Leggur til að skemmtistöðum og krám verði lokað yfir helgina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2020 18:38 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun og að staðirnir verði lokaðir yfir helgina. Staðan verður svo endurmetin eftir helgi. Lokunin mun ekki taka til matsölustaða sem eru með vínveitingaleyfi. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Er þetta gert til að bregðast við mikilli fjölgun kórónuveirusmita undanfarna daga en síðastliðna þrjá sólarhringa hafa 38 greinst með veiruna hér á landi. Aðeins 11 þeirra voru í sóttkví. Þórólfur boðaði hertar aðgerðir fyrr í dag á vínveitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu. Nánast öll þau smit sem komið hafa upp síðustu daga hafa verið á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að tólf staðfest smit tengist barnum Irishman Pub í miðbæ Reykjavíkur. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga. Talið er að fjöldi fólks hafi verið útsett fyrir kórónuveirusmiti síðastliðið föstudagskvöld, 11. september. Almannavarnir biðja því þá sem voru á barnum Irishman Pub það kvöld á milli klukkan 16 og 23, og hafa ekki farið í sýnatöku vegna kórónuveirunnar eða verið í samskiptum vegna sóttkvíar, að skrá sig í sýnatöku þegar það verður gert mögulegt inni á Heilsuveru á morgun. „Rétt er að taka fram að ekkert bendir til þess að sóttvörnum hafi verið áfátt á veitingastaðnum sem um ræðir. Hætta á smiti er ávallt til staðar þar sem fjöldi fólks kemur saman. Nauðsynlegt er að hafa uppi á þeim sem þar voru til þess að koma í veg fyrir frekar útbreiðslu veirunnar. Er þeim sem sóttu ofangreindan stað umræddan dag á milli klukkan 16:00 og 23:00 því boðið að mæta í sýnatöku. Á morgun, föstudaginn 18. september, geta þeir sem þar voru farið á heimasíðuna wwww.heilsuvera.is og skráð sig í sýnatöku. Sóttvarnalæknir og almannavarnir biðla til þeirra sem sóttu ofangreindan stað á umræddum degi að hafa hægt um sig þar til sýnataka hefur farið fram og neikvæð niðurstaða liggur fyrir,“ segir í tilkynningu almannavarna vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun og að staðirnir verði lokaðir yfir helgina. Staðan verður svo endurmetin eftir helgi. Lokunin mun ekki taka til matsölustaða sem eru með vínveitingaleyfi. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Er þetta gert til að bregðast við mikilli fjölgun kórónuveirusmita undanfarna daga en síðastliðna þrjá sólarhringa hafa 38 greinst með veiruna hér á landi. Aðeins 11 þeirra voru í sóttkví. Þórólfur boðaði hertar aðgerðir fyrr í dag á vínveitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu. Nánast öll þau smit sem komið hafa upp síðustu daga hafa verið á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að tólf staðfest smit tengist barnum Irishman Pub í miðbæ Reykjavíkur. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga. Talið er að fjöldi fólks hafi verið útsett fyrir kórónuveirusmiti síðastliðið föstudagskvöld, 11. september. Almannavarnir biðja því þá sem voru á barnum Irishman Pub það kvöld á milli klukkan 16 og 23, og hafa ekki farið í sýnatöku vegna kórónuveirunnar eða verið í samskiptum vegna sóttkvíar, að skrá sig í sýnatöku þegar það verður gert mögulegt inni á Heilsuveru á morgun. „Rétt er að taka fram að ekkert bendir til þess að sóttvörnum hafi verið áfátt á veitingastaðnum sem um ræðir. Hætta á smiti er ávallt til staðar þar sem fjöldi fólks kemur saman. Nauðsynlegt er að hafa uppi á þeim sem þar voru til þess að koma í veg fyrir frekar útbreiðslu veirunnar. Er þeim sem sóttu ofangreindan stað umræddan dag á milli klukkan 16:00 og 23:00 því boðið að mæta í sýnatöku. Á morgun, föstudaginn 18. september, geta þeir sem þar voru farið á heimasíðuna wwww.heilsuvera.is og skráð sig í sýnatöku. Sóttvarnalæknir og almannavarnir biðla til þeirra sem sóttu ofangreindan stað á umræddum degi að hafa hægt um sig þar til sýnataka hefur farið fram og neikvæð niðurstaða liggur fyrir,“ segir í tilkynningu almannavarna vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira