Taldir klikkaðir fyrir að opna veitingastað í miðjum COVID faraldri Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. september 2020 14:00 Brynjar Ingvarsson og Kristján Nói Sæmundsson. Aðsend mynd Framreiðslumennirnir Brynjar Ingvarsson og Kristján Nói Sæmundsson gerðu sér lítið fyrir og opnuðu veitingastað í miðju Covid. Þeir opnuðu Primo veitingastaðinn á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis með nýjum og breyttum áherslum. Þemað hjá Primo er ítalskt með eldbökuðum pizzum, pasta, steikum, risotto, fisk og fleiru ásamt eftirréttum á borð við Tiramisu og Affogato. „Primo er ekta ítalskur veitingastaður með mikla sál. Við höfum tekið staðinn í gegn varðandi mat, drykk og þjónustu en hann er enn með gamla sjarmann sem húsið hefur upp á að bjóða. Við erum með fyrsta flokks fagmenn með okkur sem hafa unnið á veitingastöðum eins og Moss & Lava í Bláa Lóninu, Snaps, Essensia, og víðar,“ segir Kristján Nói. Primo er á tveimur hæðum en á efri hæðinni er betri stofa þar sem hægt er að setjast niður í drykki og Aperitivo sem er ítalskt heiti yfir drykki og snarl. Á efri hæðinni er svo rými fyrir allt að 60 manns sem einnig er hægt er að skipta niður fyrir 8 til 30 manna hópa. „Þetta er frábær staður til að koma og njóta þess að fara út að borða með vinum og vandamönnum, hitta vinnufélaga og viðskiptavini í heimilislegu ítölsku andrúmslofti. Einnig er kjörið að koma og fá sér veitingar fyrir til dæmis leikhús og aðra listviðburði. Í betri stofunni miðum við svolítið á svona eftirstríðsára þema og þú kemst hálfa leið til útlanda og í tímaflakk með því að kíkja þar við,“ segir Brynjar Ingvarsson. Hann segir að öllum sóttvarnarreglum sé að sjálfsögðu fylgt á Primo. Strákarnir standa sjálfir vaktina að mestu leyti og vinna stöðugt með matreiðslumönnunum, þeim Magnúsi Ólafssyni, Jóhönnu Söru Jakobsdóttur og Gunnari Þorsteinssyniað ýmsum þróunum. „Við leggjum núna aðal áherslu á kvöldin en einnig er opið í hádeginu á föstudögum~ og um helgar en þá er í boði ekta ítalskur brunch. Við byrjum bara að fikra okkur áfram með þetta en erum stöðugt að skoða hvað við getum gert meira. Í þessu árferði sem nú er telja margir okkur kannski vera alveg klikkaða að opna veitingastað en við erum viss um að Íslendingar hætta ekki að fara út að borða og hvað er betra en að koma á ekta ítalskan stað og láta fagmenn dekra við sig í mat og drykk,“ segir Kristján Nói að lokum. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Framreiðslumennirnir Brynjar Ingvarsson og Kristján Nói Sæmundsson gerðu sér lítið fyrir og opnuðu veitingastað í miðju Covid. Þeir opnuðu Primo veitingastaðinn á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis með nýjum og breyttum áherslum. Þemað hjá Primo er ítalskt með eldbökuðum pizzum, pasta, steikum, risotto, fisk og fleiru ásamt eftirréttum á borð við Tiramisu og Affogato. „Primo er ekta ítalskur veitingastaður með mikla sál. Við höfum tekið staðinn í gegn varðandi mat, drykk og þjónustu en hann er enn með gamla sjarmann sem húsið hefur upp á að bjóða. Við erum með fyrsta flokks fagmenn með okkur sem hafa unnið á veitingastöðum eins og Moss & Lava í Bláa Lóninu, Snaps, Essensia, og víðar,“ segir Kristján Nói. Primo er á tveimur hæðum en á efri hæðinni er betri stofa þar sem hægt er að setjast niður í drykki og Aperitivo sem er ítalskt heiti yfir drykki og snarl. Á efri hæðinni er svo rými fyrir allt að 60 manns sem einnig er hægt er að skipta niður fyrir 8 til 30 manna hópa. „Þetta er frábær staður til að koma og njóta þess að fara út að borða með vinum og vandamönnum, hitta vinnufélaga og viðskiptavini í heimilislegu ítölsku andrúmslofti. Einnig er kjörið að koma og fá sér veitingar fyrir til dæmis leikhús og aðra listviðburði. Í betri stofunni miðum við svolítið á svona eftirstríðsára þema og þú kemst hálfa leið til útlanda og í tímaflakk með því að kíkja þar við,“ segir Brynjar Ingvarsson. Hann segir að öllum sóttvarnarreglum sé að sjálfsögðu fylgt á Primo. Strákarnir standa sjálfir vaktina að mestu leyti og vinna stöðugt með matreiðslumönnunum, þeim Magnúsi Ólafssyni, Jóhönnu Söru Jakobsdóttur og Gunnari Þorsteinssyniað ýmsum þróunum. „Við leggjum núna aðal áherslu á kvöldin en einnig er opið í hádeginu á föstudögum~ og um helgar en þá er í boði ekta ítalskur brunch. Við byrjum bara að fikra okkur áfram með þetta en erum stöðugt að skoða hvað við getum gert meira. Í þessu árferði sem nú er telja margir okkur kannski vera alveg klikkaða að opna veitingastað en við erum viss um að Íslendingar hætta ekki að fara út að borða og hvað er betra en að koma á ekta ítalskan stað og láta fagmenn dekra við sig í mat og drykk,“ segir Kristján Nói að lokum.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira