Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2020 06:43 Farið var í umfangsmiklar framkvæmdir á húsnæði Fossvogsskóla vegna myglu- og rakaskemmda. Vísir/Egill Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. Móðir stúlku í skólanum segir dóttur sína enn finna fyrir einkennum myglu, þrátt fyrir umfangsmiklar framkvæmdir við húsnæðið sem lauk í sumar. Framkvæmdirnar áttu að tryggja heilnæm loftgæði. Fjallað er um málið á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Fyrst var farið í framkvæmdir á skólanum í fyrra og var þá meðal annars gert við þak á Vesturlandi, einni byggingu skólans, sem var illa farið vegna raka og myglu. Í vor stigu foreldrar barna fram og lýstu því að börn þeirra fyndu enn fyrir einkennum myglu. Aftur var farið í framkvæmdir í sumar og er nú beðið eftir lokaúttektarskýrslu verkfræðistofunnar Verkís vegna þeirra framkvæmda. „Í Kópavogi var Kársnesskóli rifinn vegna myglu og rakaskemmda. Ég tel að það þurfi að gera hið sama í tilfelli Fossvogsskóla,“ segir Valgerður í samtali við Fréttablaðið og leggur áherslu á að fá að vita hvernig mygla fannst. Það sé það sem skipti máli. „Ef þau sýni sem voru tekin voru ekki send til greiningar til Náttúrufræðistofnunar Íslands, líkt og gert var fyrst þegar myglan fannst, þá finnst mér það verulega ámælisvert.“ Þá bendir Valgerður á að tveimur dögum eftir að skólastarf hófs í haust hafi fundist mygla inni á salerni þrátt fyrir allar endurbæturnar. Í Fréttablaðinu er einnig rætt við Jónínu Sigurðardóttur en dóttir hennar er nemandi við Fossvogsskóla. Að sögn Jónínu fann dóttir hennar fyrir miklum einkennum myglu nú í haust. „Ég hef miklar áhyggjur af heilsu hennar til framtíðar,“ segir Jónína. Þá hafi gengið illa að fá svör frá skólanum; enginn vilji svara því hvað var gert eða neitt í þá veru. Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. Móðir stúlku í skólanum segir dóttur sína enn finna fyrir einkennum myglu, þrátt fyrir umfangsmiklar framkvæmdir við húsnæðið sem lauk í sumar. Framkvæmdirnar áttu að tryggja heilnæm loftgæði. Fjallað er um málið á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Fyrst var farið í framkvæmdir á skólanum í fyrra og var þá meðal annars gert við þak á Vesturlandi, einni byggingu skólans, sem var illa farið vegna raka og myglu. Í vor stigu foreldrar barna fram og lýstu því að börn þeirra fyndu enn fyrir einkennum myglu. Aftur var farið í framkvæmdir í sumar og er nú beðið eftir lokaúttektarskýrslu verkfræðistofunnar Verkís vegna þeirra framkvæmda. „Í Kópavogi var Kársnesskóli rifinn vegna myglu og rakaskemmda. Ég tel að það þurfi að gera hið sama í tilfelli Fossvogsskóla,“ segir Valgerður í samtali við Fréttablaðið og leggur áherslu á að fá að vita hvernig mygla fannst. Það sé það sem skipti máli. „Ef þau sýni sem voru tekin voru ekki send til greiningar til Náttúrufræðistofnunar Íslands, líkt og gert var fyrst þegar myglan fannst, þá finnst mér það verulega ámælisvert.“ Þá bendir Valgerður á að tveimur dögum eftir að skólastarf hófs í haust hafi fundist mygla inni á salerni þrátt fyrir allar endurbæturnar. Í Fréttablaðinu er einnig rætt við Jónínu Sigurðardóttur en dóttir hennar er nemandi við Fossvogsskóla. Að sögn Jónínu fann dóttir hennar fyrir miklum einkennum myglu nú í haust. „Ég hef miklar áhyggjur af heilsu hennar til framtíðar,“ segir Jónína. Þá hafi gengið illa að fá svör frá skólanum; enginn vilji svara því hvað var gert eða neitt í þá veru.
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira