Það geta ekki allir verið Bubbi Rannveig Borg Sigurðardóttir skrifar 26. september 2020 08:00 Í vikunni hlustaði ég á ágætt spjall Bubba við Sölva Tryggvason. Það var margt mjög skemmtilegt í þessu viðtali og ég hló oft upphátt. Athyglisverðast fannst mér hvað Bubbi hefur náð langt. Hæfileikar hans eru óumdeildir sem tónlistarmanns, en það voru ekki lögin 800 sem vöktu athygli mína. Út frá fíknfræðum er saga Bubba stórmerkileg. Barn sem elst upp við mikla óreglu, ofbeldi og óumflýjanlega vanrækslu er í áhættuhópi hvað varðar neyslu. Til viðbótar talar hann sjálfur um að vera með „einhverjar raskanir“. Bubbi hefur því mögulega verið í tvöföldum áhættuhópi: vegna þess umhverfis sem hann elst upp í og einnig út frá líffræðilegum orsökum. Almennt séð geta raskanir þýtt að boðefnakerfi heilans virka ekki alveg rétt. Það eru margar kenningar á sveimi, en einfaldast er að útskýra það þannig að vellíðunarstöðvar heilans eru ekki eins virkar og hjá mörgum. ADHD er dæmi um röskun sem er oft nefnd í þessu samhengi. Það þarf þó engar raskanir til að ánetjast vanabindandi efnum, þótt margir telji að það geti verið áhættuþáttur. Vanabindandi efni geta skapað vellíðan í stutta stund, sem getur verið hvatning til að að neyta þeirra aftur. Neyslan er fljót að breytast í vítahring. Líkaminn er einstakt tæki og leitast við að finna jafnvægi. Þegar neytt er efna sem raska boðefnakerfi heilans þá reynir heilinn að draga úr áhrifum þeirra. Þannig myndast þol fyrir efninu – það þarf meira magn til að finna sömu áhrif. Þegar einstaklingar stæra sig t.d. af því magni sem þeir geta drukkið er það oft vegna þess að líkaminn er búinn að mynda mjög mikið þol. Það er alls ekki góðs viti. Þegar efnið hættir að hafa sömu áhrif þá er hætt við að neyslan sé aukin eða farið sé út í önnur og jafnvel sterkari efni til að finna aftur þessa vellíðunartilfinningu. Reglubundin neysla getur verið það vanabindandi að líkja mætti því að hætta neyslu, fyrir þann einstakling, við að Jón Jónsson hætti að sofa eða borða. Neyslan er orðin frumþörf. Margir neyta mismunandi efna, sem er algeng og mjög skiljanleg þróun þegar stjórnleysi er annars vegar. Með tímanum og reglulegri neyslu á vanabindandi efnum, hvort sem þau eru ólögleg eður ei, þá er boðefnakerfi heilans orðið mikið raskað. Svo mikið hjá öllum sem eru orðnir háðir þeim að þeir þurfa efnin til þess eins að líða venjulega - ekki til að líða vel. Það má segja að vellíðunarstöðvar heilans séu í mínus. Á þessum tímapunkti er líklegt að frekari vandamál geri vart við sig og það fari að halla undan fæti á mörgum vígstöðum. Þegar vandamál hrannast upp, oft fjárhagsleg og félagsleg, auk þess sem það þarf efni til þess eins að líða þokkalega, getur maður rétt ímyndað sér hvað það er mikið átak að breyta um lífstíl. Þá komum við aftur að Bubba. Hann lýsir því hvernig hann fékk nóg af neyslu og varð tilbúinn til að snúa við blaðinu. Hann virðist ekki hafa náð einhverjum botni, varð einfaldlega fullkomlega sannfærður um að hann ætlaði að hætta. Þó fólk sé komið á þann stað getur verið nánast ógerningur að snúa við blaðinu án hjálpar. Bubbi leitaði sér hjálpar og hefur, sýnist mér haldið áfram að vinna í sér og er löngu hættur allri neyslu. Þetta er stórkostlegt afrek. Í dag virðist Bubbi hafa fundið leiðir til að næra vellíðunarstöðvar heilans á heilbrigðan hátt t.d. með líkamsrækt, áhugamálum, tónlist, hugleiðslu og nánd við sína nánustu. Það geta ekki allir verið Bubbi, en ómetanleg fyrirmynd er hann fyrir marga. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, áhugamanneskja um heilbrigt líferni og nemi í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Rannveig Borg Sigurðardóttir Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í vikunni hlustaði ég á ágætt spjall Bubba við Sölva Tryggvason. Það var margt mjög skemmtilegt í þessu viðtali og ég hló oft upphátt. Athyglisverðast fannst mér hvað Bubbi hefur náð langt. Hæfileikar hans eru óumdeildir sem tónlistarmanns, en það voru ekki lögin 800 sem vöktu athygli mína. Út frá fíknfræðum er saga Bubba stórmerkileg. Barn sem elst upp við mikla óreglu, ofbeldi og óumflýjanlega vanrækslu er í áhættuhópi hvað varðar neyslu. Til viðbótar talar hann sjálfur um að vera með „einhverjar raskanir“. Bubbi hefur því mögulega verið í tvöföldum áhættuhópi: vegna þess umhverfis sem hann elst upp í og einnig út frá líffræðilegum orsökum. Almennt séð geta raskanir þýtt að boðefnakerfi heilans virka ekki alveg rétt. Það eru margar kenningar á sveimi, en einfaldast er að útskýra það þannig að vellíðunarstöðvar heilans eru ekki eins virkar og hjá mörgum. ADHD er dæmi um röskun sem er oft nefnd í þessu samhengi. Það þarf þó engar raskanir til að ánetjast vanabindandi efnum, þótt margir telji að það geti verið áhættuþáttur. Vanabindandi efni geta skapað vellíðan í stutta stund, sem getur verið hvatning til að að neyta þeirra aftur. Neyslan er fljót að breytast í vítahring. Líkaminn er einstakt tæki og leitast við að finna jafnvægi. Þegar neytt er efna sem raska boðefnakerfi heilans þá reynir heilinn að draga úr áhrifum þeirra. Þannig myndast þol fyrir efninu – það þarf meira magn til að finna sömu áhrif. Þegar einstaklingar stæra sig t.d. af því magni sem þeir geta drukkið er það oft vegna þess að líkaminn er búinn að mynda mjög mikið þol. Það er alls ekki góðs viti. Þegar efnið hættir að hafa sömu áhrif þá er hætt við að neyslan sé aukin eða farið sé út í önnur og jafnvel sterkari efni til að finna aftur þessa vellíðunartilfinningu. Reglubundin neysla getur verið það vanabindandi að líkja mætti því að hætta neyslu, fyrir þann einstakling, við að Jón Jónsson hætti að sofa eða borða. Neyslan er orðin frumþörf. Margir neyta mismunandi efna, sem er algeng og mjög skiljanleg þróun þegar stjórnleysi er annars vegar. Með tímanum og reglulegri neyslu á vanabindandi efnum, hvort sem þau eru ólögleg eður ei, þá er boðefnakerfi heilans orðið mikið raskað. Svo mikið hjá öllum sem eru orðnir háðir þeim að þeir þurfa efnin til þess eins að líða venjulega - ekki til að líða vel. Það má segja að vellíðunarstöðvar heilans séu í mínus. Á þessum tímapunkti er líklegt að frekari vandamál geri vart við sig og það fari að halla undan fæti á mörgum vígstöðum. Þegar vandamál hrannast upp, oft fjárhagsleg og félagsleg, auk þess sem það þarf efni til þess eins að líða þokkalega, getur maður rétt ímyndað sér hvað það er mikið átak að breyta um lífstíl. Þá komum við aftur að Bubba. Hann lýsir því hvernig hann fékk nóg af neyslu og varð tilbúinn til að snúa við blaðinu. Hann virðist ekki hafa náð einhverjum botni, varð einfaldlega fullkomlega sannfærður um að hann ætlaði að hætta. Þó fólk sé komið á þann stað getur verið nánast ógerningur að snúa við blaðinu án hjálpar. Bubbi leitaði sér hjálpar og hefur, sýnist mér haldið áfram að vinna í sér og er löngu hættur allri neyslu. Þetta er stórkostlegt afrek. Í dag virðist Bubbi hafa fundið leiðir til að næra vellíðunarstöðvar heilans á heilbrigðan hátt t.d. með líkamsrækt, áhugamálum, tónlist, hugleiðslu og nánd við sína nánustu. Það geta ekki allir verið Bubbi, en ómetanleg fyrirmynd er hann fyrir marga. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, áhugamanneskja um heilbrigt líferni og nemi í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun