Brutu sóttvarnareglur og nú hafa yfir 100 smitast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. september 2020 18:31 Þórólfur Guðnason segir að um og yfir 100 manns hafi smitast á tveimur skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur. Meirihluti þeirra hafi greinst með hið svokallaða Frakkaafbrigði veirunnar. Vísir/Vilhelm Hægt er að rekja um hundrað kórónuveirusmit síðustu daga til tveggja staða með vínveitingaleyfi í miðbæ Reykjavíkur að sögn sóttvarnalæknis. Langflest tilfellin sem hafa komið upp eru af sama afbrigði veirunnar og tveir franskir ferðamenn greindust með í ágúst. Af þeim þrjátíu sem greindust með veiruna í gær voru fimmtán ekki í sóttkví. Alls eru 242 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. 2102 eru í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag. Síðustu fimm daga hafa 196 greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid 19. Fram hefur komið að hægt sé að rekja flest smitin til tveggja veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur; Irishman og Brewdog. „Bróðurpartur þessara smita síðustu daga er uppruninn frá þessum tveimur stöðum. Þetta eru sennilega í kringum eitt hundrað manns eða rúmlega það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að þrjú afbrigði veirunnar séu nú í gangi. Afbrigðin sem hafi verið einna mest áberandi séu hin svokallaða Akranesveira og svo Frakkaveira. „Þessi Frakkaveira, sem við getum kannski kallað svo, er yfirgæfandi svolítið núna,“ segir Þórólfur. Hún hafi fundist á þessum skemmtistöðum. Afbrigðið er rakið til tveggja franskra ferðamanna sem greindust hér með veiruna um miðjan ágúst, fóru í einangrun en virðast svo ekki hafa fylgt öllum sóttvarnareglum. „Ég hef upplýsingar um það að erfitt hafi verið að fá þá til að fylgja leiðbeiningum. Meira get ég eiginlega ekki sagt,“ segir Þórólfur. Þeir sem brjóta sóttvarnareglur geta átt yfir höfði sér 50-250 þúsund króna sekt. Ef reglur um einangrun eru brotnar þá er hægt að sekta viðkomandi um 150-500 þúsund krónur eftir alvarleika brotsins. „Það eru sektarákvæði fyrir það að brjóta sóttkví, hvort það eru meiri sektir eða viðurlög við því ef einhver smitast þori ég ekki að segja til um,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vertinn á Brewdog steinhissa á svari Þórólfs Andri Birgisson, framkvæmdastjóri Brewdog Reykjavík á Hverfisgötunni, segist hafa fengið létt fyrir hjartað þegar hann fylgdist með upplýsingafundi Embættis landlæknis og almannavarnadeildar í dag. 21. september 2020 16:21 Allt að 90 með beinar tengingar við Irishman og Brewdog 172 greindust hafa greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag. Af þeim hafa allt að 90 beinar tengingar við barinn Irishman og veitingastaðinn BrewDog í miðborg Reykjavíkur. 20. september 2020 12:13 Þórólfur segir ekki tilefni til hertra aðgerða að svo stöddu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það er vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag. 20. september 2020 11:51 Þykir ekki ástæða til að nafngreina hina staðina Þeir veitingastaðir sem hafa verið til skoðunar í tengslum kórónuveirusmit undanfarinna daga hafa mjög óljósa tengingu við tilfelli 19. september 2020 22:28 Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Hægt er að rekja um hundrað kórónuveirusmit síðustu daga til tveggja staða með vínveitingaleyfi í miðbæ Reykjavíkur að sögn sóttvarnalæknis. Langflest tilfellin sem hafa komið upp eru af sama afbrigði veirunnar og tveir franskir ferðamenn greindust með í ágúst. Af þeim þrjátíu sem greindust með veiruna í gær voru fimmtán ekki í sóttkví. Alls eru 242 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. 2102 eru í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag. Síðustu fimm daga hafa 196 greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid 19. Fram hefur komið að hægt sé að rekja flest smitin til tveggja veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur; Irishman og Brewdog. „Bróðurpartur þessara smita síðustu daga er uppruninn frá þessum tveimur stöðum. Þetta eru sennilega í kringum eitt hundrað manns eða rúmlega það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að þrjú afbrigði veirunnar séu nú í gangi. Afbrigðin sem hafi verið einna mest áberandi séu hin svokallaða Akranesveira og svo Frakkaveira. „Þessi Frakkaveira, sem við getum kannski kallað svo, er yfirgæfandi svolítið núna,“ segir Þórólfur. Hún hafi fundist á þessum skemmtistöðum. Afbrigðið er rakið til tveggja franskra ferðamanna sem greindust hér með veiruna um miðjan ágúst, fóru í einangrun en virðast svo ekki hafa fylgt öllum sóttvarnareglum. „Ég hef upplýsingar um það að erfitt hafi verið að fá þá til að fylgja leiðbeiningum. Meira get ég eiginlega ekki sagt,“ segir Þórólfur. Þeir sem brjóta sóttvarnareglur geta átt yfir höfði sér 50-250 þúsund króna sekt. Ef reglur um einangrun eru brotnar þá er hægt að sekta viðkomandi um 150-500 þúsund krónur eftir alvarleika brotsins. „Það eru sektarákvæði fyrir það að brjóta sóttkví, hvort það eru meiri sektir eða viðurlög við því ef einhver smitast þori ég ekki að segja til um,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vertinn á Brewdog steinhissa á svari Þórólfs Andri Birgisson, framkvæmdastjóri Brewdog Reykjavík á Hverfisgötunni, segist hafa fengið létt fyrir hjartað þegar hann fylgdist með upplýsingafundi Embættis landlæknis og almannavarnadeildar í dag. 21. september 2020 16:21 Allt að 90 með beinar tengingar við Irishman og Brewdog 172 greindust hafa greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag. Af þeim hafa allt að 90 beinar tengingar við barinn Irishman og veitingastaðinn BrewDog í miðborg Reykjavíkur. 20. september 2020 12:13 Þórólfur segir ekki tilefni til hertra aðgerða að svo stöddu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það er vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag. 20. september 2020 11:51 Þykir ekki ástæða til að nafngreina hina staðina Þeir veitingastaðir sem hafa verið til skoðunar í tengslum kórónuveirusmit undanfarinna daga hafa mjög óljósa tengingu við tilfelli 19. september 2020 22:28 Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Vertinn á Brewdog steinhissa á svari Þórólfs Andri Birgisson, framkvæmdastjóri Brewdog Reykjavík á Hverfisgötunni, segist hafa fengið létt fyrir hjartað þegar hann fylgdist með upplýsingafundi Embættis landlæknis og almannavarnadeildar í dag. 21. september 2020 16:21
Allt að 90 með beinar tengingar við Irishman og Brewdog 172 greindust hafa greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag. Af þeim hafa allt að 90 beinar tengingar við barinn Irishman og veitingastaðinn BrewDog í miðborg Reykjavíkur. 20. september 2020 12:13
Þórólfur segir ekki tilefni til hertra aðgerða að svo stöddu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það er vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag. 20. september 2020 11:51
Þykir ekki ástæða til að nafngreina hina staðina Þeir veitingastaðir sem hafa verið til skoðunar í tengslum kórónuveirusmit undanfarinna daga hafa mjög óljósa tengingu við tilfelli 19. september 2020 22:28
Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16