Ísland á rauðan lista Breta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2020 16:51 Samgönguráðherra Bretlands, Grant Shapps, greindi frá á Twitter síðu sinni. Getty/PA Images Ísland er komið á rauðan lista breskra stjórnvalda. Frá og með klukkan fjögur að morgni laugardagsins 26. september þurfa ferðamenn frá Íslandi, Danmörku, Slóvakíu og Curacao að fara í fjórtán daga sóttkví. Yfirvöld í Danmörku ráða sömuleiðis Dönum frá því að ferðast til Íslands. Íslandi, Bretlandi, Írlandi og Slóveníu var bætt á lista Dana yfir lönd sem ekki er ráðlagt að ferðast til nema nauðsyn krefji. DR greinir frá. 1000 pund lágmarkssekt Grant Shapps, samgöngumálaráðherra Bretlands, greindi frá aðgerðum Breta á Twitter í dag. Hann vísaði til þess að ný gögn gerðu að verkum að grípa þyrfti til þessara aðgerða. Í tilkynningu á vef bresku ríkisstjórnarinnar kemur fram að rúmlega 900 prósenta aukning hafi verið í fjölda smitaðra hér á landi á viku tímabili. Ráðherrann minnir á að sektir við brotum á sóttkví eru að lágmarki eitt þúsund pund eða sem nemur um 177 þúsund krónum. Also please don't forget that you MUST self-isolate (quarantine) when returning from a non-exempt country, or face fines which start at £1,000. Visit: https://t.co/wQuays1qsN [3/3]— Rt Hon Grant Shapps MP (@grantshapps) September 24, 2020 Nýgengni smita, það er fjöldi nýrra tilfella síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa, hefur rokið upp síðustu daga hér á landi og er nú um 83. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tjáði fréttastofu í gær að tölurnar færu víða hækkandi og Ísland myndi líklega lenda á rauðum listum þjóða. Strangari reglur muni því gilda um ferðamenn sem hafa verið hér. „Ég veit að Bretar hafa verið að spá í því og vafalaust einhverjar fleiri þjóðir,“ sagði Þórólfur. Innan við sólarhring síðar er Ísland komið á rauðan lista Breta og Dönum ráðlagt frá heimsóknum hingað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Danmörk Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Ísland er komið á rauðan lista breskra stjórnvalda. Frá og með klukkan fjögur að morgni laugardagsins 26. september þurfa ferðamenn frá Íslandi, Danmörku, Slóvakíu og Curacao að fara í fjórtán daga sóttkví. Yfirvöld í Danmörku ráða sömuleiðis Dönum frá því að ferðast til Íslands. Íslandi, Bretlandi, Írlandi og Slóveníu var bætt á lista Dana yfir lönd sem ekki er ráðlagt að ferðast til nema nauðsyn krefji. DR greinir frá. 1000 pund lágmarkssekt Grant Shapps, samgöngumálaráðherra Bretlands, greindi frá aðgerðum Breta á Twitter í dag. Hann vísaði til þess að ný gögn gerðu að verkum að grípa þyrfti til þessara aðgerða. Í tilkynningu á vef bresku ríkisstjórnarinnar kemur fram að rúmlega 900 prósenta aukning hafi verið í fjölda smitaðra hér á landi á viku tímabili. Ráðherrann minnir á að sektir við brotum á sóttkví eru að lágmarki eitt þúsund pund eða sem nemur um 177 þúsund krónum. Also please don't forget that you MUST self-isolate (quarantine) when returning from a non-exempt country, or face fines which start at £1,000. Visit: https://t.co/wQuays1qsN [3/3]— Rt Hon Grant Shapps MP (@grantshapps) September 24, 2020 Nýgengni smita, það er fjöldi nýrra tilfella síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa, hefur rokið upp síðustu daga hér á landi og er nú um 83. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tjáði fréttastofu í gær að tölurnar færu víða hækkandi og Ísland myndi líklega lenda á rauðum listum þjóða. Strangari reglur muni því gilda um ferðamenn sem hafa verið hér. „Ég veit að Bretar hafa verið að spá í því og vafalaust einhverjar fleiri þjóðir,“ sagði Þórólfur. Innan við sólarhring síðar er Ísland komið á rauðan lista Breta og Dönum ráðlagt frá heimsóknum hingað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Danmörk Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira