleði, við náum einhvern veginn að knýja þetta fram,“ sagði Ólafur Ingi strax í leikslok. Því næst var Ólafur beðinn um að lýsa atvikinu umdeilda á níundu mínútu uppbótatíma sem á sennilega eftir að verða ansi umtalað næstu daga. Ólafur hrundi þá í jörðina eftir samskipti við Beiti Ólafsson, markvörð KR. Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, hugðist ekki dæma á atvikið en aðstoðarmaður hans, Bryngeir Valdimarsson, virtist ná að sannfæra Ívar um að Beitir hafi gerst brotlegur. Vítaspyrna dæmd auk þess sem Beiti var vikið af velli. „Við eigum aukaspyrnu og ég set smá pressu á Beiti og reyni að trufla hann aðeins í kastinu út, ég ætlaði að reyna að stöðva þessa skyndisókn án þess að brjóta á honum eða fá gult eða eitthvað slíkt og þá olnbogar hann mig bara í nefið. Sem betur fer voru bara menn sem sáu þetta og þetta var bara víti og rautt,“ sagði Ólafur Ingi ekki í nokkrum vafa um það hvort að dómarateymið hefði átt að dæma vítaspyrnu eða ekki. „Hann allavega setur olbogann í andlitið á mér og það hlýtur að vera víti,“ bætti Óli við. Þessi sigur færir Fylki upp í þriðja sætið sem gefur pláss í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Fylkismenn hafa þó ekki mikinn áhuga að tala um Evrópudrauma eins og er. „Við erum ekkert komnir þangað í huganum. Við erum bara að taka hvern leik fyrir sig og það heldur bara áfram. Það er búið að vera planið allan tímann að ná að sýna okkar rétta andlit í sem flestum leikjum en auðvitað koma leikir inn á milli sem maður nær ekki alveg að gíra alla upp en þeir eru búnir að vera margir, góðu leikirnir í sumar. Við þurfum bara áfram að halda þétt á spöðunum og taka þetta með sömu nálgun og við höfum verið að gera,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason að lokum.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Fylkir KR Tengdar fréttir Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira
Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03
Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14