Ekki að leikslokum komið í tyggjóklessutínslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2020 21:10 Guðjón Óskarsson segist stefna á að gera miðborg Reykjavíkur tyggjóklessulausa 1. júlí 2021. Skjáskot/Facebook Verkefninu Tyggjóið burt lauk í dag og tókst Guðjóni Óskarssyni, sem fer fyrir verkefninu, að fjarlægja um átján þúsund tyggjóklessur af strætum borgarinnar. Guðjón er sjötugur Reykvíkingur og hefur hann vakið mikla athygli í sumar fyrir verkefnið og segir hann það hafa verið mjög gefandi. „Í lokin voru þetta 15.111 tyggjóklessur sem er töluvert mikið. En þær eru í raun fleiri þar sem ég hef einnig tekið hjá fyrirtækjum sem höfðu verið að styrkja mig. Þær voru ekki taldar þarna inn í. Þetta eru eitthvað um átján þúsund stykki sem hafa horfið úr Reykjavík,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Hann segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Það fór af stað þann 20. júní síðastliðinn og stóð yfir í 49 daga og segist Guðjón hafa farið út dag hvern til þess að hreinsa götur borgarinnar. Heppnin hafi verið með honum og veðurguðirnir hafi haldið sig á mottunni. „Mér var tekið óskaplega vel af borgurunum. Þetta er búið að vera alveg gríðarlega gefandi, það er eins og allir hafi vitað að ég væri á ferðinni og allir hafi vitað ástæðuna. Af hverju ég væri að þessu. Ég hafði yfirleitt fínt veður,“ segi Guðjón. Myndband af Guðjóni fór í mikla dreifingu í sumar þegar hann hafði hreinsað 10 þúsund klessur af strætum borgarinnar, en á myndbandið hafa hingað til rúmlega tuttugu þúsund manns horft. „Það gerði rosalega mikið,“ segir Guðjón. Enn ekki að leikslokum komið En þrátt fyrir að verkefninu Tyggjóið burt sé nú formlega lokið er ekki komið að leikslokum hjá Guðjóni. Hann gerði í vikunni samkomulag við Reykjavíkurborg um að halda áfram næstu tvo mánuðina og munu borgarbúar því verða varir við hann áfram á strætum borgarinnar. Hann mun hreinsa tyggjóklessur í fjóra klukkutíma á dag næstu tvo mánuði þegar veður leyfir og stefnir á að halda áfram næsta vor. „Þau [hjá borginni] vilja að ég haldi þessu áfram sem verktaki hjá þeim og það varð úr að ég samþykkti það að vera fjóra tíma á dag næstu tvo mánuði, eftir því sem veður leyfir og held áfram á mínum forsendum. Tek götur sem ég vil taka og held áfram með þessar aðalgötur sem verktaki hjá borginni. Það er mjög ánægjulegt,“ segir Guðjón. „Ég einblíni svolítið á, og ég veit ekki hvort borgin verði með mér næsta vor en ég á von á því, en ég vil gjarnan gera betur og gera 101 tyggjólausa 1. júlí 2021. Það er næsta markmið,“ bætir Guðjón við. „Það verður auðvitað aldrei tyggjólaust en að á einhverju augnabliki verði allavega lítið um sjáanlegar tyggjóklessur.“ „Það var akkúrat sem ég vildi, að vera umhverfisvænn“ Guðjón segist hafa byrjað á verkefninu eftir að hafa misst vinnuna vegna áhrifa Covid og vegna aldurs hafi hann viljað finna sér hálfsdagsvinnu. „Svo langaði mig bara að gera eitthvað jákvætt, þessi hugmynd um að hreinsa tyggjó hefur áður blundað í mér.“ Hann segist hafa reynt að gera það sama á Spáni árið 2008 þegar hann var að jafna sig eftir að hafa farið í hjartaaðgerð. Þar hafi verið „vitlaus staður og vitlaust ár“ og enginn hafi verið tilbúinn að henda peningi í það að hreinsa tyggjóklessur af gangstéttum. „Því miður varð lítið úr verki þar en ég átti þessar vélar og þegar ég fer að tala um þetta við bróður minn hérna við matarborðið þá var ég nýbúinn að ganga Smiðjustíginn og Bergstaðarstrætið og sá þar þvílíkt magn af tyggjóklessum. Þá hugsaði ég með mér að ég yrði að fara að gera eitthvað í þessu,“ segir Guðjón. Svo hafi orðið úr að hann hafi fundið vélina sem hann hefur notast við í sumar sem er að hans sögn algerlega umhverfisvæn. Vélin gengur fyrir rafhlöðum og Guðjón notar umhverfisvænan vökva. „Það er akkúrat það sem ég vildi, að vera umhverfisvænn,“ segir hann. „Við eigum held ég eftir að njóta góðs af því að þetta verkefni fór af stað og allri þessari umfjöllun.“ Umhverfismál Reykjavík Góðverk Tengdar fréttir Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Fleiri fréttir Eldur logar í Hafnarfirði Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Sjá meira
Verkefninu Tyggjóið burt lauk í dag og tókst Guðjóni Óskarssyni, sem fer fyrir verkefninu, að fjarlægja um átján þúsund tyggjóklessur af strætum borgarinnar. Guðjón er sjötugur Reykvíkingur og hefur hann vakið mikla athygli í sumar fyrir verkefnið og segir hann það hafa verið mjög gefandi. „Í lokin voru þetta 15.111 tyggjóklessur sem er töluvert mikið. En þær eru í raun fleiri þar sem ég hef einnig tekið hjá fyrirtækjum sem höfðu verið að styrkja mig. Þær voru ekki taldar þarna inn í. Þetta eru eitthvað um átján þúsund stykki sem hafa horfið úr Reykjavík,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Hann segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Það fór af stað þann 20. júní síðastliðinn og stóð yfir í 49 daga og segist Guðjón hafa farið út dag hvern til þess að hreinsa götur borgarinnar. Heppnin hafi verið með honum og veðurguðirnir hafi haldið sig á mottunni. „Mér var tekið óskaplega vel af borgurunum. Þetta er búið að vera alveg gríðarlega gefandi, það er eins og allir hafi vitað að ég væri á ferðinni og allir hafi vitað ástæðuna. Af hverju ég væri að þessu. Ég hafði yfirleitt fínt veður,“ segi Guðjón. Myndband af Guðjóni fór í mikla dreifingu í sumar þegar hann hafði hreinsað 10 þúsund klessur af strætum borgarinnar, en á myndbandið hafa hingað til rúmlega tuttugu þúsund manns horft. „Það gerði rosalega mikið,“ segir Guðjón. Enn ekki að leikslokum komið En þrátt fyrir að verkefninu Tyggjóið burt sé nú formlega lokið er ekki komið að leikslokum hjá Guðjóni. Hann gerði í vikunni samkomulag við Reykjavíkurborg um að halda áfram næstu tvo mánuðina og munu borgarbúar því verða varir við hann áfram á strætum borgarinnar. Hann mun hreinsa tyggjóklessur í fjóra klukkutíma á dag næstu tvo mánuði þegar veður leyfir og stefnir á að halda áfram næsta vor. „Þau [hjá borginni] vilja að ég haldi þessu áfram sem verktaki hjá þeim og það varð úr að ég samþykkti það að vera fjóra tíma á dag næstu tvo mánuði, eftir því sem veður leyfir og held áfram á mínum forsendum. Tek götur sem ég vil taka og held áfram með þessar aðalgötur sem verktaki hjá borginni. Það er mjög ánægjulegt,“ segir Guðjón. „Ég einblíni svolítið á, og ég veit ekki hvort borgin verði með mér næsta vor en ég á von á því, en ég vil gjarnan gera betur og gera 101 tyggjólausa 1. júlí 2021. Það er næsta markmið,“ bætir Guðjón við. „Það verður auðvitað aldrei tyggjólaust en að á einhverju augnabliki verði allavega lítið um sjáanlegar tyggjóklessur.“ „Það var akkúrat sem ég vildi, að vera umhverfisvænn“ Guðjón segist hafa byrjað á verkefninu eftir að hafa misst vinnuna vegna áhrifa Covid og vegna aldurs hafi hann viljað finna sér hálfsdagsvinnu. „Svo langaði mig bara að gera eitthvað jákvætt, þessi hugmynd um að hreinsa tyggjó hefur áður blundað í mér.“ Hann segist hafa reynt að gera það sama á Spáni árið 2008 þegar hann var að jafna sig eftir að hafa farið í hjartaaðgerð. Þar hafi verið „vitlaus staður og vitlaust ár“ og enginn hafi verið tilbúinn að henda peningi í það að hreinsa tyggjóklessur af gangstéttum. „Því miður varð lítið úr verki þar en ég átti þessar vélar og þegar ég fer að tala um þetta við bróður minn hérna við matarborðið þá var ég nýbúinn að ganga Smiðjustíginn og Bergstaðarstrætið og sá þar þvílíkt magn af tyggjóklessum. Þá hugsaði ég með mér að ég yrði að fara að gera eitthvað í þessu,“ segir Guðjón. Svo hafi orðið úr að hann hafi fundið vélina sem hann hefur notast við í sumar sem er að hans sögn algerlega umhverfisvæn. Vélin gengur fyrir rafhlöðum og Guðjón notar umhverfisvænan vökva. „Það er akkúrat það sem ég vildi, að vera umhverfisvænn,“ segir hann. „Við eigum held ég eftir að njóta góðs af því að þetta verkefni fór af stað og allri þessari umfjöllun.“
Umhverfismál Reykjavík Góðverk Tengdar fréttir Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Fleiri fréttir Eldur logar í Hafnarfirði Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Sjá meira
Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44