Frysting er eina vitið! Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 24. september 2020 15:01 „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“- Angela Merkel, kanslari Þýskalands Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í apríl 2019 eru nú til endurskoðunar. Verkalýðshreyfingin hefur þegar gefið það út, að hún muni fyrir sitt leyti, ekki segja samningnum upp, sem er skiljanleg afstaða þeim megin við borðið í ríkjandi ástandi. Ef hins vegar er litið til gagnaðila kjarasamninganna, atvinnurekenda, þá er alveg ljóst að allar forsendur til efnda eru algjörlega brostnar. Sá forsendubrestur er af stærðargráðu sem enginn hefði getað ímyndað sér við undirritun samninga fyrir 18 mánuðum. Grafalvarleg staða Við erum nú stödd í miðri heimskreppu, þeirri stærstu og dýpstu sem mælst hefur. Spár gera ráð fyrir því að samdráttur í hagkerfinu í ár verði um 8%. Vinnumálastofnun reiknar með að atvinnuleysi verði rúm 10% í október. Seðlabankinn reiknar með að atvinnuleysi aukist enn frekar. Þá sé mikil og raunveruleg hætta á að mörg fyrirtæki fari í greiðsluskjól eða gjaldþrot á næstu mánuðum. Íslenska krónan hefur veikst um 15% gagnvart evru frá því að faraldurinn hófst og hefði veikst miklu meira, hefði Seðlabankinn ekki gripið hraustlega inn í. Verðbólga hefur aukist og mældist í ágúst 3,2%. Hvernig sú þróun heldur áfram, ræðst meðal annars af gengisþróun og ekki hvað síst af framvindunni hvað Lífskjarasamninginn varðar. Fjármál sveitarfélaga eru í algjöru uppnámi, allar áætlanir ónýtar. Sveitarfélögin eru flest öll, ef ekki öll, rekin með halla. Þau kalla nú á aðstoð frá hriplekum ríkissjóði, sem einnig er rekinn með gríðarlegum halla, sem nemur rúmum milljarði króna á dag á þessu ári. Horfur fyrir fjármálastöðugleika hafa snarversnað frá því í júlí. Stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar er lömuð, starfsfólk hennar að stærstum hluta farið heim eða á heimleið. Fleiri atvinnugreinar munu fylgja í kjölfarið, ef faraldurinn dregst á langinn. Hnallþóran orðin að smáköku Á mannamáli: Verðmætasköpun í landinu hefur dregist saman um hundruð milljarða. Kakan sem er til skiptanna hefur skroppið saman. Verðmætahnallþóran er orðin að smáköku. Launahækkanir byggja á verðmætasköpun fyrirtækjanna í landinu, tekjur ríkis og sveitarfélaga byggja á skatttekjum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þau gæði sem samið var um að skipta með Lífskjarasamningunum eru ekki lengur til og því engin innistæða fyrir launahækkunum. Út frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar er allt tal um launahækkanir á næstu misserum í besta falli hlægilegt. Í versta falli sturluð útópía. Þar berjast fyrirtækin nú fyrir lífi sínu - með blóði, svita og tárum. Launahækkanir munu seinka endurreisn ferðaþjónustunnar, sem flestir eru nú að gera sér grein fyrir að hefur gríðarleg efnahagsleg áhrif. Launahækkanir munu ekki einungis seinka endurráðningum starfsfólks, þegar rofa fer til, heldur einnig gulltryggja að færri fái atvinnu á ný, þegar endurreisnin hefst. Launahækkanir munu ekki draga úr atvinnuleysi, heldur þvert á móti. Launahækkanir munu hafa neikvæð áhrif á verðbólguþróun. Launahækkanir eru einfaldlega fáránleg hugmynd við þær aðstæður sem nú ríkja. Erum öll á sama báti Því skyldi maður ætla að aðilar vinnumarkaðarins - atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin og hið opinbera - legðu nú ríka áherslu á tala saman og að ná saman um skynsamlega lausn á þeim gríðarlega vanda sem við er að etja. Þar þurfa allir að leggja sitt af mörkum og vera tilbúnir til að fara út fyrir hinn venjulega ramma - enda eru allir rammar mölbrotnir. Margir hafa bent á það að eina vitið í stöðunni, sé að frysta launahækkanir í 12-18 mánuði og því er ég hjartanlega sammála. Frysting launahækkana yrði að sjálfsögðu að ná einnig til opinbera markaðarins, enda vandséð að opinberi geirinn geti frekar staðið undir launahækkunum en einkageirinn. Nú er neyðarástand, þar sem„skjálfa skorðuð fjöllin“og því þurfa allir að standa undir ábyrgð og taka höndum saman. Nú þurfa sömuleiðis allir að hefja sig yfir hugmyndafræðilegt og pólítískt argaþras og gera það sem er best fyrir heildina. Nú er eftirspurn eftir skynsemi, hugrekki og fumlausum ákvörðunum sem aldrei áður. Við erum jú öll á sama báti. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
„Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“- Angela Merkel, kanslari Þýskalands Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í apríl 2019 eru nú til endurskoðunar. Verkalýðshreyfingin hefur þegar gefið það út, að hún muni fyrir sitt leyti, ekki segja samningnum upp, sem er skiljanleg afstaða þeim megin við borðið í ríkjandi ástandi. Ef hins vegar er litið til gagnaðila kjarasamninganna, atvinnurekenda, þá er alveg ljóst að allar forsendur til efnda eru algjörlega brostnar. Sá forsendubrestur er af stærðargráðu sem enginn hefði getað ímyndað sér við undirritun samninga fyrir 18 mánuðum. Grafalvarleg staða Við erum nú stödd í miðri heimskreppu, þeirri stærstu og dýpstu sem mælst hefur. Spár gera ráð fyrir því að samdráttur í hagkerfinu í ár verði um 8%. Vinnumálastofnun reiknar með að atvinnuleysi verði rúm 10% í október. Seðlabankinn reiknar með að atvinnuleysi aukist enn frekar. Þá sé mikil og raunveruleg hætta á að mörg fyrirtæki fari í greiðsluskjól eða gjaldþrot á næstu mánuðum. Íslenska krónan hefur veikst um 15% gagnvart evru frá því að faraldurinn hófst og hefði veikst miklu meira, hefði Seðlabankinn ekki gripið hraustlega inn í. Verðbólga hefur aukist og mældist í ágúst 3,2%. Hvernig sú þróun heldur áfram, ræðst meðal annars af gengisþróun og ekki hvað síst af framvindunni hvað Lífskjarasamninginn varðar. Fjármál sveitarfélaga eru í algjöru uppnámi, allar áætlanir ónýtar. Sveitarfélögin eru flest öll, ef ekki öll, rekin með halla. Þau kalla nú á aðstoð frá hriplekum ríkissjóði, sem einnig er rekinn með gríðarlegum halla, sem nemur rúmum milljarði króna á dag á þessu ári. Horfur fyrir fjármálastöðugleika hafa snarversnað frá því í júlí. Stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar er lömuð, starfsfólk hennar að stærstum hluta farið heim eða á heimleið. Fleiri atvinnugreinar munu fylgja í kjölfarið, ef faraldurinn dregst á langinn. Hnallþóran orðin að smáköku Á mannamáli: Verðmætasköpun í landinu hefur dregist saman um hundruð milljarða. Kakan sem er til skiptanna hefur skroppið saman. Verðmætahnallþóran er orðin að smáköku. Launahækkanir byggja á verðmætasköpun fyrirtækjanna í landinu, tekjur ríkis og sveitarfélaga byggja á skatttekjum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þau gæði sem samið var um að skipta með Lífskjarasamningunum eru ekki lengur til og því engin innistæða fyrir launahækkunum. Út frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar er allt tal um launahækkanir á næstu misserum í besta falli hlægilegt. Í versta falli sturluð útópía. Þar berjast fyrirtækin nú fyrir lífi sínu - með blóði, svita og tárum. Launahækkanir munu seinka endurreisn ferðaþjónustunnar, sem flestir eru nú að gera sér grein fyrir að hefur gríðarleg efnahagsleg áhrif. Launahækkanir munu ekki einungis seinka endurráðningum starfsfólks, þegar rofa fer til, heldur einnig gulltryggja að færri fái atvinnu á ný, þegar endurreisnin hefst. Launahækkanir munu ekki draga úr atvinnuleysi, heldur þvert á móti. Launahækkanir munu hafa neikvæð áhrif á verðbólguþróun. Launahækkanir eru einfaldlega fáránleg hugmynd við þær aðstæður sem nú ríkja. Erum öll á sama báti Því skyldi maður ætla að aðilar vinnumarkaðarins - atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin og hið opinbera - legðu nú ríka áherslu á tala saman og að ná saman um skynsamlega lausn á þeim gríðarlega vanda sem við er að etja. Þar þurfa allir að leggja sitt af mörkum og vera tilbúnir til að fara út fyrir hinn venjulega ramma - enda eru allir rammar mölbrotnir. Margir hafa bent á það að eina vitið í stöðunni, sé að frysta launahækkanir í 12-18 mánuði og því er ég hjartanlega sammála. Frysting launahækkana yrði að sjálfsögðu að ná einnig til opinbera markaðarins, enda vandséð að opinberi geirinn geti frekar staðið undir launahækkunum en einkageirinn. Nú er neyðarástand, þar sem„skjálfa skorðuð fjöllin“og því þurfa allir að standa undir ábyrgð og taka höndum saman. Nú þurfa sömuleiðis allir að hefja sig yfir hugmyndafræðilegt og pólítískt argaþras og gera það sem er best fyrir heildina. Nú er eftirspurn eftir skynsemi, hugrekki og fumlausum ákvörðunum sem aldrei áður. Við erum jú öll á sama báti. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun