Uncle Ben‘s breytir um nafn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2020 07:56 Íslendingar þekkja Uncle Ben's-hrísgrjónin vel en nú munu þau heita Ben's Original. Chesnot/Getty Bandaríski matvælaframleiðandinn Mars, Inc. hyggst skipta um nafn á einu þekktasta vörumerki fyrirtækisins, Uncle Ben‘s. Ákvörðunin kemur í kjölfar gagnrýni á sjötíu ára gamalt vörumerki fyrirtækisins sem sýnir mynd af svörtum bónda. Myndin þykir ýta undir staðalímyndir svartra. Íslendingar þekkja Uncle Ben‘s-hrísgrjónin og önnur matvæli með þessu nafni vel en nýja nafnið verður Ben‘s Original. Nýjar umbúðir með nýju nafni koma í verslanir á næsta ári. Stjórnendur Mars Inc. segjast skilja misréttið sem fólk tengi við gamla nafnið og vörumerkið. Það hefur verið til skoðunar frá því í sumar að breyta um nafn og mynd. Nú er nafnið komið en enn á eftir að finna nýja mynd. Mars er eitt nokkurra matvælafyrirtækja sem undanfarið hafa ákveðið að breyta vörumerkjum sem þykja ýta undir kynþáttafordóma. Breytingarnar eru tengdar við mótmælin sem verið að hafa í Bandaríkjunum síðustu mánuði undir merkjum Black Lives Matter. Þannig tilkynnti matvælaframleiðandinn Quaker í júní að hann ætlaði að breyta um nafn og mynd á Aunt Jemima-pönnukökunum og sýrópinu. Vörumerkið er 130 ára gamalt og sýnir svarta konu sem upphaflega var klædd eins og farandsöngkona. Bandaríkin Black Lives Matter Matur Kynþáttafordómar Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bandaríski matvælaframleiðandinn Mars, Inc. hyggst skipta um nafn á einu þekktasta vörumerki fyrirtækisins, Uncle Ben‘s. Ákvörðunin kemur í kjölfar gagnrýni á sjötíu ára gamalt vörumerki fyrirtækisins sem sýnir mynd af svörtum bónda. Myndin þykir ýta undir staðalímyndir svartra. Íslendingar þekkja Uncle Ben‘s-hrísgrjónin og önnur matvæli með þessu nafni vel en nýja nafnið verður Ben‘s Original. Nýjar umbúðir með nýju nafni koma í verslanir á næsta ári. Stjórnendur Mars Inc. segjast skilja misréttið sem fólk tengi við gamla nafnið og vörumerkið. Það hefur verið til skoðunar frá því í sumar að breyta um nafn og mynd. Nú er nafnið komið en enn á eftir að finna nýja mynd. Mars er eitt nokkurra matvælafyrirtækja sem undanfarið hafa ákveðið að breyta vörumerkjum sem þykja ýta undir kynþáttafordóma. Breytingarnar eru tengdar við mótmælin sem verið að hafa í Bandaríkjunum síðustu mánuði undir merkjum Black Lives Matter. Þannig tilkynnti matvælaframleiðandinn Quaker í júní að hann ætlaði að breyta um nafn og mynd á Aunt Jemima-pönnukökunum og sýrópinu. Vörumerkið er 130 ára gamalt og sýnir svarta konu sem upphaflega var klædd eins og farandsöngkona.
Bandaríkin Black Lives Matter Matur Kynþáttafordómar Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira