Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar: Flestar standast ekki skoðun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2020 18:05 Kehdr-fjölskyldan hefur verið í felum síðustu daga. Stöð 2/Skjáskot Lögreglu hefur borist tugir ábendinga um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem til stendur að vísa úr landi og hefur nokkrum verið fylgt eftir. Talið er öruggt að einhver sé að aðstoða fólkið. Stoðdeild ríkislögreglustjóra óskaði í gær eftir upplýsingum um ferðir og dvalarstað Kehdr-fjölskyldunnar frá Egyptalandi sem vísa átti úr landi í síðustu viku. Á samfélagsmiðlum hafa verið í dreifingu tölvupóstar sem sendir hafa verið á uppgefið netfang lögreglu með upplýsingum sem virðast ekki standast skoðun. Einnig er verið að deila póstum þar sem fólk gefur upp eigið heimilisfang undir myllumerkinu þau eru hjá mér. Þá hefur verið stofnuð síða þar sem heimilisfang að handahófi er með einum smelli sent á lögreglu. Að sögn lögreglu hefur einmitt fjöldi ábendinga borist. „Þetta eru einhverjir tugir. Ég hef því miður ekki hat tíma til að telja það en það er töluverður fjöldi sem hefur borist. Það er hægt að vinn með eitthvað en annað er ekki hægt að vinna með,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Einhverjum ábendingum hefur verið fylgt eftir. „Við höfum kannski ekki farið í hús en við höfum farið og skoðað þá staði sem verið er að benda okkur á. En það er eitthvað sem við gerum bara í ró og næði og með yfirveguðu ráði.“ En eruð þið engu nær? „Því miður ekki eins og er, en við vonumst til að þetta gerist eins fljótt og hægt er,“ segir Guðbrandur. Lögmaður fjölskyldunnar lagði í fram í héraðsdómi í gær stefnu og beiðni um flýtimeðferð. Í stefnu segir meðal annars að stjórnvöld hafi ekki framkvæmt heildstætt og sjálfstætt mat á hagsmunum barnanna. Að sögn Guðbrands er stoðdeildin enn með á borði sínu verkbeiðni um að vísa fjölskyldunni úr landi. Á meðan svo er verði unnið að því að framkvæma það. Hann telur víst að einhver sé að skjóta skjólhúsi yfir fólkið, ekki liggi fyrir hvort það sé refsivert. „Það verður að segjast að það er langlíklegast að þau hafi fengið aðstoð við þetta frá einhverjum aðilum á Íslandi,“ segir Guðbrandur. Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Lögreglu hefur borist tugir ábendinga um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem til stendur að vísa úr landi og hefur nokkrum verið fylgt eftir. Talið er öruggt að einhver sé að aðstoða fólkið. Stoðdeild ríkislögreglustjóra óskaði í gær eftir upplýsingum um ferðir og dvalarstað Kehdr-fjölskyldunnar frá Egyptalandi sem vísa átti úr landi í síðustu viku. Á samfélagsmiðlum hafa verið í dreifingu tölvupóstar sem sendir hafa verið á uppgefið netfang lögreglu með upplýsingum sem virðast ekki standast skoðun. Einnig er verið að deila póstum þar sem fólk gefur upp eigið heimilisfang undir myllumerkinu þau eru hjá mér. Þá hefur verið stofnuð síða þar sem heimilisfang að handahófi er með einum smelli sent á lögreglu. Að sögn lögreglu hefur einmitt fjöldi ábendinga borist. „Þetta eru einhverjir tugir. Ég hef því miður ekki hat tíma til að telja það en það er töluverður fjöldi sem hefur borist. Það er hægt að vinn með eitthvað en annað er ekki hægt að vinna með,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Einhverjum ábendingum hefur verið fylgt eftir. „Við höfum kannski ekki farið í hús en við höfum farið og skoðað þá staði sem verið er að benda okkur á. En það er eitthvað sem við gerum bara í ró og næði og með yfirveguðu ráði.“ En eruð þið engu nær? „Því miður ekki eins og er, en við vonumst til að þetta gerist eins fljótt og hægt er,“ segir Guðbrandur. Lögmaður fjölskyldunnar lagði í fram í héraðsdómi í gær stefnu og beiðni um flýtimeðferð. Í stefnu segir meðal annars að stjórnvöld hafi ekki framkvæmt heildstætt og sjálfstætt mat á hagsmunum barnanna. Að sögn Guðbrands er stoðdeildin enn með á borði sínu verkbeiðni um að vísa fjölskyldunni úr landi. Á meðan svo er verði unnið að því að framkvæma það. Hann telur víst að einhver sé að skjóta skjólhúsi yfir fólkið, ekki liggi fyrir hvort það sé refsivert. „Það verður að segjast að það er langlíklegast að þau hafi fengið aðstoð við þetta frá einhverjum aðilum á Íslandi,“ segir Guðbrandur.
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira