Sár og reið út í Reykjavíkurborg vegna myglu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2020 21:59 Fossvogsskóli var lokað vorið 2019 vegna myglu sem fannst í húsnæði skólans. Móðir barns í skólanum segir son sinn enn finna fyrir einkennum myglu. Vísir/Vilhelm Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. Móðir barnsins segist sár og reið yfir úrræðaleysi borgaryfirvalda en kallað hefur verið eftir frekari rannsóknum á byggingunni. Þessu lýsti móðirin í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Fram hefur komið að Reykjavíkurborg telur ekki þörf á frekari úrbótumá húsnæði skólans. Skólanum var lokað í mars 2019 í kjölfar þess að starfsfólk og nemendur Fossvogsskóla kvörtuðu undan einkennum myglu. Varhugaverð mygla greindist við nánari rannsóknir Sýnataka og mælingar í skólanum höfðu leitt í ljós í mars 2019 að raka- og loftgæðavandamál væru til staðar í skólanum.. Höfðu þá starfsfólk og nemendur jafnframt kvartað undan einkennum og var í kjölfarið var ráðist í endurbætur á skólanum. Fossvogsskóli var opnaður á ný haustið 2019 en í desembermánuði sama ár varð vart við leka meðfram þakglugga. Farið var í frekari endurbætur og sýnataka og mælingar framkvæmdar að nýju nú í sumar. Niðurstaða þeirra mælinga hafa ekki gefið tilefni til að fara í frekari framkvæmdir, sagði tilkynningu frá Reykjavíkurborg á dögunum. Líður illa en skánar í fríum Sigríður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og móðir drengs í þriðja bekk í Fossvogsskóla, segir í samtali við Ríkisútvarpið að sonur hennar hafi fundið fyrir einkennum myglu frá því hann hóf nám við skólann. Hann fái mikið exem um allan líkamann sem hann klæi og svíði í. „Hann verður líka órólegur, þreyttur, líður illa inni í sér, á erfitt með að hugsa og læra og einbeita sér,“ sagði Sigríður. Hún segir hann lagast í skólafríum og skána um helgar og vera einkennalausan á sumrin. „Það er algerlega skýrt að þetta tengist veru hans í skólanum,“ segir Sigríður. Hún telur ljóst að leita þurfi betur að myglu því augljóst sé að eitthvað sé þarna að finna. Gríðarleg orka fari í að sinna barni sem ekki líði vel og að þau séu mjög sorgmædd yfir þessu. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03 Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43 Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra Sjá meira
Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. Móðir barnsins segist sár og reið yfir úrræðaleysi borgaryfirvalda en kallað hefur verið eftir frekari rannsóknum á byggingunni. Þessu lýsti móðirin í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Fram hefur komið að Reykjavíkurborg telur ekki þörf á frekari úrbótumá húsnæði skólans. Skólanum var lokað í mars 2019 í kjölfar þess að starfsfólk og nemendur Fossvogsskóla kvörtuðu undan einkennum myglu. Varhugaverð mygla greindist við nánari rannsóknir Sýnataka og mælingar í skólanum höfðu leitt í ljós í mars 2019 að raka- og loftgæðavandamál væru til staðar í skólanum.. Höfðu þá starfsfólk og nemendur jafnframt kvartað undan einkennum og var í kjölfarið var ráðist í endurbætur á skólanum. Fossvogsskóli var opnaður á ný haustið 2019 en í desembermánuði sama ár varð vart við leka meðfram þakglugga. Farið var í frekari endurbætur og sýnataka og mælingar framkvæmdar að nýju nú í sumar. Niðurstaða þeirra mælinga hafa ekki gefið tilefni til að fara í frekari framkvæmdir, sagði tilkynningu frá Reykjavíkurborg á dögunum. Líður illa en skánar í fríum Sigríður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og móðir drengs í þriðja bekk í Fossvogsskóla, segir í samtali við Ríkisútvarpið að sonur hennar hafi fundið fyrir einkennum myglu frá því hann hóf nám við skólann. Hann fái mikið exem um allan líkamann sem hann klæi og svíði í. „Hann verður líka órólegur, þreyttur, líður illa inni í sér, á erfitt með að hugsa og læra og einbeita sér,“ sagði Sigríður. Hún segir hann lagast í skólafríum og skána um helgar og vera einkennalausan á sumrin. „Það er algerlega skýrt að þetta tengist veru hans í skólanum,“ segir Sigríður. Hún telur ljóst að leita þurfi betur að myglu því augljóst sé að eitthvað sé þarna að finna. Gríðarleg orka fari í að sinna barni sem ekki líði vel og að þau séu mjög sorgmædd yfir þessu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03 Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43 Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra Sjá meira
Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03
Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43
Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00