Teitur Björn Einarsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður, bætist í hóp lögmanna Íslensku lögfræðistofunnar nú í september.
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Teitur Björn verði með starfsstöð í Skagafirði.
„Teitur útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2006 og varð héraðsdómslögmaður árið 2007. Teitur hefur í gegnum tíðina sinnt félaga-, skatta- og lögfræðiráðgjöf ásamt því að hafa gegnt fjölbreyttum trúnaðar- og félagsstörfum. Hann var aðstoðarmaður fjármálaráðherra árin 2014-2016 og þingmaður Sjálfstæðisflokksins kjörtímabilið 2016-2017.
Teitur er kvæntur Margréti Gísladóttur og eiga þau saman tvo syni,“ segir í tilkynningunni.
Hjá Íslensku lögfræðistofunni starfa átta lögmenn .