Fyrirsögn aldarinnar: „Samtök atvinnulífsins telja gott svigrúm til launahækkana almenns starfsfólks“ Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 24. september 2020 15:32 Nei þetta hefur þú aldrei lesið í fréttum. Þetta munt þú líklega aldrei lesa í fréttum. Aldrei nokkurntímann hafa atvinnurekendur sagt að það sé gott svigrúm til þess að hækka laun. Á góðæristímum þá eru blikur á lofti. Á þenslutímum er ætíð óvissa framundan og líkur á að eitthvað slæmt gerist ef laun verða hækkuð. Á krepputímum þá er ekki svigrúm til launahækkana. Á „venjulegum“ tímum er ekki svigrúm til launahækkana að mati fyrirtækjanna því það sé ekki nægt súrefni í atvinnulífinu (vantar þensluna). Við þekkjum þessar fyrirsagnir fulltrúa atvinnurekenda. Nýjasti frasinn hjá Samtökum atvinnulífsins, jafnvel með góðum stuðningi fyrrverandi starfsfólks samtakanna, er að nú séu ekki forsendur fyrir launahækkunum, það sé forsendubrestur. Hvaða forsendubrestur er það sem verið er að vísa í? Kjarasamningar voru gerðir fyrrihluta árs 2019 sem gilda til loka árs 2022. Samningarnir innihalda forsenduákvæði sem snúa að því að tryggja að kaupmáttur launa aukist, stýrivextir lækki verulega og að efndum stjórnvalda í tengslum við kjarasamningana. Þar er ekkert talað um svigrúm til launahækkana. Því er ekki forsendubrestur á þeim forsendum sem atvinnurekendur eru að blása út í tómið þessa dagana. Aldrei nokkurn tímann hefur SA krafist þess að banna ætti verðtrygginguna. Eru samtök atvinnulífsins núna að komast á þann stað að þau telji ástæðu til að banna verðtrygginguna? Ætli Samtök atvinnulífsins séu að komast á þann stað í skoðunum að það þurfi að fara að tryggja að verðmætunum verði skipt með réttlátum hætti í samfélaginu? Ég hlakka til að sjá fyrirsögnina sem hlýtur að blasa við fljótlega og gæti hljómað svo „Gott svigrúm er til launahækkana almenns launafólks að mati Samtaka atvinnulífsins“. Nei ég mun ekki halda niðri í mér andanum og bíða eftir því. Við þurfum að standa vörð um hagsmuni launafólks. Hagur fyrirtækjanna veltur alfarið á því hver fjárhagsleg staða launafólks er á þessum samdráttartímum. Með innlendri verslun og innlendri neyslu höldum við hjólunum gangandi. Höfundur er formaður RSÍ og 1. varaforseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kristján Þórður Snæbjarnarson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Nei þetta hefur þú aldrei lesið í fréttum. Þetta munt þú líklega aldrei lesa í fréttum. Aldrei nokkurntímann hafa atvinnurekendur sagt að það sé gott svigrúm til þess að hækka laun. Á góðæristímum þá eru blikur á lofti. Á þenslutímum er ætíð óvissa framundan og líkur á að eitthvað slæmt gerist ef laun verða hækkuð. Á krepputímum þá er ekki svigrúm til launahækkana. Á „venjulegum“ tímum er ekki svigrúm til launahækkana að mati fyrirtækjanna því það sé ekki nægt súrefni í atvinnulífinu (vantar þensluna). Við þekkjum þessar fyrirsagnir fulltrúa atvinnurekenda. Nýjasti frasinn hjá Samtökum atvinnulífsins, jafnvel með góðum stuðningi fyrrverandi starfsfólks samtakanna, er að nú séu ekki forsendur fyrir launahækkunum, það sé forsendubrestur. Hvaða forsendubrestur er það sem verið er að vísa í? Kjarasamningar voru gerðir fyrrihluta árs 2019 sem gilda til loka árs 2022. Samningarnir innihalda forsenduákvæði sem snúa að því að tryggja að kaupmáttur launa aukist, stýrivextir lækki verulega og að efndum stjórnvalda í tengslum við kjarasamningana. Þar er ekkert talað um svigrúm til launahækkana. Því er ekki forsendubrestur á þeim forsendum sem atvinnurekendur eru að blása út í tómið þessa dagana. Aldrei nokkurn tímann hefur SA krafist þess að banna ætti verðtrygginguna. Eru samtök atvinnulífsins núna að komast á þann stað að þau telji ástæðu til að banna verðtrygginguna? Ætli Samtök atvinnulífsins séu að komast á þann stað í skoðunum að það þurfi að fara að tryggja að verðmætunum verði skipt með réttlátum hætti í samfélaginu? Ég hlakka til að sjá fyrirsögnina sem hlýtur að blasa við fljótlega og gæti hljómað svo „Gott svigrúm er til launahækkana almenns launafólks að mati Samtaka atvinnulífsins“. Nei ég mun ekki halda niðri í mér andanum og bíða eftir því. Við þurfum að standa vörð um hagsmuni launafólks. Hagur fyrirtækjanna veltur alfarið á því hver fjárhagsleg staða launafólks er á þessum samdráttartímum. Með innlendri verslun og innlendri neyslu höldum við hjólunum gangandi. Höfundur er formaður RSÍ og 1. varaforseti ASÍ.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar