Cesc Fabregas segir að Sadio Mané sé sá besti í deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2020 10:30 Sadio Mané fagnar öðru marka sinna fyrir Liverpool á móti Chelsea á Stamford Bridge um helgina. EPA-EFE/Matt Dunha Mohamed Salah var hetja Liverpool í fyrstu umferðinni þegar hann skoraði þrennu í dramatískum 4-3 sigri á Leeds. Um helgina var komið að Sadio Mané að eigna sér sviðsljósið. Sadio Mané skoraði bæði mörk Liverpool liðsins í 2-0 sigri á Chelsea og fékk mikið hrós frá Spánverjanum Cesc Fabregas. Áður en Sadio Mané skoraði mörkin sín þá hafði hann fiskað danska miðvörðinn Andreas Christensen af velli. Andreas Christensen þurfti hreinlega að beita rúgby tæklingu til að stoppa Sadio Mané. Atvikið með Christensen varð á lokamínútu fyrri hálfleik. Það tók Sadio Mané síðan bara tíu mínútur af seinni hálfleik að leggja gruninn að sigri Liverpool með tveimur mörkum. If Mane isn't the best in the Premier League, then who is? #LFC https://t.co/2l8hECEfh9— GiveMeSport Football (@GMS__Football) September 20, 2020 Cesc Fabregas kveikti heldur betur í netheimum með því að setja inn stóra yfirlýsingu á Twitter-reikninginn sinn. Cesc Fabregas skrifaði: „Ég segi það aftur. Mané er besti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni.“ Kevin de Bruyne var kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá má ekki gleyma liðsfélögunum Salah og Virgil van Dijk hjá Liverpool. Það er vissulega nóg af frábærum leikmönnum í deildinni og þeim er bara að fjölga eftir að enska úrvalsdeildin er að fá heimsklassa leikmenn frá bæði Þýskalandi og Spáni. I ll say it again. Mané best player in the League.— Cesc Fàbregas Soler (@cesc4official) September 20, 2020 Cesc Fabregas fékk mikil viðbrögð við tísti sínu. Yfir 2500 manns tjáðu sig um það og því var endurtíst yfir 22 þúsundum sinnum. Jamie Carragher tók undir orð Fabregas á Sky Sports og hrósaði Mané mikið en það er þó ekki í fyrsta sinn sem hann gerir það. „Ég tel að Mané sé einn af bestu leikmönnum heims sem spila vinstra megin. Ég elska hann,“ sagði Jamie Carragher og bætti við: „Hann er fyrstu stóru kaup Jürgen Klopp og hann hjálpaði Liverpool að komast í Meistaradeildina á fyrsta tímabilinu. Hann er mjög stöðugur og er algjör ofurstjarna,“ sagði Carragher. „Við elskuðum John Barnes og hann hefur alltaf verið í úrvalsliði Liverpool frá upphafi. Ég held að þegar Mané hættir þá verður hann kominn langt með það að ýta Barnes út úr því liði,“ sagði Carragher. Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Mohamed Salah var hetja Liverpool í fyrstu umferðinni þegar hann skoraði þrennu í dramatískum 4-3 sigri á Leeds. Um helgina var komið að Sadio Mané að eigna sér sviðsljósið. Sadio Mané skoraði bæði mörk Liverpool liðsins í 2-0 sigri á Chelsea og fékk mikið hrós frá Spánverjanum Cesc Fabregas. Áður en Sadio Mané skoraði mörkin sín þá hafði hann fiskað danska miðvörðinn Andreas Christensen af velli. Andreas Christensen þurfti hreinlega að beita rúgby tæklingu til að stoppa Sadio Mané. Atvikið með Christensen varð á lokamínútu fyrri hálfleik. Það tók Sadio Mané síðan bara tíu mínútur af seinni hálfleik að leggja gruninn að sigri Liverpool með tveimur mörkum. If Mane isn't the best in the Premier League, then who is? #LFC https://t.co/2l8hECEfh9— GiveMeSport Football (@GMS__Football) September 20, 2020 Cesc Fabregas kveikti heldur betur í netheimum með því að setja inn stóra yfirlýsingu á Twitter-reikninginn sinn. Cesc Fabregas skrifaði: „Ég segi það aftur. Mané er besti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni.“ Kevin de Bruyne var kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá má ekki gleyma liðsfélögunum Salah og Virgil van Dijk hjá Liverpool. Það er vissulega nóg af frábærum leikmönnum í deildinni og þeim er bara að fjölga eftir að enska úrvalsdeildin er að fá heimsklassa leikmenn frá bæði Þýskalandi og Spáni. I ll say it again. Mané best player in the League.— Cesc Fàbregas Soler (@cesc4official) September 20, 2020 Cesc Fabregas fékk mikil viðbrögð við tísti sínu. Yfir 2500 manns tjáðu sig um það og því var endurtíst yfir 22 þúsundum sinnum. Jamie Carragher tók undir orð Fabregas á Sky Sports og hrósaði Mané mikið en það er þó ekki í fyrsta sinn sem hann gerir það. „Ég tel að Mané sé einn af bestu leikmönnum heims sem spila vinstra megin. Ég elska hann,“ sagði Jamie Carragher og bætti við: „Hann er fyrstu stóru kaup Jürgen Klopp og hann hjálpaði Liverpool að komast í Meistaradeildina á fyrsta tímabilinu. Hann er mjög stöðugur og er algjör ofurstjarna,“ sagði Carragher. „Við elskuðum John Barnes og hann hefur alltaf verið í úrvalsliði Liverpool frá upphafi. Ég held að þegar Mané hættir þá verður hann kominn langt með það að ýta Barnes út úr því liði,“ sagði Carragher.
Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira