Mætir í vinnuna í skógræktinni af gömlum vana Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2020 12:39 Skógræktarsvæðið á Snæfoksstöðum er mjög fallegt og hefur gengið vel að rækta tré upp á svæðinu, sem er um 720 hektarar á stærð. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ótrúlegur árangur hefur náðst í ræktun trjáa á Snæfoksstöðum í Grímsnesi þar sem hluti af trjánum er komin yfir tuttugu metra á hæð. Böðvar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga, sem hefur séð um svæðið var að láta af störfum eftir fimmtíu og fjögurra ára starf en þrátt fyrir það heldur hann áfram að mæta í vinnuna af gömlum vana. Skógræktarfélag Árnesinga var stofnað árið 1940 og eru félagsmenn um 750. Skógur félagsins er á um 720 hektara svæði á Snæfoksstöðum í Grímsnes og Grafningshreppi þar sem fjölbreyttum tegundum hefur verið plantað í gegnum árin, þó aðallega furu. Böðvar Guðmundsson þekkir svæðið manna best. „Við viljum helst rækta sem mest af greni en það er mikið furuland hérna, þess vegna höfum við sett mest niður af furu en auðvitað er það sem vex langmest eru aspir, þær vaxa tuttugu rúmmetra á hektara á ári, grenið er með tíu, furan er með fimm og birkið vex svo lítið að við höfum aldrei nennt að planta því hérna,“ segir Böðvar. Böðvar Guðmundsson, sem var að láta af störfum, sem framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga eftir 54 ára starf. Hann mætir þó enn í vinnuna af gömlum vana.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Böðvar segist vera mjög ánægður með hvað öspin er að koma vel út í skóginum. „Já, og hún framleiðir náttúrlega lang öflugasta og sterkasta viðinn, sem vex á Íslandi, það er ekki spurning. Það eru ánægjulegar fréttir því menn hafa fram að þessu ekki litið á ösp sem timburtré en menn eru kannski farnir að gera það núna eftir að hún hefur komið svona vel út úr tilraunum með styrkleika.“ Böðvar segir að tíu trjátegundir á Íslandi séu nú komnar yfir 20 metra á hæð, þessu hefði hann aldrei trúað fyrir 20 til 30 árum síðan. Nú eru tímamót hjá Böðvari, hann er að hætta störfum eftir 54 ár, geri aðrir betur. „Ég er nú eiginlega hættur en svo mæti ég í vinnuna eftir sem áður, af gömlum vana,“ segir Böðvar og hlær. Skógurinn á Snæfoksstöðum er opinn öllum þar sem fólk getur notið útvistarstar í dásamlegu umhverfi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Grímsnes- og Grafningshreppur Árborg Skógrækt og landgræðsla Tímamót Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Ótrúlegur árangur hefur náðst í ræktun trjáa á Snæfoksstöðum í Grímsnesi þar sem hluti af trjánum er komin yfir tuttugu metra á hæð. Böðvar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga, sem hefur séð um svæðið var að láta af störfum eftir fimmtíu og fjögurra ára starf en þrátt fyrir það heldur hann áfram að mæta í vinnuna af gömlum vana. Skógræktarfélag Árnesinga var stofnað árið 1940 og eru félagsmenn um 750. Skógur félagsins er á um 720 hektara svæði á Snæfoksstöðum í Grímsnes og Grafningshreppi þar sem fjölbreyttum tegundum hefur verið plantað í gegnum árin, þó aðallega furu. Böðvar Guðmundsson þekkir svæðið manna best. „Við viljum helst rækta sem mest af greni en það er mikið furuland hérna, þess vegna höfum við sett mest niður af furu en auðvitað er það sem vex langmest eru aspir, þær vaxa tuttugu rúmmetra á hektara á ári, grenið er með tíu, furan er með fimm og birkið vex svo lítið að við höfum aldrei nennt að planta því hérna,“ segir Böðvar. Böðvar Guðmundsson, sem var að láta af störfum, sem framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga eftir 54 ára starf. Hann mætir þó enn í vinnuna af gömlum vana.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Böðvar segist vera mjög ánægður með hvað öspin er að koma vel út í skóginum. „Já, og hún framleiðir náttúrlega lang öflugasta og sterkasta viðinn, sem vex á Íslandi, það er ekki spurning. Það eru ánægjulegar fréttir því menn hafa fram að þessu ekki litið á ösp sem timburtré en menn eru kannski farnir að gera það núna eftir að hún hefur komið svona vel út úr tilraunum með styrkleika.“ Böðvar segir að tíu trjátegundir á Íslandi séu nú komnar yfir 20 metra á hæð, þessu hefði hann aldrei trúað fyrir 20 til 30 árum síðan. Nú eru tímamót hjá Böðvari, hann er að hætta störfum eftir 54 ár, geri aðrir betur. „Ég er nú eiginlega hættur en svo mæti ég í vinnuna eftir sem áður, af gömlum vana,“ segir Böðvar og hlær. Skógurinn á Snæfoksstöðum er opinn öllum þar sem fólk getur notið útvistarstar í dásamlegu umhverfi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Grímsnes- og Grafningshreppur Árborg Skógrækt og landgræðsla Tímamót Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent