Hefði verið óeðlilegt að grípa ekki inn í með mjög afgerandi hætti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2020 12:38 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ræddi við fréttamenn um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að það sé alltaf leiðinlegt að lenda í bakslagi en síðustu þrjá sólarhringa hafa alls 53 greinst með staðfest kórónuveirusmit hér á landi. Ráðherra féllst í dag á tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu frá deginum í dag til og með mánudegi. Hún segir að það hefði verið óeðlilegt að grípa ekki inn í með mjög afgerandi hætti nú. „Við tökum stöðuna um helgina og sjáum hver fjölgunin er um helgina. Við vitum ekki hvar við erum á bylgjunni, hversu hröð aukningin er en það er óeðlilegt annað en að grípa inn í með mjög afgerandi hætti núna þegar við sjáum svona óvænta og mikla fjölgun frá degi til dags,“ sagði Svandís í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, að loknum ríkisstjórnarfundi skömmu fyrir hádegi. Hún sagði að nauðsynlegt væri að sjá nokkra daga í viðbót til að sjá á hvaða leið við erum í þessari bylgju faraldursins nú. „Það setur að manni ákveðinn beyg þegar við sjáum að við erum að fara út úr því sem að okkar talnafólk hélt að við værum að gera, þar sem við höfum haft spár um það að við værum svona frá núll upp í sex smit eitthvað áfram, þegar við rjúkum svona upp þannig að við vitum þá í raun og veru ekki hvort að bylgjan er á leiðinni mjög hratt upp eða hvort hún má ná jafnvægi á næstu dögum og hvort hún síðan dvínar aftur. Og þegar svo er þá verðum við að grípa mjög ákveðið inn í,“ sagði Svandís. Aðspurð hvort þetta væru vonbrigði fyrir heilbrigðisráðherra sagðist hún halda að þetta væru vonbrigði fyrir okkur öll. „Það er leiðinlegt að lenda í bakslagi en sóttvarnalæknir hefur nú svo sem sagt við mig oft á dag, alveg frá því að þessi veira tók land hérna fyrst, að við kæmum til með að sjá bæði bakslög og líka að okkur myndi ganga betur. Á meðan veiran er hérna á meðal okkur þá komum við til með að þurfa að dansa þennan tangó við hana, að slaka á og síðan að herða aftur á.“ Viðtalið við heilbrigðisráðherra má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að það sé alltaf leiðinlegt að lenda í bakslagi en síðustu þrjá sólarhringa hafa alls 53 greinst með staðfest kórónuveirusmit hér á landi. Ráðherra féllst í dag á tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu frá deginum í dag til og með mánudegi. Hún segir að það hefði verið óeðlilegt að grípa ekki inn í með mjög afgerandi hætti nú. „Við tökum stöðuna um helgina og sjáum hver fjölgunin er um helgina. Við vitum ekki hvar við erum á bylgjunni, hversu hröð aukningin er en það er óeðlilegt annað en að grípa inn í með mjög afgerandi hætti núna þegar við sjáum svona óvænta og mikla fjölgun frá degi til dags,“ sagði Svandís í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, að loknum ríkisstjórnarfundi skömmu fyrir hádegi. Hún sagði að nauðsynlegt væri að sjá nokkra daga í viðbót til að sjá á hvaða leið við erum í þessari bylgju faraldursins nú. „Það setur að manni ákveðinn beyg þegar við sjáum að við erum að fara út úr því sem að okkar talnafólk hélt að við værum að gera, þar sem við höfum haft spár um það að við værum svona frá núll upp í sex smit eitthvað áfram, þegar við rjúkum svona upp þannig að við vitum þá í raun og veru ekki hvort að bylgjan er á leiðinni mjög hratt upp eða hvort hún má ná jafnvægi á næstu dögum og hvort hún síðan dvínar aftur. Og þegar svo er þá verðum við að grípa mjög ákveðið inn í,“ sagði Svandís. Aðspurð hvort þetta væru vonbrigði fyrir heilbrigðisráðherra sagðist hún halda að þetta væru vonbrigði fyrir okkur öll. „Það er leiðinlegt að lenda í bakslagi en sóttvarnalæknir hefur nú svo sem sagt við mig oft á dag, alveg frá því að þessi veira tók land hérna fyrst, að við kæmum til með að sjá bæði bakslög og líka að okkur myndi ganga betur. Á meðan veiran er hérna á meðal okkur þá komum við til með að þurfa að dansa þennan tangó við hana, að slaka á og síðan að herða aftur á.“ Viðtalið við heilbrigðisráðherra má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira