Baráttan við faraldurinn langdregnari en vonir voru bundnar við Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2020 09:02 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands telur stóru viðskiptabankana þrjá, Íslandsbanka, Landsbankann og Arion banka, búa yfir miklum viðnámsþrótti til að takast á við afleiðingar kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu nefndarinnar sem birt var nú laust fyrir klukkan 9 en samhliða kemur út rit bankans um fjármálastöðugleika. Í yfirlýsingunni segir að baráttan við farsóttina sé langdregnari en vonir voru bundnar við. Það auki óvissu og hafi neikvæð áhrif á útlánasöfn fjármálafyrirtækja. Því sé mikilvægt að fjármálafyrirtæki vinni markvisst að endurskipulagningu útlána og nýti það svigrúm sem aðgerðir Seðlabankans og stjórnvalda hafi skapað til að styðja við heimili og fyrirtæki: „Eiginfjár- og lausafjárstaða stóru bankanna þriggja er sterk. Aðgerðir Seðlabankans hafa rýmkað verulega aðgengi þeirra að lausu fé og vaxtaálag á erlendum lánsfjármörkuðum hefur lækkað. Bankarnir hafa því greiðan aðgang að lausu fé bæði í krónum og erlendum gjaldmiðlum. Þeir eiga því að búa yfir miklum viðnámsþrótti til að takast á við afleiðingar farsóttarinnar,“ segir í yfirlýsingunni. Þá skapi lágvaxtaumhverfi nýjar áskoranir fyrir starfsemi lífeyrissjóða og fjármálafyrirtækja. Lífeyrissjóðir séu ráðandi þátttakendur á innlendum fjármálamarkaði og því sé þörf á að skoða frekar umgjörð og áhættu tengda þeim. „Fjármálastöðugleikanefnd skal ársfjórðungslega ákveða gildi á sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki. Í samræmi við yfirlýsingu nefndarinnar frá 18. mars sl. hefur nefndin ákveðið að halda aukanum óbreyttum næstu 6 mánuði,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir jafnframt að slökun á taumhaldi peningastefnunnar hafi stutt við fjármálastöðugleika við núverandi aðstæður. Nefndin ítrekar að hún sé reiðubúin að beita þeim tækjum sem hún hafi yfir að ráð til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi. Fréttin hefur verið uppfærð. Seðlabankinn Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands telur stóru viðskiptabankana þrjá, Íslandsbanka, Landsbankann og Arion banka, búa yfir miklum viðnámsþrótti til að takast á við afleiðingar kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu nefndarinnar sem birt var nú laust fyrir klukkan 9 en samhliða kemur út rit bankans um fjármálastöðugleika. Í yfirlýsingunni segir að baráttan við farsóttina sé langdregnari en vonir voru bundnar við. Það auki óvissu og hafi neikvæð áhrif á útlánasöfn fjármálafyrirtækja. Því sé mikilvægt að fjármálafyrirtæki vinni markvisst að endurskipulagningu útlána og nýti það svigrúm sem aðgerðir Seðlabankans og stjórnvalda hafi skapað til að styðja við heimili og fyrirtæki: „Eiginfjár- og lausafjárstaða stóru bankanna þriggja er sterk. Aðgerðir Seðlabankans hafa rýmkað verulega aðgengi þeirra að lausu fé og vaxtaálag á erlendum lánsfjármörkuðum hefur lækkað. Bankarnir hafa því greiðan aðgang að lausu fé bæði í krónum og erlendum gjaldmiðlum. Þeir eiga því að búa yfir miklum viðnámsþrótti til að takast á við afleiðingar farsóttarinnar,“ segir í yfirlýsingunni. Þá skapi lágvaxtaumhverfi nýjar áskoranir fyrir starfsemi lífeyrissjóða og fjármálafyrirtækja. Lífeyrissjóðir séu ráðandi þátttakendur á innlendum fjármálamarkaði og því sé þörf á að skoða frekar umgjörð og áhættu tengda þeim. „Fjármálastöðugleikanefnd skal ársfjórðungslega ákveða gildi á sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki. Í samræmi við yfirlýsingu nefndarinnar frá 18. mars sl. hefur nefndin ákveðið að halda aukanum óbreyttum næstu 6 mánuði,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir jafnframt að slökun á taumhaldi peningastefnunnar hafi stutt við fjármálastöðugleika við núverandi aðstæður. Nefndin ítrekar að hún sé reiðubúin að beita þeim tækjum sem hún hafi yfir að ráð til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Seðlabankinn Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira