Telur langlíklegast að loftsmit hafi valdið hópsýkingunni á Irishman Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2020 09:00 Barinn Irishman við Klapparstíg í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Björn Birnir, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum, telur langlíklegast að kórónuveiruhópsýkinguna sem kom upp á barnum Irishman í Reykjavík megi rekja til loftsmits. Björn hefur rannsakað þrjár hópsýkingar sem komu upp í Asíu. Sú fyrsta var á veitingastað í Kína þar sem níu sýktust, önnur átti sér stað í rútu þar sem 24 sýktust og sú þriðja varð í símaveri í Suður-Kóreu þar sem 94 sýktust. Rannsókn Björns leiðir í ljós að kórónuveirusýkingar geti átt sér stað innandyra þó svo að fólk passi uppi á sameiginlega snertifleti og gæti þess að vera ekki of nálægt hvert öðru. Sýkingin eigi sér stað þegar úði úr mönnum, sem ber vírusinn, fer um loftið innandyra og veldur þannig sýkingu. Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann. Hefur Björn Birnir mælt með því að fólk hugi sérstaklega að loftgæðum innandyra, eitthvað sem sóttvarnayfirvöld hafa lagt aukna áherslu á í kjölfar rannsókna Björns. Nýverið ræddi Washington Post við Björn Birni um hætturnar af loftsmiti í kórónuveirufaraldrinum. Áhyggjuefni að sóttvarna hafi verið gætt en smit kom upp Sóttvarnayfirvöld biðluðu til fólks sem hafði sótt Irishman frá 16 til 23 föstudaginn ellefta september að fara í skimun. Hátt í hundrað sem greindust með veiruna í kjölfar þess dags höfðu beinar tengingar við Irishman og veitingastaðinn BrewDog. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Vísi að þessir staðir hefðu haft allt sitt á hreinu varðandi sóttvarnir. Það var honum áhyggjuefni að þó staðir séu til fyrirmyndar komi upp svo mörg smit. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra. Vísir/VIlhelm „Þetta eru ekki staðir þar sem fólk er í troðningi heldur situr það á sínum bás og drekkur sinn bjór í rólegheitum, en er síðan smitað. Þess vegna eru það þessir sameiginlegu snertifletir sem er verið að horfa til. Og þó að sóttvarna sé gætt, borð og hurðahúnar þrifnir reglulega, virðist það ekki duga til að koma í veg fyrir smit í gegnum sameiginlega snertifleti,“ sagði Víðir. Segir úða berast um loftið Í huga Björns er ein skýring langlíklegust, loftsmit. „Það er langlíklegast að þetta hafi gerst þannig að það hafi verið úði í loftinu sem barst á milli manna sem bar vírusinn. Þetta er ekkert nýtt,“ segir Björn Birnir. Hann vísar í rannsókn sem gerð var í Kína í byrjun apríl og sýndi að ef fleiri en þrír einstaklingar sýktust í einu, var miklu líklegra að það gerðist innandyra. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt að þeir sem smituðust á Irishman sama kvöldið hafi ekki allir farið í karókí.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Síðan var japönsk rannsókn seinna í apríl sem sýndi að það eru 20 sinnum meiri líkur á því að smitast inni en úti. Núna í byrjun september kom út mjög ítarleg japönsk rannsókn. Hún náði yfir fleiri en þrjú þúsund einstaklinga sem smituðust við ýmsar aðstæður. Sú rannsókn sýndi að hópsmit voru líklegust á karókí stöðum, í klúbbum þar sem menn voru að hvetja áfram lið, í leikfimisölum þar sem fólk var að æfa sig og fjórði staðurinn voru barir þar sem fólk var í nánum samræðum.“ Á barnum Irishman er karókí herbergi en sóttvarnalæknir hefur sagt að þeir sem smituðust á staðnum hafi ekki allir verið í karókí. Loftsmitið þurfi meira vægi Björn telur loftsmit þurfa að fá meira vægi í allri umræðu um smitvarnir á Íslandi. „Gott dæmi um það er hópsýking sem átti sér stað í Noregi í september,“ segir Björn Birnir. Um var að ræða rútuferð þar sem farþegar fylgdu mjög ströngum reglum. Þeir urðu að sitja í sama sæti allan tímann og voru snertifletir hreinsaðir vel á milli. En samt sem áður smituðust 33 af 37 farþegum,“ segir Björn. Hann nefnir einnig hópsýkingu sem átti sér stað í rútu sem flutti búddista í Kína síðastliðinn vetur. Þar smitaðist þriðjungur farþega. „En í rútunni í Noregi voru farþegarnir mun lengur í rútunni og smituðust eiginlega allir í gegnum loftsmit.“ Tryggi loftgæði og stilli hávaða í hóf Sóttvarnalæknir hefur lagt til að tímabundinni lokun skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu verði aflétt á mánudag. Í tilmælum sínum tekur sóttvarnalæknir fram að tryggja skuli góð loftgæði og stilla hávaða í hóf því ef fólk þarf að tala hátt geti það leitt til aukinnar munnvatnsúða mengunar. Það rímar mög vel við þær rannsóknir frá Japan sem Björn Birnir nefndi fyrr í greininni. „Þú verður að skoða loftræstinguna mjög vel. Ef þú ert með rými þar sem loftið verður alltaf verra og verra og loftræstingin hefur ekki undan við að dæla inn hreinu lofti, þá eru mjög miklar líkur á hópsmiti þegar smitandi einstaklingur kemur inn í rýmið,“ segir Björn. Grímur verji ekki bara gegn smiti Hann leggur mikla áherslu á grímunotkun í lokuðum rýmum. Skólar hér á landi hafa fengið tilmæli um grímunotkun.Vísir/Vilhelm „Það hefur sýnt sig í öllum löndum, þar sem grímur eru notaðar, að smit er miklu minna. Og það er mjög mikilvægt ef þú ferð inn í eitthvað slíkt rými, þar sem loftræsting er ekki nógu góð, að hafa grímur,“ segir Björn Birnir og bendir á að aukið loftflæði í neðanjarðarlestum í New York auk grímunotkunar hafi gefið góða raun. Japanir hafi tekið grímunotkun vel og þykja þeir hafa tekist nokkuð vel á við kórónuveiruna. Þar á meðal með því að forðast lokuð rými með lélegri loftræstingu, mannmergð og náin samskipti. Hann bendir einnig á að grímur verji einstaklinga ekki bara gegn smiti. „Grímur draga úr því magni af úða sem þú andar að þér um tvo þriðju hluta. Það þýðir að sjúkdómseinkenni þeirra, sem eru svo óheppnir að smitast, verða vægari,“ segir Björn. Loftsmit líklegri sökudólgur en tekanna Fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði frá hópsýkingu sem átti sér stað á kóræfingu sönghópsins Spectrum þann 10. mars hér á landi. Um helmingur sönghópsins smitaðist af veirunni en nítján manns mættu á æfinguna. Kórstjórinn sagði við RÚV að engin snerting hefði verið á milli kórfélaga en grunur væri um að rót þessarar hópsýkingar væri í tekönnu sem margir snertu. Kórstjórinn tók fram að fráöndun við söng skapaði meiri hættu og því hefði verið ákveðið að hafa fjóra metra á milli meðlima kórsins. Kórsöngur er varhugaverður á tímum kórónuveirunnar.David Beale Björn segir að miðað við nýjustu upplýsingar þá hafi þessi hópsýkingin á kóræfingunni líklegast komið til vegna loftsmits. Hefur Björn Birnir skoða hópsýkingu sem átti sér stað á kóræfingu í Skagit-dalnum í Washington í Bandaríkjunum í mars. 61 sóttu þessa kóræfingu sem stóð yfir í tvo og hálfan tíma. 53 smituðust af veirunni. Tveir þeirra létust. „Það er greinilegt að það var í gegnum loftsmit. Við erum að skoða það nánar. Það er eiginlega búið að útiloka að það gæti hafa verið smit í gegnum snertifleti. Þannig að kórstarf, því miður fyrir Íslendinga sem hafa gaman að syngja, er mjög varhugavert.“ Dropa- og loftsmit eigi meiri sök Hann segir að svo virðist sem snertismit spili ekki jafn stórt hlutverk við útbreiðslu veirunnar líkt og talið var í fyrstu. Þar með er ekki sagt að sýkingar geti ekki átt sér stað með snertismiti, heldur að dropa- og loftsmit eigi meiri sök á máli. „Það er mögulegt að smitast í gegnum snertifleti en nú er talið að lípíð, eða fituefni, á húðinni geri veirunni erfitt fyrir að lifa af. Þannig að snertismit er væntanlega ekki jafn mikilvægt og fólk hélt áður fyrr, þó ekki sé hægt að útiloka það og handþvottur því mikilvægur. En loftsmit er greinilega mikilvægt, sérstaklega þegar stórir hópar smitast.“ Hann segir smitvarnir almennt góðar á Íslandi en myndi þó vilja breyta nándarreglunni úr einum metra í tvo innanhúss. „Og að fólk sé með grímur ef það er innan um ókunnugt fólk eða fólk sem það er ekki í samskiptum við á hverjum einasta degi og forðist rými þar sem loftræsting er slæm.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Sætaskylda innleidd á öllum vínveitingastöðum Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis sem felur í sér að öllum vínveitingastöðum verði skylt að hafa sæti fyrir alla gesti sína og tryggja að gestir séu að jafnaði í sætum eins og almennt tíðkast á veitingahúsum og kaffihúsum. 25. september 2020 13:29 Hefur skipt um skoðun varðandi grímurnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir skoðun sína á grímum hafa breyst eftir því sem frekari upplýsingar hafa komið fram. 21. september 2020 14:42 Nálægðartakmörk hafi minna að segja ef loftgæðin eru lítil Nálægðartakmörk ein og sér virðast duga skammt þegar kemur að því að verjast kórónuveirunni innandyra ef loftgæði eru slæm. Þetta er niðurstaða rannsóknar íslensks prófessors á þremur hópsýkingum í Asíu. Samkvæmt rannsókninni getur léleg loftræsting aukið þéttleika lítilla dropa sem bera veiruna. 16. september 2020 08:57 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Björn Birnir, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum, telur langlíklegast að kórónuveiruhópsýkinguna sem kom upp á barnum Irishman í Reykjavík megi rekja til loftsmits. Björn hefur rannsakað þrjár hópsýkingar sem komu upp í Asíu. Sú fyrsta var á veitingastað í Kína þar sem níu sýktust, önnur átti sér stað í rútu þar sem 24 sýktust og sú þriðja varð í símaveri í Suður-Kóreu þar sem 94 sýktust. Rannsókn Björns leiðir í ljós að kórónuveirusýkingar geti átt sér stað innandyra þó svo að fólk passi uppi á sameiginlega snertifleti og gæti þess að vera ekki of nálægt hvert öðru. Sýkingin eigi sér stað þegar úði úr mönnum, sem ber vírusinn, fer um loftið innandyra og veldur þannig sýkingu. Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann. Hefur Björn Birnir mælt með því að fólk hugi sérstaklega að loftgæðum innandyra, eitthvað sem sóttvarnayfirvöld hafa lagt aukna áherslu á í kjölfar rannsókna Björns. Nýverið ræddi Washington Post við Björn Birni um hætturnar af loftsmiti í kórónuveirufaraldrinum. Áhyggjuefni að sóttvarna hafi verið gætt en smit kom upp Sóttvarnayfirvöld biðluðu til fólks sem hafði sótt Irishman frá 16 til 23 föstudaginn ellefta september að fara í skimun. Hátt í hundrað sem greindust með veiruna í kjölfar þess dags höfðu beinar tengingar við Irishman og veitingastaðinn BrewDog. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Vísi að þessir staðir hefðu haft allt sitt á hreinu varðandi sóttvarnir. Það var honum áhyggjuefni að þó staðir séu til fyrirmyndar komi upp svo mörg smit. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra. Vísir/VIlhelm „Þetta eru ekki staðir þar sem fólk er í troðningi heldur situr það á sínum bás og drekkur sinn bjór í rólegheitum, en er síðan smitað. Þess vegna eru það þessir sameiginlegu snertifletir sem er verið að horfa til. Og þó að sóttvarna sé gætt, borð og hurðahúnar þrifnir reglulega, virðist það ekki duga til að koma í veg fyrir smit í gegnum sameiginlega snertifleti,“ sagði Víðir. Segir úða berast um loftið Í huga Björns er ein skýring langlíklegust, loftsmit. „Það er langlíklegast að þetta hafi gerst þannig að það hafi verið úði í loftinu sem barst á milli manna sem bar vírusinn. Þetta er ekkert nýtt,“ segir Björn Birnir. Hann vísar í rannsókn sem gerð var í Kína í byrjun apríl og sýndi að ef fleiri en þrír einstaklingar sýktust í einu, var miklu líklegra að það gerðist innandyra. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt að þeir sem smituðust á Irishman sama kvöldið hafi ekki allir farið í karókí.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Síðan var japönsk rannsókn seinna í apríl sem sýndi að það eru 20 sinnum meiri líkur á því að smitast inni en úti. Núna í byrjun september kom út mjög ítarleg japönsk rannsókn. Hún náði yfir fleiri en þrjú þúsund einstaklinga sem smituðust við ýmsar aðstæður. Sú rannsókn sýndi að hópsmit voru líklegust á karókí stöðum, í klúbbum þar sem menn voru að hvetja áfram lið, í leikfimisölum þar sem fólk var að æfa sig og fjórði staðurinn voru barir þar sem fólk var í nánum samræðum.“ Á barnum Irishman er karókí herbergi en sóttvarnalæknir hefur sagt að þeir sem smituðust á staðnum hafi ekki allir verið í karókí. Loftsmitið þurfi meira vægi Björn telur loftsmit þurfa að fá meira vægi í allri umræðu um smitvarnir á Íslandi. „Gott dæmi um það er hópsýking sem átti sér stað í Noregi í september,“ segir Björn Birnir. Um var að ræða rútuferð þar sem farþegar fylgdu mjög ströngum reglum. Þeir urðu að sitja í sama sæti allan tímann og voru snertifletir hreinsaðir vel á milli. En samt sem áður smituðust 33 af 37 farþegum,“ segir Björn. Hann nefnir einnig hópsýkingu sem átti sér stað í rútu sem flutti búddista í Kína síðastliðinn vetur. Þar smitaðist þriðjungur farþega. „En í rútunni í Noregi voru farþegarnir mun lengur í rútunni og smituðust eiginlega allir í gegnum loftsmit.“ Tryggi loftgæði og stilli hávaða í hóf Sóttvarnalæknir hefur lagt til að tímabundinni lokun skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu verði aflétt á mánudag. Í tilmælum sínum tekur sóttvarnalæknir fram að tryggja skuli góð loftgæði og stilla hávaða í hóf því ef fólk þarf að tala hátt geti það leitt til aukinnar munnvatnsúða mengunar. Það rímar mög vel við þær rannsóknir frá Japan sem Björn Birnir nefndi fyrr í greininni. „Þú verður að skoða loftræstinguna mjög vel. Ef þú ert með rými þar sem loftið verður alltaf verra og verra og loftræstingin hefur ekki undan við að dæla inn hreinu lofti, þá eru mjög miklar líkur á hópsmiti þegar smitandi einstaklingur kemur inn í rýmið,“ segir Björn. Grímur verji ekki bara gegn smiti Hann leggur mikla áherslu á grímunotkun í lokuðum rýmum. Skólar hér á landi hafa fengið tilmæli um grímunotkun.Vísir/Vilhelm „Það hefur sýnt sig í öllum löndum, þar sem grímur eru notaðar, að smit er miklu minna. Og það er mjög mikilvægt ef þú ferð inn í eitthvað slíkt rými, þar sem loftræsting er ekki nógu góð, að hafa grímur,“ segir Björn Birnir og bendir á að aukið loftflæði í neðanjarðarlestum í New York auk grímunotkunar hafi gefið góða raun. Japanir hafi tekið grímunotkun vel og þykja þeir hafa tekist nokkuð vel á við kórónuveiruna. Þar á meðal með því að forðast lokuð rými með lélegri loftræstingu, mannmergð og náin samskipti. Hann bendir einnig á að grímur verji einstaklinga ekki bara gegn smiti. „Grímur draga úr því magni af úða sem þú andar að þér um tvo þriðju hluta. Það þýðir að sjúkdómseinkenni þeirra, sem eru svo óheppnir að smitast, verða vægari,“ segir Björn. Loftsmit líklegri sökudólgur en tekanna Fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði frá hópsýkingu sem átti sér stað á kóræfingu sönghópsins Spectrum þann 10. mars hér á landi. Um helmingur sönghópsins smitaðist af veirunni en nítján manns mættu á æfinguna. Kórstjórinn sagði við RÚV að engin snerting hefði verið á milli kórfélaga en grunur væri um að rót þessarar hópsýkingar væri í tekönnu sem margir snertu. Kórstjórinn tók fram að fráöndun við söng skapaði meiri hættu og því hefði verið ákveðið að hafa fjóra metra á milli meðlima kórsins. Kórsöngur er varhugaverður á tímum kórónuveirunnar.David Beale Björn segir að miðað við nýjustu upplýsingar þá hafi þessi hópsýkingin á kóræfingunni líklegast komið til vegna loftsmits. Hefur Björn Birnir skoða hópsýkingu sem átti sér stað á kóræfingu í Skagit-dalnum í Washington í Bandaríkjunum í mars. 61 sóttu þessa kóræfingu sem stóð yfir í tvo og hálfan tíma. 53 smituðust af veirunni. Tveir þeirra létust. „Það er greinilegt að það var í gegnum loftsmit. Við erum að skoða það nánar. Það er eiginlega búið að útiloka að það gæti hafa verið smit í gegnum snertifleti. Þannig að kórstarf, því miður fyrir Íslendinga sem hafa gaman að syngja, er mjög varhugavert.“ Dropa- og loftsmit eigi meiri sök Hann segir að svo virðist sem snertismit spili ekki jafn stórt hlutverk við útbreiðslu veirunnar líkt og talið var í fyrstu. Þar með er ekki sagt að sýkingar geti ekki átt sér stað með snertismiti, heldur að dropa- og loftsmit eigi meiri sök á máli. „Það er mögulegt að smitast í gegnum snertifleti en nú er talið að lípíð, eða fituefni, á húðinni geri veirunni erfitt fyrir að lifa af. Þannig að snertismit er væntanlega ekki jafn mikilvægt og fólk hélt áður fyrr, þó ekki sé hægt að útiloka það og handþvottur því mikilvægur. En loftsmit er greinilega mikilvægt, sérstaklega þegar stórir hópar smitast.“ Hann segir smitvarnir almennt góðar á Íslandi en myndi þó vilja breyta nándarreglunni úr einum metra í tvo innanhúss. „Og að fólk sé með grímur ef það er innan um ókunnugt fólk eða fólk sem það er ekki í samskiptum við á hverjum einasta degi og forðist rými þar sem loftræsting er slæm.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Sætaskylda innleidd á öllum vínveitingastöðum Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis sem felur í sér að öllum vínveitingastöðum verði skylt að hafa sæti fyrir alla gesti sína og tryggja að gestir séu að jafnaði í sætum eins og almennt tíðkast á veitingahúsum og kaffihúsum. 25. september 2020 13:29 Hefur skipt um skoðun varðandi grímurnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir skoðun sína á grímum hafa breyst eftir því sem frekari upplýsingar hafa komið fram. 21. september 2020 14:42 Nálægðartakmörk hafi minna að segja ef loftgæðin eru lítil Nálægðartakmörk ein og sér virðast duga skammt þegar kemur að því að verjast kórónuveirunni innandyra ef loftgæði eru slæm. Þetta er niðurstaða rannsóknar íslensks prófessors á þremur hópsýkingum í Asíu. Samkvæmt rannsókninni getur léleg loftræsting aukið þéttleika lítilla dropa sem bera veiruna. 16. september 2020 08:57 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Sætaskylda innleidd á öllum vínveitingastöðum Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis sem felur í sér að öllum vínveitingastöðum verði skylt að hafa sæti fyrir alla gesti sína og tryggja að gestir séu að jafnaði í sætum eins og almennt tíðkast á veitingahúsum og kaffihúsum. 25. september 2020 13:29
Hefur skipt um skoðun varðandi grímurnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir skoðun sína á grímum hafa breyst eftir því sem frekari upplýsingar hafa komið fram. 21. september 2020 14:42
Nálægðartakmörk hafi minna að segja ef loftgæðin eru lítil Nálægðartakmörk ein og sér virðast duga skammt þegar kemur að því að verjast kórónuveirunni innandyra ef loftgæði eru slæm. Þetta er niðurstaða rannsóknar íslensks prófessors á þremur hópsýkingum í Asíu. Samkvæmt rannsókninni getur léleg loftræsting aukið þéttleika lítilla dropa sem bera veiruna. 16. september 2020 08:57