Ekki auðveld ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2020 12:04 Um 200 hjólhýsi eru á svæðinu en þau eiga öll að vera farin að tveimur árum liðnum. Vísir/Vilhelm Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri í Bláskógabyggð, segir það ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni. Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. Lokunin fer þannig fram að þeir samningar sem nú eru í gildi renna út og verða ekki endurnýjaðir. Að sögn Ástu verða allir samningar runnir út að tveimur árum liðnum og þá verða allir hjólhýsaeigendur að vera farnir með sitt af svæðinu. Ekki liggur fyrir hvað gert verður á svæðinu þegar hjólhýsin verða öll farin. Ásta ræddi lokunina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar benti hún á að búið væri að byggja mikið upp á svæðinu; til dæmis skúra og palla og klæða og einangra fortjöld og setja á þau grind. „Þannig að þetta er mikið af mannvirkjum og eins og lagaramminn er á Íslandi í dag þá er ekki gert ráð fyrir svona starfsemi þar. Í rauninni er það þannig að þetta fyrirkomulag sem er þarna, þar sem hjólhýsi standa allt árið, það er byggingarleyfisskylt,“ segir Ásta. Ekki sé hægt að fá byggingarleyfi fyrir hjólhýsi eða stöðuhýsi vegna þeirra efna sem þau eru búin til úr en efnin eru mjög eldfim. Sveitarstjórn hafi borist ábendingar frá eftirlitsaðilum vegna eldhættu á svæðinu enda segir Ásta að það hafi orðið eldsvoðar nánast á hverju ári undanfarin ár. Sveitarstjórnin hafi því metið það sem svo að þeim væri ekki annað fært en að taka á þessu. „Það er hreinlega ekki hægt að taka ábyrgð á því að þessi öryggismál séu í svona miklum ólestri,“ segir hún. Aðspurð segir hún það ekki mikið tekjutap fyrir sveitarfélagið þótt svæðinu verði lokað. Þó megi tala um óbeint tekjutap í því samhengi. „„Þetta var ekki auðveld ákvörðun því þetta er auðvitað tekjutap fyrir rekstraraðilana sem hafa séð um þetta. Þeir hafa reyndar ekki verið á launaskrá hjá sveitarfélaginu, þeir hafa bara haft tekjur af því að leigja þessa reiti, fengið greiðslur frá þeim sem eru þarna með reiti. Svo hefur auðvitað það fólk sem er þarna verið að nýta ýmsa þjónustu í sveitarfélaginu. Það eru 200 hús þarna og þarna eru kannski 600 manns á góðum degi. Fólk fer og kaupir sér ís og fer á veitingastað og í sund og svona. Þannig að vissulega þannig er það óbeint tekjutap fyrir sveitarfélagið,“ segir Ásta. Viðtalið við hana má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Bláskógabyggð Skipulag Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Ætla að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að rekstri hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn verði hætt. 17. september 2020 21:42 Eldur í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni Eldur kom upp rétt fyrir klukkan 10 í morgun í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. 23. október 2019 10:20 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri í Bláskógabyggð, segir það ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni. Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. Lokunin fer þannig fram að þeir samningar sem nú eru í gildi renna út og verða ekki endurnýjaðir. Að sögn Ástu verða allir samningar runnir út að tveimur árum liðnum og þá verða allir hjólhýsaeigendur að vera farnir með sitt af svæðinu. Ekki liggur fyrir hvað gert verður á svæðinu þegar hjólhýsin verða öll farin. Ásta ræddi lokunina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar benti hún á að búið væri að byggja mikið upp á svæðinu; til dæmis skúra og palla og klæða og einangra fortjöld og setja á þau grind. „Þannig að þetta er mikið af mannvirkjum og eins og lagaramminn er á Íslandi í dag þá er ekki gert ráð fyrir svona starfsemi þar. Í rauninni er það þannig að þetta fyrirkomulag sem er þarna, þar sem hjólhýsi standa allt árið, það er byggingarleyfisskylt,“ segir Ásta. Ekki sé hægt að fá byggingarleyfi fyrir hjólhýsi eða stöðuhýsi vegna þeirra efna sem þau eru búin til úr en efnin eru mjög eldfim. Sveitarstjórn hafi borist ábendingar frá eftirlitsaðilum vegna eldhættu á svæðinu enda segir Ásta að það hafi orðið eldsvoðar nánast á hverju ári undanfarin ár. Sveitarstjórnin hafi því metið það sem svo að þeim væri ekki annað fært en að taka á þessu. „Það er hreinlega ekki hægt að taka ábyrgð á því að þessi öryggismál séu í svona miklum ólestri,“ segir hún. Aðspurð segir hún það ekki mikið tekjutap fyrir sveitarfélagið þótt svæðinu verði lokað. Þó megi tala um óbeint tekjutap í því samhengi. „„Þetta var ekki auðveld ákvörðun því þetta er auðvitað tekjutap fyrir rekstraraðilana sem hafa séð um þetta. Þeir hafa reyndar ekki verið á launaskrá hjá sveitarfélaginu, þeir hafa bara haft tekjur af því að leigja þessa reiti, fengið greiðslur frá þeim sem eru þarna með reiti. Svo hefur auðvitað það fólk sem er þarna verið að nýta ýmsa þjónustu í sveitarfélaginu. Það eru 200 hús þarna og þarna eru kannski 600 manns á góðum degi. Fólk fer og kaupir sér ís og fer á veitingastað og í sund og svona. Þannig að vissulega þannig er það óbeint tekjutap fyrir sveitarfélagið,“ segir Ásta. Viðtalið við hana má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Bláskógabyggð Skipulag Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Ætla að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að rekstri hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn verði hætt. 17. september 2020 21:42 Eldur í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni Eldur kom upp rétt fyrir klukkan 10 í morgun í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. 23. október 2019 10:20 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Ætla að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að rekstri hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn verði hætt. 17. september 2020 21:42
Eldur í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni Eldur kom upp rétt fyrir klukkan 10 í morgun í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. 23. október 2019 10:20