Man ekki eftir jafn stórum hóp heiðagæsa yfir borginni Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2020 18:32 Heiðagæsahópurinn sem flaug yfir höfuðborgarsvæðið. „Hefði ég séð þetta sjálfur í eigin persónu þætti mér það mjög eftirminnilegt,“ segir Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, um feiknastóran hóp fugla sem flaug yfir höfuðborgarsvæðið á sjötta tímanum í dag. Fréttastofa náði upptöku af þessum fuglahópi á meðan hann fór yfir borgina. „Þetta er alveg magnað. Ég man ekki eftir að hafa svona stóran hóp fara yfir höfuðborgarsvæðið,“ segir Gunnar Þór. Myndband af hópnum má sjá hér fyrir neðan: Hann taldi að þetta væri hópur heiðagæsa, en gat þó ekki fullyrt það með vissu. Hann benti á helsta sérfræðing Íslands í heiðagæsum, Arnór Þóri Sigfússon, sem er dýravistfræðingur hjá Verkís. „Þetta er ansi magnaður hópur,“ svarar Arnór eftir að hafa séð myndbandið. Hann telur miklar líkur á að þarna hafi farið hópur heiðagæsa. „Það er ekki ólíklegt að þetta séu heiðagæsir að koma frá Grænlandi,“ segir Arnór en á þó erfitt með að fullyrða að þetta séu heiðagæsir. Hann hefði helst þurft að heyra í þeim til að geta staðfest það. Þetta gæti einnig verið hópur helsingja. Hann bendir á að heiðagæsastofninn verpi hér á landi en hluti hans verpir á Grænlandi. Þá fari einnig talsvert af geldfugli, sem eru ungir og ókynþroska fuglar, til Grænlands til að fella fjaðrir. Einnig fari heiðagæsir, sem misst hafa maka, til Grænlands til að fella fjaðrir. Arnór segir heiðagæsirnar fella fjaðrir einu sinni ári. Það geri þær til að skipta út slitnum fjöðrum. Á meðan þær fella fjaðrir eru þær ófleygar í einhvern tíma. Grænland verði fyrir valinu því þar er hægt á fá frið á meðan. Heiðagæsin hefur aðallega vetursetu í Skotlandi en einnig í vaxandi mæli í Englandi. Dýr Reykjavík Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
„Hefði ég séð þetta sjálfur í eigin persónu þætti mér það mjög eftirminnilegt,“ segir Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, um feiknastóran hóp fugla sem flaug yfir höfuðborgarsvæðið á sjötta tímanum í dag. Fréttastofa náði upptöku af þessum fuglahópi á meðan hann fór yfir borgina. „Þetta er alveg magnað. Ég man ekki eftir að hafa svona stóran hóp fara yfir höfuðborgarsvæðið,“ segir Gunnar Þór. Myndband af hópnum má sjá hér fyrir neðan: Hann taldi að þetta væri hópur heiðagæsa, en gat þó ekki fullyrt það með vissu. Hann benti á helsta sérfræðing Íslands í heiðagæsum, Arnór Þóri Sigfússon, sem er dýravistfræðingur hjá Verkís. „Þetta er ansi magnaður hópur,“ svarar Arnór eftir að hafa séð myndbandið. Hann telur miklar líkur á að þarna hafi farið hópur heiðagæsa. „Það er ekki ólíklegt að þetta séu heiðagæsir að koma frá Grænlandi,“ segir Arnór en á þó erfitt með að fullyrða að þetta séu heiðagæsir. Hann hefði helst þurft að heyra í þeim til að geta staðfest það. Þetta gæti einnig verið hópur helsingja. Hann bendir á að heiðagæsastofninn verpi hér á landi en hluti hans verpir á Grænlandi. Þá fari einnig talsvert af geldfugli, sem eru ungir og ókynþroska fuglar, til Grænlands til að fella fjaðrir. Einnig fari heiðagæsir, sem misst hafa maka, til Grænlands til að fella fjaðrir. Arnór segir heiðagæsirnar fella fjaðrir einu sinni ári. Það geri þær til að skipta út slitnum fjöðrum. Á meðan þær fella fjaðrir eru þær ófleygar í einhvern tíma. Grænland verði fyrir valinu því þar er hægt á fá frið á meðan. Heiðagæsin hefur aðallega vetursetu í Skotlandi en einnig í vaxandi mæli í Englandi.
Dýr Reykjavík Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira