Stjórn Viðreisnar heldur þriðja landsþing í dag klukkan 16. Þingið verður alrafrænt og er áætlað að það standi til klukkan 18:30.
Vegna þess ástands sem nú ríkir hefur stjórn ákveðið að einungis skuli kosið í helstu embætti sem samþykktir kveða á um og stjórnmálayfirlýsing afgreidd. Landsþinginu verður svo frestað og þar með öðrum dagskrárliðum landsþings, svo sem breytingum á lögum flokksins og öðrum málefnaályktunum.
Fundurinn verður alrafrænn og allar upplýsingar um hann má finna hér. Kosningar verða rafrænar og hægt að kjósa í gegnum síma eða tölvu. Til að tryggja öryggi kosninganna verða þinggestir að skrá sig á þar til gerðan kosningavef með rafrænum skilríkjum en tryggt verður að kosningar verði leynilegar og órekjanlegar.
Kosið verður til eftirfarandi embætta:
Formanns Viðreisnar, varaformanns Viðreisnar, fimm meðstjórnenda og tveggja varamanna stjórnar Viðreisnar og formenn málefnanefnda Viðreisnar.
Beina útsendingu má sjá að neðan.