Kallar eftir stefnu sem byggir á mannúð en ekki „ískaldri skilvirkni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2020 17:44 Aðgerðaleysi stjórnvalda í máli egypsku fjölskyldunnar var dropinn sem fyllti mælinn hjá Rósu Björk. Vísir/Einar Dómsmálaráðherra þarf að draga frumvarp sitt um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga til baka og endurvinna það frá grunni í ljósi alvarlegra athugasemda sem hafa verið gerðar við frumvarpið. Þetta segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður, sem í síðustu viku sagði sig úr Vinstri hreyfingunni – grænu framboði vegna máls egypsku fjölskyldunnar. Aðgerðaleysi stjórnvalda í máli fjölskyldunnar hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Það hafi ekki verið annað hægt en að taka afstöðu með börnunum. Rósa Björk hafi allra síst farið út í stjórnmál til að styðja brottvísun á börnum. „Þetta er náttúrulega mjög gleðileg niðurstaða fyrir fjölskylduna og sérstaklega börnin sem hafa fest hér rætur, verið í íslenskum skóla og tala nú íslensku. Það er líka gleðilegt og gott að sjá að kærunefnd útlendingamála kemst að þessari niðurstöðu. Þrátt fyrir að þetta séu gleðileg tíðindi fyrir fjölskylduna og samtakamátt almennings þá er þetta gríðarlega mikill ósigur fyrir stjórnmálin og sér í lagi fyrir þá ómannúðlegu stefnu stjórnvalda sem átti greinilega að fylgja til hins ítrasta,“ segir Rósa. Það sé greinilegt að stjórnvöld hafi ákveðið að „skella í lás“. Rósa segir augljóst að víða sé pottur brotinn í málaflokknum. Málið verði hafa afleiðingar. „Það sem við þurfum að sjá núna er að nefnd um endurskoðun útlendingalaga komi saman sem allra fyrst og geri alvöru úr því að meta framkvæmd útlendingalaga. Ríkisstjórnin þarf að sýna að hún virði sinn eigin stjórnarsáttmála um að mannúðarsjónarmið og alþjóðlegar skuldbindingar verði lögð til grundvallar í málefnum flóttafólks og svo þarf dómsmálráðherra hreinlega að draga frumvarp sitt um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga til baka og endurvinna það frá grunni.“ Breytingar þurfi líka að eiga sér stað hjá Útlendingastofnun. „Við þurfum að halda vörð um að virða réttindi barna sem hingað leita eftir alþjóðlegri vernd út frá þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist.“ Gera þurfi heildstætt mat á hagsmunum barna í hvívetna. „En umfram allt þá þarf Ísland að axla siðferðislega skyldu sína og alþjóðlegar skuldbindingar sínar í málefnum flóttafólks og við þurfum að móta hér alvöru stefnu í málefnum flóttafólks sem byggir á mannúð en ekki ískaldri skilvirkni.“ Fjöldi fólks lét sig mál egypsku fjölskyldunnar varða. Þannig skrifuðu rúmlega tólf þúsund manns undir áskorun til stjórnvalda um að veita fjölskyldunni hæli hér á Íslandi. „Það er algjörlega greinilegt að það er almennur vilji fólks að halda vörð um réttindi barna og barnafjölskyldna. Það er grunnstefið í þeim tugþúsunda undirskrifta sem berast í hvert skipti sem málefni barna og barnafjölskyldna koma fram í fjölmiðlum og sömuleiðis mótmælum og samtakamætti almennings sem við sjáum til dæmis í þessu máli. Það er mikið umhugsunarefni fyrir stjórnvöld að fólk upplifi að ekki sé hlúð að réttindum barna. Var það rétt ákvörðun að segja þig úr Vinstri grænum? „Það var rétt ákvörðun.“ Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir „Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06 Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23 Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. 25. september 2020 14:53 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Dómsmálaráðherra þarf að draga frumvarp sitt um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga til baka og endurvinna það frá grunni í ljósi alvarlegra athugasemda sem hafa verið gerðar við frumvarpið. Þetta segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður, sem í síðustu viku sagði sig úr Vinstri hreyfingunni – grænu framboði vegna máls egypsku fjölskyldunnar. Aðgerðaleysi stjórnvalda í máli fjölskyldunnar hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Það hafi ekki verið annað hægt en að taka afstöðu með börnunum. Rósa Björk hafi allra síst farið út í stjórnmál til að styðja brottvísun á börnum. „Þetta er náttúrulega mjög gleðileg niðurstaða fyrir fjölskylduna og sérstaklega börnin sem hafa fest hér rætur, verið í íslenskum skóla og tala nú íslensku. Það er líka gleðilegt og gott að sjá að kærunefnd útlendingamála kemst að þessari niðurstöðu. Þrátt fyrir að þetta séu gleðileg tíðindi fyrir fjölskylduna og samtakamátt almennings þá er þetta gríðarlega mikill ósigur fyrir stjórnmálin og sér í lagi fyrir þá ómannúðlegu stefnu stjórnvalda sem átti greinilega að fylgja til hins ítrasta,“ segir Rósa. Það sé greinilegt að stjórnvöld hafi ákveðið að „skella í lás“. Rósa segir augljóst að víða sé pottur brotinn í málaflokknum. Málið verði hafa afleiðingar. „Það sem við þurfum að sjá núna er að nefnd um endurskoðun útlendingalaga komi saman sem allra fyrst og geri alvöru úr því að meta framkvæmd útlendingalaga. Ríkisstjórnin þarf að sýna að hún virði sinn eigin stjórnarsáttmála um að mannúðarsjónarmið og alþjóðlegar skuldbindingar verði lögð til grundvallar í málefnum flóttafólks og svo þarf dómsmálráðherra hreinlega að draga frumvarp sitt um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga til baka og endurvinna það frá grunni.“ Breytingar þurfi líka að eiga sér stað hjá Útlendingastofnun. „Við þurfum að halda vörð um að virða réttindi barna sem hingað leita eftir alþjóðlegri vernd út frá þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist.“ Gera þurfi heildstætt mat á hagsmunum barna í hvívetna. „En umfram allt þá þarf Ísland að axla siðferðislega skyldu sína og alþjóðlegar skuldbindingar sínar í málefnum flóttafólks og við þurfum að móta hér alvöru stefnu í málefnum flóttafólks sem byggir á mannúð en ekki ískaldri skilvirkni.“ Fjöldi fólks lét sig mál egypsku fjölskyldunnar varða. Þannig skrifuðu rúmlega tólf þúsund manns undir áskorun til stjórnvalda um að veita fjölskyldunni hæli hér á Íslandi. „Það er algjörlega greinilegt að það er almennur vilji fólks að halda vörð um réttindi barna og barnafjölskyldna. Það er grunnstefið í þeim tugþúsunda undirskrifta sem berast í hvert skipti sem málefni barna og barnafjölskyldna koma fram í fjölmiðlum og sömuleiðis mótmælum og samtakamætti almennings sem við sjáum til dæmis í þessu máli. Það er mikið umhugsunarefni fyrir stjórnvöld að fólk upplifi að ekki sé hlúð að réttindum barna. Var það rétt ákvörðun að segja þig úr Vinstri grænum? „Það var rétt ákvörðun.“
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir „Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06 Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23 Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. 25. september 2020 14:53 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
„Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06
Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23
Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. 25. september 2020 14:53