Ólafur Ingi: Hann setur olnbogann í andlitið á mér Atli Freyr Arason skrifar 27. september 2020 18:25 Umdeildur. VÍSIR/VILHELM Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, var að vonum ánægður með stigin þrjú sem liðið fékk gegn KR í viðtali eftir leik. „Það er gleði, við náum einhvern veginn að knýja þetta fram,“ sagði Ólafur Ingi strax í leikslok. Því næst var Ólafur beðinn um að lýsa atvikinu umdeilda á níundu mínútu uppbótatíma sem á sennilega eftir að verða ansi umtalað næstu daga. Ólafur hrundi þá í jörðina eftir samskipti við Beiti Ólafsson, markvörð KR. Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, hugðist ekki dæma á atvikið en aðstoðarmaður hans, Bryngeir Valdimarsson, virtist ná að sannfæra Ívar um að Beitir hafi gerst brotlegur. Vítaspyrna dæmd auk þess sem Beiti var vikið af velli. „Við eigum aukaspyrnu og ég set smá pressu á Beiti og reyni að trufla hann aðeins í kastinu út, ég ætlaði að reyna að stöðva þessa skyndisókn án þess að brjóta á honum eða fá gult eða eitthvað slíkt og þá olnbogar hann mig bara í nefið. Sem betur fer voru bara menn sem sáu þetta og þetta var bara víti og rautt,“ sagði Ólafur Ingi ekki í nokkrum vafa um það hvort að dómarateymið hefði átt að dæma vítaspyrnu eða ekki. „Hann allavega setur olbogann í andlitið á mér og það hlýtur að vera víti,“ bætti Óli við. Þessi sigur færir Fylki upp í þriðja sætið sem gefur pláss í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Fylkismenn hafa þó ekki mikinn áhuga að tala um Evrópudrauma eins og er. „Við erum ekkert komnir þangað í huganum. Við erum bara að taka hvern leik fyrir sig og það heldur bara áfram. Það er búið að vera planið allan tímann að ná að sýna okkar rétta andlit í sem flestum leikjum en auðvitað koma leikir inn á milli sem maður nær ekki alveg að gíra alla upp en þeir eru búnir að vera margir, góðu leikirnir í sumar. Við þurfum bara áfram að halda þétt á spöðunum og taka þetta með sömu nálgun og við höfum verið að gera,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason að lokum. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Fylkir KR Tengdar fréttir Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, var að vonum ánægður með stigin þrjú sem liðið fékk gegn KR í viðtali eftir leik. „Það er gleði, við náum einhvern veginn að knýja þetta fram,“ sagði Ólafur Ingi strax í leikslok. Því næst var Ólafur beðinn um að lýsa atvikinu umdeilda á níundu mínútu uppbótatíma sem á sennilega eftir að verða ansi umtalað næstu daga. Ólafur hrundi þá í jörðina eftir samskipti við Beiti Ólafsson, markvörð KR. Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, hugðist ekki dæma á atvikið en aðstoðarmaður hans, Bryngeir Valdimarsson, virtist ná að sannfæra Ívar um að Beitir hafi gerst brotlegur. Vítaspyrna dæmd auk þess sem Beiti var vikið af velli. „Við eigum aukaspyrnu og ég set smá pressu á Beiti og reyni að trufla hann aðeins í kastinu út, ég ætlaði að reyna að stöðva þessa skyndisókn án þess að brjóta á honum eða fá gult eða eitthvað slíkt og þá olnbogar hann mig bara í nefið. Sem betur fer voru bara menn sem sáu þetta og þetta var bara víti og rautt,“ sagði Ólafur Ingi ekki í nokkrum vafa um það hvort að dómarateymið hefði átt að dæma vítaspyrnu eða ekki. „Hann allavega setur olbogann í andlitið á mér og það hlýtur að vera víti,“ bætti Óli við. Þessi sigur færir Fylki upp í þriðja sætið sem gefur pláss í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Fylkismenn hafa þó ekki mikinn áhuga að tala um Evrópudrauma eins og er. „Við erum ekkert komnir þangað í huganum. Við erum bara að taka hvern leik fyrir sig og það heldur bara áfram. Það er búið að vera planið allan tímann að ná að sýna okkar rétta andlit í sem flestum leikjum en auðvitað koma leikir inn á milli sem maður nær ekki alveg að gíra alla upp en þeir eru búnir að vera margir, góðu leikirnir í sumar. Við þurfum bara áfram að halda þétt á spöðunum og taka þetta með sömu nálgun og við höfum verið að gera,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason að lokum.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Fylkir KR Tengdar fréttir Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03
Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14