Sýn og Nova máttu reka saman dreifikerfi Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2020 11:00 Síminn kærði ákvarðanir tveggja stofnana um að veita Nova og Sýn heimild sem auðveldaði þeim að vinna saman að dreifikerfi farsímaþjónustu. Fyrirtækið þarf að greiða keppinautum sínum eina milljóna króna hvorum í málskostnað fyrir Landsrétti. Vísir/Hanna Landsréttur hafnaði kröfu Símans um að ógilda skyldi ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins og Póst- og fjarskiptastofnunar um að leyfa Sýn og Nova að samnýta tíðniheimildir vegna sameiginlegs reksturs á dreifikerfi fyrir farsímaþjónustu. Síminn telur dóminn þýða aukna samvinnu fjarskiptafélaga og samnýting innviða í framtíðinni. Póst- og fjarskiptastofnun veitti Nova og Vodafone, nú Sýn, heimild til að samnýta alla tíðniheimildir sem fyrirtækin höfðu fengið úthlutað. Samkeppniseftirlitið veitti fyrirtækjunum undanþágu frá samkeppnislögum til þess að stofna nýtt félag, Sendafélagið ehf., um rekstur dreifikerfis fyrir farsímaþjónustu. Síminn kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti ákvörðunina. Taldi Síminn að í samvinnu samkeppnisaðila sinna fælist framsal tíðniheimilda sem væri ólöglegt. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu Símans um ógildingu ákvarðananna í apríl í fyrra og staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu í gær. Í yfirlýsingu frá Símanum sagði að úrskurðurinn veiti leiðsögn um heimild keppinauta til þess að vinna saman að uppbyggingu fjarskiptainnviða. „Aukin samvinna fjarskiptafélaga og samnýting innviða verður þekkt stef í náinni framtíð, sérstaklega með tilkomu 5G fjarskiptakerfisins og framtíðar uppbyggingu slíks kerfis á Íslandi. Síminn hefur ásamt Sýn og Nova tilkynnt áhuga sinn á að hefja samtal um slíkt innviðasamstarf þó engin niðurstaða liggi fyrir í þeim efnum,“ sagði í yfirlýsingunni í gær. Vísir er í eigu Sýnar. Dómsmál Fjarskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Landsréttur hafnaði kröfu Símans um að ógilda skyldi ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins og Póst- og fjarskiptastofnunar um að leyfa Sýn og Nova að samnýta tíðniheimildir vegna sameiginlegs reksturs á dreifikerfi fyrir farsímaþjónustu. Síminn telur dóminn þýða aukna samvinnu fjarskiptafélaga og samnýting innviða í framtíðinni. Póst- og fjarskiptastofnun veitti Nova og Vodafone, nú Sýn, heimild til að samnýta alla tíðniheimildir sem fyrirtækin höfðu fengið úthlutað. Samkeppniseftirlitið veitti fyrirtækjunum undanþágu frá samkeppnislögum til þess að stofna nýtt félag, Sendafélagið ehf., um rekstur dreifikerfis fyrir farsímaþjónustu. Síminn kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti ákvörðunina. Taldi Síminn að í samvinnu samkeppnisaðila sinna fælist framsal tíðniheimilda sem væri ólöglegt. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu Símans um ógildingu ákvarðananna í apríl í fyrra og staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu í gær. Í yfirlýsingu frá Símanum sagði að úrskurðurinn veiti leiðsögn um heimild keppinauta til þess að vinna saman að uppbyggingu fjarskiptainnviða. „Aukin samvinna fjarskiptafélaga og samnýting innviða verður þekkt stef í náinni framtíð, sérstaklega með tilkomu 5G fjarskiptakerfisins og framtíðar uppbyggingu slíks kerfis á Íslandi. Síminn hefur ásamt Sýn og Nova tilkynnt áhuga sinn á að hefja samtal um slíkt innviðasamstarf þó engin niðurstaða liggi fyrir í þeim efnum,“ sagði í yfirlýsingunni í gær. Vísir er í eigu Sýnar.
Dómsmál Fjarskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira