Ragnheiður Elín þarf ekki að fella aspirnar á Arnarnesi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2020 18:42 Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á kröfur nágrannanna. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Ragnheiði Elínu Clausen, fyrrverandi fréttaþulu til margra ára, í máli sem nágrannar hennar á Arnarnesi í Garðabæ höfðuðu gegn henni vegna tveggja stórra aspa og annars gróðurs á lóð hennar, sem þau telja skerða útsýni úr fasteign sinni. Kröfu þeirra Egils Þórs Ragnarssonar og Ásu Bjarkar Sigurðardóttur Ottesen, um að trjágróðri verði viðhaldið í þeirri hæð sem ákvörðuð yrði samkvæmt dómi, var jafnframt vísað frá en Ragnheiður Elín var sýknuð af bæði aðal- og varakröfum nágrannanna. Henni verður aftur á móti skylt að klippa og fjarlægja trjágróður sem vaxið hefur yfir lóðamörk frá fasteign hennar og inn á lóð þeirra innan þriggja mánaða. Ragnheiður Elín var jafnframt sýknuð af kröfu þeirra um að fjarlægja rætur sem vaxið hafa yfir lóðamörk og ber nágrönnunum að greiða henni 800 þúsund krónur í málskostnað. Að því er fram kemur í dómi héraðsdóms sem birtur var í dag kröfðust nágrannar Ragnheiðar Elínar þess að hún yrði dæmd til að klippa allan trjágróður, hvaða nöfnum sem hann nefnist, á lóð hennar innan við 4 metra frá lóðamörkum fasteignar þeirra í Þrastarnesi í Garðabæ og fasteignar Ragnheiðar í Haukanesi, í að hámarki 1,8 metra hæð að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 50 þúsund krónur á dag. Til vara var þess krafist að Ragnheiður Elín yrði dæmd til að klippa allan trjágróður á lóð sinni við lóðamörk fasteignar nágrannanna. Þá var þess meðal annars krafist að hún yrði dæmd til að klippa og fjarlægja trjágróður og rætur sem vaxið hafa yfir lóðamörk frá fasteign hennar og inn á lóð nágrannanna. Gróðurinn skerði útsýni yfir Esjuna og Snæfellsnes Í dómnum kemur fram að nágrannarnir hafi lýst því sem svo að ein af ástæðunum fyrir því að þau hafi ákveðið að festa kaup á fasteign sinni í Þrastarnesi árið 2017 hafi verið útsýni í átt til Esjunnar og út á Snæfellsnes. Þau hafi orðið þess áskynja þegar gróður tók að laufgast að trén byrgðu verulega útsýnið. Þau hafi rætt við Ragnheiði Elínu um að snyrta gróðurinn en án árangurs. Þau hafi lýst sig reiðubúin til að vinna verkið á sinn kostnað en hún hafi ekki veitt samþykki fyrir því. Ragnheiður Elín byggði sýknikröfu sína meðal annars á því að hún hafi heimild til að nýta fasteign sína með eðlilegum hætti, hún eigi eignarrétt að fasteigninni sem varinn sé af stjórnarskrá og að það teljist ekki til verulegra óþæginda í skilningi nábýlisréttar að útsýni sé skert. Nágrannar hennar hafi mátt vita að hverju þau gengu við kaup á húsinu og að enginn nágranni hafi áður kvartað yfir umræddum trjágróðri „og sé því um að ræða sérstaka viðkvæmni stefnenda sem ekki beri að taka tillit til samkvæmt því sem almennt sé viðurkennt í nábýlisrétti,“ líkt og segir í dómnum. Álit tveggja skrúðgarðyrkjumeistara voru meðal gagna í málinu. Egill og Ása vísuðu til þess að fasteign þeirra sé á besta stað á Arnarnesinu. Um sé að ræða dýrt hverfi og stafi það meðal annars af „því frábæra útsýni sem þaðan sé.“ Á þessar röksemdir sem og aðrar þær sem þau báru fram féllst dómurinn ekki og Ragnheiður Elín því sýknuð af aðal- og varakröfum nágrannanna eða þeim vísað frá. Líkt og áður segir verður henni aftur á móti gert að klippa og fjarlægja gróður sem vaxið hefur yfir lóðamörk frá fasteign hennar og inn á lóð fasteignar nágrannanna innan þriggja mánaða, ellegar sæta dagsektum að fjárhæð 30.000 krónur á dag. Dómsmál Garðabær Garðyrkja Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Ragnheiði Elínu Clausen, fyrrverandi fréttaþulu til margra ára, í máli sem nágrannar hennar á Arnarnesi í Garðabæ höfðuðu gegn henni vegna tveggja stórra aspa og annars gróðurs á lóð hennar, sem þau telja skerða útsýni úr fasteign sinni. Kröfu þeirra Egils Þórs Ragnarssonar og Ásu Bjarkar Sigurðardóttur Ottesen, um að trjágróðri verði viðhaldið í þeirri hæð sem ákvörðuð yrði samkvæmt dómi, var jafnframt vísað frá en Ragnheiður Elín var sýknuð af bæði aðal- og varakröfum nágrannanna. Henni verður aftur á móti skylt að klippa og fjarlægja trjágróður sem vaxið hefur yfir lóðamörk frá fasteign hennar og inn á lóð þeirra innan þriggja mánaða. Ragnheiður Elín var jafnframt sýknuð af kröfu þeirra um að fjarlægja rætur sem vaxið hafa yfir lóðamörk og ber nágrönnunum að greiða henni 800 þúsund krónur í málskostnað. Að því er fram kemur í dómi héraðsdóms sem birtur var í dag kröfðust nágrannar Ragnheiðar Elínar þess að hún yrði dæmd til að klippa allan trjágróður, hvaða nöfnum sem hann nefnist, á lóð hennar innan við 4 metra frá lóðamörkum fasteignar þeirra í Þrastarnesi í Garðabæ og fasteignar Ragnheiðar í Haukanesi, í að hámarki 1,8 metra hæð að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 50 þúsund krónur á dag. Til vara var þess krafist að Ragnheiður Elín yrði dæmd til að klippa allan trjágróður á lóð sinni við lóðamörk fasteignar nágrannanna. Þá var þess meðal annars krafist að hún yrði dæmd til að klippa og fjarlægja trjágróður og rætur sem vaxið hafa yfir lóðamörk frá fasteign hennar og inn á lóð nágrannanna. Gróðurinn skerði útsýni yfir Esjuna og Snæfellsnes Í dómnum kemur fram að nágrannarnir hafi lýst því sem svo að ein af ástæðunum fyrir því að þau hafi ákveðið að festa kaup á fasteign sinni í Þrastarnesi árið 2017 hafi verið útsýni í átt til Esjunnar og út á Snæfellsnes. Þau hafi orðið þess áskynja þegar gróður tók að laufgast að trén byrgðu verulega útsýnið. Þau hafi rætt við Ragnheiði Elínu um að snyrta gróðurinn en án árangurs. Þau hafi lýst sig reiðubúin til að vinna verkið á sinn kostnað en hún hafi ekki veitt samþykki fyrir því. Ragnheiður Elín byggði sýknikröfu sína meðal annars á því að hún hafi heimild til að nýta fasteign sína með eðlilegum hætti, hún eigi eignarrétt að fasteigninni sem varinn sé af stjórnarskrá og að það teljist ekki til verulegra óþæginda í skilningi nábýlisréttar að útsýni sé skert. Nágrannar hennar hafi mátt vita að hverju þau gengu við kaup á húsinu og að enginn nágranni hafi áður kvartað yfir umræddum trjágróðri „og sé því um að ræða sérstaka viðkvæmni stefnenda sem ekki beri að taka tillit til samkvæmt því sem almennt sé viðurkennt í nábýlisrétti,“ líkt og segir í dómnum. Álit tveggja skrúðgarðyrkjumeistara voru meðal gagna í málinu. Egill og Ása vísuðu til þess að fasteign þeirra sé á besta stað á Arnarnesinu. Um sé að ræða dýrt hverfi og stafi það meðal annars af „því frábæra útsýni sem þaðan sé.“ Á þessar röksemdir sem og aðrar þær sem þau báru fram féllst dómurinn ekki og Ragnheiður Elín því sýknuð af aðal- og varakröfum nágrannanna eða þeim vísað frá. Líkt og áður segir verður henni aftur á móti gert að klippa og fjarlægja gróður sem vaxið hefur yfir lóðamörk frá fasteign hennar og inn á lóð fasteignar nágrannanna innan þriggja mánaða, ellegar sæta dagsektum að fjárhæð 30.000 krónur á dag.
Dómsmál Garðabær Garðyrkja Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum