Fjallkóngur segir réttirnar skemmtilegri en jólin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. september 2020 12:17 Sauðfé hefur ekki fækkað í Biskupstungum í Bláskógabyggð en í Tungnaréttum voru um fimm þúsund fjár. Hér er „fljúgandi“ lamb að koma inn í almenninginn. Vísir/Magnús Hlynur Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur Tungnamanna, segir fjallferð og réttarstörf langskemmtilegasta tímann í sveitinni og miklu skemmtilegri en jólin. Fé er ekki að fækka í Biskupstungum ólíkt víðar annars staðar á landinu. Fjárréttum haustsins er að ljúka þessa dagana en það hefur verið mikil törn hjá bændum og búaliði að fara á fjall eftir fénu, koma því heim og mæta svo í réttir til að draga það í dilka og loks að reka það heim. Þá þarf að ákveða hvað lömb eiga að fara í sláturhús og hver þeirra fá að lifa. Allar réttir hafa verið óvenjulegar þetta haustið vegna kórónuveirunnar. Guðrún segir réttir hápunkt menningarlífsins í hverri sveit. „Já, þetta er skemmtilegasti tími ársins, það er bara þannig. Skemmtilegri en jólin. Ég reikna með að réttirnar næsta haust verði eðlilegar og það verður sjálfsagt eitthvað fleira fólk en já, já, þetta verður allt með hefðbundnu sniði að ári,“ segir Guðrún. Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur og sauðfjárbóndi á bænum Bræðratungu í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Magnús Hlynur Hreiðarsson. En er fé að fækka í sveitinni? „Nei, ég held að það sé nokkuð stabílt núna. Það er ekki að heyra að menn séu að fækka eitthvað, þetta er bara búið að vera svipað í nokkur ár, sömu bæir með svipaðan fjárfjölda.“ En hvernig líst Tungnamönnum á stöðu sauðfjárræktarinnar? „Hún er svo sem ekki góð, það er að mörgu leyti svolítið erfitt að eiga við þetta. Auðvitað þyrftum við að fá einhverjar hækkanir á afurðaverði. Það er hægt og sígandi verið að murka úr okkur lífið en það er lífsstíll að vera með fé eins og fyrir mig, sem er bara með nokkrar rollur, það er bara gaman að þessu,“ segir Brynjar Sigurðsson bóndi á Heiði. Söngurinn er aldrei langt undan þegar Tungnamenn eru annars vegar og hann klikkar aldrei í Tungnaréttum. Bláskógabyggð Landbúnaður Réttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur Tungnamanna, segir fjallferð og réttarstörf langskemmtilegasta tímann í sveitinni og miklu skemmtilegri en jólin. Fé er ekki að fækka í Biskupstungum ólíkt víðar annars staðar á landinu. Fjárréttum haustsins er að ljúka þessa dagana en það hefur verið mikil törn hjá bændum og búaliði að fara á fjall eftir fénu, koma því heim og mæta svo í réttir til að draga það í dilka og loks að reka það heim. Þá þarf að ákveða hvað lömb eiga að fara í sláturhús og hver þeirra fá að lifa. Allar réttir hafa verið óvenjulegar þetta haustið vegna kórónuveirunnar. Guðrún segir réttir hápunkt menningarlífsins í hverri sveit. „Já, þetta er skemmtilegasti tími ársins, það er bara þannig. Skemmtilegri en jólin. Ég reikna með að réttirnar næsta haust verði eðlilegar og það verður sjálfsagt eitthvað fleira fólk en já, já, þetta verður allt með hefðbundnu sniði að ári,“ segir Guðrún. Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur og sauðfjárbóndi á bænum Bræðratungu í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Magnús Hlynur Hreiðarsson. En er fé að fækka í sveitinni? „Nei, ég held að það sé nokkuð stabílt núna. Það er ekki að heyra að menn séu að fækka eitthvað, þetta er bara búið að vera svipað í nokkur ár, sömu bæir með svipaðan fjárfjölda.“ En hvernig líst Tungnamönnum á stöðu sauðfjárræktarinnar? „Hún er svo sem ekki góð, það er að mörgu leyti svolítið erfitt að eiga við þetta. Auðvitað þyrftum við að fá einhverjar hækkanir á afurðaverði. Það er hægt og sígandi verið að murka úr okkur lífið en það er lífsstíll að vera með fé eins og fyrir mig, sem er bara með nokkrar rollur, það er bara gaman að þessu,“ segir Brynjar Sigurðsson bóndi á Heiði. Söngurinn er aldrei langt undan þegar Tungnamenn eru annars vegar og hann klikkar aldrei í Tungnaréttum.
Bláskógabyggð Landbúnaður Réttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira