Þingmaðurinn Helgi Hrafn með kórónuveiruna Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2020 12:02 Helgi Hrafn er ekki fyrsti þingmaðurinn til að smitast af kórónaveirunni. Félagi hans í Pírötum, Smári McCarthy hefur einnig fengið Covid-19. visir/hanna Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, greindi frá því nú rétt í þessu að hann hefur smitast af Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Helgi Hrafn sendi frá sér á Facebook-síðu sinni. „Nú flyt ég ykkur þær fréttir að ég hef greinst með COVID-19,“ segir Helgi Hrafn í upphafi tilkynningar sinnar. Hann segir að af þeirri örstuttu reynslu sem hann hafi af þessum sjúkdómi sé honum ljóst að fólk verði „hratt óttaslegið og óþreyjufullt eftir upplýsingum“. Hann minnir því á að þetta sé ferli og smitrakning taki sinn tíma. „Greiningin kom í gærkvöldi og ég hef gert lítið annað en að tala við fólk, ýmist sérfræðinga eða nákomna, sinna smitrakningu og tilflutningi í einangrun.“ Helgi Hrafn segir heilsu sína ágæta, enn sem komið er. En auðvitað verði að sjá hvað setji í þeim efnum. Helgi Hrafn segist fá heilræði frá þeim sem best þekkja til. Svo virðist sem hann hafi smitast í upphafi viku því hann segir: „Ef þið hittuð mig á mánudag eða þriðjudag og við umgengumst hvort annað í meira en 15 mínútur, og ekki hefur verið haft samband við ykkur frá smitrakningu nú þegar, getið þið haft samband við mig og ég svara eftir bestu getu. Helgi Hrafn er ekki fyrstur þingmanna til að fá kórónuveiruna. Félagi hans í Pírötum, Smári McCarthy er einn þeirra sem hafa fengið veiruna. Eftir því sem næst verður komist mun þetta ekki hafa teljandi áhrif á störf þingflokksins og Pírata. Þingið kemur ekki saman fyrr en 1. október, það er eftir tvær vikur og er gert ráð fyrir því að Helgi Hrafn verði kominn til heilsu þá. Eftir sem áður mun hann geta tekið þátt í fjarfundum sem einkennt hafa störf þingmanna að undanförnu. Helgi Hrafn víkur að þessu í pistli sínum. „Hvað varðar þingstörf, þá bendi ég á að þingið hefur ekki verið starfandi síðan 4. september, og tekur ekki til starfa aftur fyrr en 1. október. Þannig að þótt COVID-19 smit sé alltaf óheppilegt, þá er tímasetningin gagnvart þingstörfum ekki sú versta upp á smitleiðir og þingstörf að gera. Að sjálfsögðu er þó farið í einu og öllu eftir tilmælum og ráðgjöf sóttvarnaryfirvalda þegar kemur að þinglokknum og starfsfólki hans, t.d. hvað varðar sóttkví. Þá er Alþingi að sjálfsögðu meðvitað um stöðuna og hefur gert viðeigandi ráðstafanir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Píratar Tengdar fréttir Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, greindi frá því nú rétt í þessu að hann hefur smitast af Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Helgi Hrafn sendi frá sér á Facebook-síðu sinni. „Nú flyt ég ykkur þær fréttir að ég hef greinst með COVID-19,“ segir Helgi Hrafn í upphafi tilkynningar sinnar. Hann segir að af þeirri örstuttu reynslu sem hann hafi af þessum sjúkdómi sé honum ljóst að fólk verði „hratt óttaslegið og óþreyjufullt eftir upplýsingum“. Hann minnir því á að þetta sé ferli og smitrakning taki sinn tíma. „Greiningin kom í gærkvöldi og ég hef gert lítið annað en að tala við fólk, ýmist sérfræðinga eða nákomna, sinna smitrakningu og tilflutningi í einangrun.“ Helgi Hrafn segir heilsu sína ágæta, enn sem komið er. En auðvitað verði að sjá hvað setji í þeim efnum. Helgi Hrafn segist fá heilræði frá þeim sem best þekkja til. Svo virðist sem hann hafi smitast í upphafi viku því hann segir: „Ef þið hittuð mig á mánudag eða þriðjudag og við umgengumst hvort annað í meira en 15 mínútur, og ekki hefur verið haft samband við ykkur frá smitrakningu nú þegar, getið þið haft samband við mig og ég svara eftir bestu getu. Helgi Hrafn er ekki fyrstur þingmanna til að fá kórónuveiruna. Félagi hans í Pírötum, Smári McCarthy er einn þeirra sem hafa fengið veiruna. Eftir því sem næst verður komist mun þetta ekki hafa teljandi áhrif á störf þingflokksins og Pírata. Þingið kemur ekki saman fyrr en 1. október, það er eftir tvær vikur og er gert ráð fyrir því að Helgi Hrafn verði kominn til heilsu þá. Eftir sem áður mun hann geta tekið þátt í fjarfundum sem einkennt hafa störf þingmanna að undanförnu. Helgi Hrafn víkur að þessu í pistli sínum. „Hvað varðar þingstörf, þá bendi ég á að þingið hefur ekki verið starfandi síðan 4. september, og tekur ekki til starfa aftur fyrr en 1. október. Þannig að þótt COVID-19 smit sé alltaf óheppilegt, þá er tímasetningin gagnvart þingstörfum ekki sú versta upp á smitleiðir og þingstörf að gera. Að sjálfsögðu er þó farið í einu og öllu eftir tilmælum og ráðgjöf sóttvarnaryfirvalda þegar kemur að þinglokknum og starfsfólki hans, t.d. hvað varðar sóttkví. Þá er Alþingi að sjálfsögðu meðvitað um stöðuna og hefur gert viðeigandi ráðstafanir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Píratar Tengdar fréttir Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18