Kastvegalengd Guðna hefði dugað til ólympíugulls Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2020 08:00 Guðni Valur Guðnason hefur keppt á stórmótum síðustu ár, meðal annars EM í Berlín 2018. vísir/getty Risakast Guðna Vals Guðnasonar í Laugardalnum á miðvikudag er tæplega metra lengra en sigurkast Christoph Harting á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fjórum árum. Guðni kastaði kringlunni 69,35 metra og bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Vésteins Hafsteinssonar, á Haustkastmóti ÍR. Hafa ber í huga að nokkur vindur var í Laugardalnum þegar Guðni setti metið en öfugt við það sem gengur og gerist í hlaup- og stökkgreinum þá er vindur ekki mældur í kastgreinum. Vindhraði hefur því ekki áhrif á það hvort met teljist gilt. Harting kastaði 68,37 metra á Ólympíuleikunum í Ríó og það er jafnframt hans lengsta kast á ferlinum. Guðni varð í 21. sæti á þeim leikum þar sem hann kastaði 60,45 metra, en hann hefði þurft 62,69 metra kast til að komast í 12 manna úrslitin. Lengra en sigurkastið á langflestum stórmótum Íslandsmetvegalengd Guðna er lengri en sigurkastið á langflestum heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum í sögunni. Eins og fram hefur komið er árangur Guðna í gær sá fimmti besti í heiminum í ár. Frá upphafi hafa aðeins 39 kringlukastarar kastað lengra en 69,35 metra. Þjóðverjinn Jürgen Schult á heimsmetið sem er 74,08 metrar frá árinu 1986. Guðni Valur stefnir ótrauður á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári en lágmarkið inn á þá leika er 66 metrar, og þykir í raun strangt. Lágmarkinu þarf hins vegar að ná eftir 1. desember næstkomandi en það gefur góð fyrirheit að Guðni hafi náð kasti sem er meira en þremur metrum lengra en lágmarkið. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Guðni bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Guðni Valur Guðnason bætti í dag Íslandsmetið í kringlukasti. Kastið var vel yfir lágmarkinu sem þarf til að komast á Ólympíuleikana. 16. september 2020 17:55 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira
Risakast Guðna Vals Guðnasonar í Laugardalnum á miðvikudag er tæplega metra lengra en sigurkast Christoph Harting á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fjórum árum. Guðni kastaði kringlunni 69,35 metra og bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Vésteins Hafsteinssonar, á Haustkastmóti ÍR. Hafa ber í huga að nokkur vindur var í Laugardalnum þegar Guðni setti metið en öfugt við það sem gengur og gerist í hlaup- og stökkgreinum þá er vindur ekki mældur í kastgreinum. Vindhraði hefur því ekki áhrif á það hvort met teljist gilt. Harting kastaði 68,37 metra á Ólympíuleikunum í Ríó og það er jafnframt hans lengsta kast á ferlinum. Guðni varð í 21. sæti á þeim leikum þar sem hann kastaði 60,45 metra, en hann hefði þurft 62,69 metra kast til að komast í 12 manna úrslitin. Lengra en sigurkastið á langflestum stórmótum Íslandsmetvegalengd Guðna er lengri en sigurkastið á langflestum heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum í sögunni. Eins og fram hefur komið er árangur Guðna í gær sá fimmti besti í heiminum í ár. Frá upphafi hafa aðeins 39 kringlukastarar kastað lengra en 69,35 metra. Þjóðverjinn Jürgen Schult á heimsmetið sem er 74,08 metrar frá árinu 1986. Guðni Valur stefnir ótrauður á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári en lágmarkið inn á þá leika er 66 metrar, og þykir í raun strangt. Lágmarkinu þarf hins vegar að ná eftir 1. desember næstkomandi en það gefur góð fyrirheit að Guðni hafi náð kasti sem er meira en þremur metrum lengra en lágmarkið.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Guðni bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Guðni Valur Guðnason bætti í dag Íslandsmetið í kringlukasti. Kastið var vel yfir lágmarkinu sem þarf til að komast á Ólympíuleikana. 16. september 2020 17:55 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira
Guðni bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Guðni Valur Guðnason bætti í dag Íslandsmetið í kringlukasti. Kastið var vel yfir lágmarkinu sem þarf til að komast á Ólympíuleikana. 16. september 2020 17:55