Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2020 12:39 Sex flokkar í bæjarstjórn Akureyrar mynduðu nýja samstjórn flokkanna í bæjarstjórn í gær til að glíma sameiginlega við þann vanda sem blasir við bænum vegna kórónufaraldursins. Mynd/Ragnar Hólm Ragnarsson Akureyrarbær verður af hundruðum milljóna framlögum úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári vegna tekjufalls bæjarins en framlögin miðast meðal annars við útsvarstekjur bæjarfélaga. Milljarða halli verður á rekstri Akureyrarbæjar á þessu ári að óbreyttu. Tekjur sveitarfélaganna hafa dregist mikið saman á fyrri hluta ársins og búist við að staða þeirri versni enn á síðari hlutanum. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins í nýrri samstjórn allra flokka íbæjarstjórn Akureyrar segir stefna í verulegan halla á rekstri bæjarins á þessu ári. Útlit sé fyrir halla upp á allt að 3,5 milljarða á aðalsjóði og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarins. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins segir samstjórn flokkanna ætlað að taka eins manneskjulega og hægt sé á því að fækka starfsmönnum bæjarins.Mynd/Akureyrarbær „Og það er staða sem er gersamlega óviðunandi. Veltufé frá rekstri stefnir í að verða ekki neitt. Þetta stafar fyrst og fremst af kostnaðaraukum vegna meðal annars launahækkana og tekjufalls. Jöfnunarsjóður hefur þarna töluvert að segja því við erum að fá úr honum vegna málefna fatlaðra og fleiri þátta,“segir Gunnar. Bærinn geti ekki komið sér undan því að bregðast mjög ákveðið við þessari stöðu. Þannig segir í samstarfsyfirlýsingu flokkanna sex sem mynduðu samstjórn í bæjarstjórn Akureyrar í gær að hægja verði á eða fresta ýmsum ólögboðnum verkefnum bæjarins til næstu fimm ára sem þýði fækkun starfa hjá bænum. „Við erum að vinna í því og greina það hvernig við getum gert þetta á eins manneskjulegan hátt og hægt er. Það stendur ekki til að fara í einhverjar drastískar aðgerðir en við munum klárlega á næstu árum fara í hægar en markvissar aðgerðir,“segir Gunnar. Framlög til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lækka vegna þess að þau séu hlutfall af útsvarstekjum svitarfélaga með ákveðnu hlutfallslegu mótframlagi frá ríkinu. Hjá Akureyrarbæ skiptir lækkun framlaga úr sjóðnum hundruðum milljóna að sögn Gunnars. Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar segir markmiðið flokkanna að koma rekstri bæjarins í sjálfbært horf á næstu fimm árum. „En við erum blessunarlega ekki mjög skuldugt sveitarfélag. Þannig að við getum alveg tekið á okkur högg. Við teljum hins vegar að það sé ekki eftir neinu að bíða og við þurfum að snúa rekstrinum við,“ segir Halla Björk. Akureyri Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bæjarfulltrúar á Akureyri ætla að lækka launin sín Bæjarfulltrúar sameinaðs meirihluta allara flokka í bæjarstjórn Akureyrar segja nauðsynlegt að ná fram mikilli hagræðingu í rekstri bæjarins. Þá þurfi að endurskoða öll verkefni sem ekki séu lögbundin. 22. september 2020 19:21 Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27 Kynna breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Akureyrar Bæjarstjórn Akureyrar hefur boðað til blaðamannafundar í Hofi klukkan 12 í dag þar sem kynna á breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn. 22. september 2020 09:42 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Akureyrarbær verður af hundruðum milljóna framlögum úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári vegna tekjufalls bæjarins en framlögin miðast meðal annars við útsvarstekjur bæjarfélaga. Milljarða halli verður á rekstri Akureyrarbæjar á þessu ári að óbreyttu. Tekjur sveitarfélaganna hafa dregist mikið saman á fyrri hluta ársins og búist við að staða þeirri versni enn á síðari hlutanum. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins í nýrri samstjórn allra flokka íbæjarstjórn Akureyrar segir stefna í verulegan halla á rekstri bæjarins á þessu ári. Útlit sé fyrir halla upp á allt að 3,5 milljarða á aðalsjóði og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarins. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins segir samstjórn flokkanna ætlað að taka eins manneskjulega og hægt sé á því að fækka starfsmönnum bæjarins.Mynd/Akureyrarbær „Og það er staða sem er gersamlega óviðunandi. Veltufé frá rekstri stefnir í að verða ekki neitt. Þetta stafar fyrst og fremst af kostnaðaraukum vegna meðal annars launahækkana og tekjufalls. Jöfnunarsjóður hefur þarna töluvert að segja því við erum að fá úr honum vegna málefna fatlaðra og fleiri þátta,“segir Gunnar. Bærinn geti ekki komið sér undan því að bregðast mjög ákveðið við þessari stöðu. Þannig segir í samstarfsyfirlýsingu flokkanna sex sem mynduðu samstjórn í bæjarstjórn Akureyrar í gær að hægja verði á eða fresta ýmsum ólögboðnum verkefnum bæjarins til næstu fimm ára sem þýði fækkun starfa hjá bænum. „Við erum að vinna í því og greina það hvernig við getum gert þetta á eins manneskjulegan hátt og hægt er. Það stendur ekki til að fara í einhverjar drastískar aðgerðir en við munum klárlega á næstu árum fara í hægar en markvissar aðgerðir,“segir Gunnar. Framlög til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lækka vegna þess að þau séu hlutfall af útsvarstekjum svitarfélaga með ákveðnu hlutfallslegu mótframlagi frá ríkinu. Hjá Akureyrarbæ skiptir lækkun framlaga úr sjóðnum hundruðum milljóna að sögn Gunnars. Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar segir markmiðið flokkanna að koma rekstri bæjarins í sjálfbært horf á næstu fimm árum. „En við erum blessunarlega ekki mjög skuldugt sveitarfélag. Þannig að við getum alveg tekið á okkur högg. Við teljum hins vegar að það sé ekki eftir neinu að bíða og við þurfum að snúa rekstrinum við,“ segir Halla Björk.
Akureyri Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bæjarfulltrúar á Akureyri ætla að lækka launin sín Bæjarfulltrúar sameinaðs meirihluta allara flokka í bæjarstjórn Akureyrar segja nauðsynlegt að ná fram mikilli hagræðingu í rekstri bæjarins. Þá þurfi að endurskoða öll verkefni sem ekki séu lögbundin. 22. september 2020 19:21 Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27 Kynna breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Akureyrar Bæjarstjórn Akureyrar hefur boðað til blaðamannafundar í Hofi klukkan 12 í dag þar sem kynna á breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn. 22. september 2020 09:42 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Bæjarfulltrúar á Akureyri ætla að lækka launin sín Bæjarfulltrúar sameinaðs meirihluta allara flokka í bæjarstjórn Akureyrar segja nauðsynlegt að ná fram mikilli hagræðingu í rekstri bæjarins. Þá þurfi að endurskoða öll verkefni sem ekki séu lögbundin. 22. september 2020 19:21
Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27
Kynna breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Akureyrar Bæjarstjórn Akureyrar hefur boðað til blaðamannafundar í Hofi klukkan 12 í dag þar sem kynna á breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn. 22. september 2020 09:42
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent