Hundruð mótmæla á Austurvelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2020 16:24 Frá Austurvelli um klukkan 16:40. Vísir/Vilhelm Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. Um tvö hundruð manns voru saman komin á Austurvelli upp úr klukkan 16. Síðan þá hefur fjölgað í hópi mótmælenda.Vísir/Vilhelm Í morgun komu nokkrir saman og mótmæltu við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ríkisstjórnin fundaði. Þá mótmælti kona á áttræðisaldri við dómsmálaráðuneytið eftir hádegið. Mótmælin á Austurvelli hófust klukkan fjögur. Heiða oft kennd við hljómsveitina Unun er á meðal mótmælenda og með gítar í hönd.Vísir/Vilhelm Umsókn fjölskyldunnar um hæli var hafnað en kallað hefur verið eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Hefur verið á það bent að börnin hafi fest rætur hér á landi og það brjóti gegn stjórnarskrá að synja börnum um vernd. Mótmælendur eru sumir hverjir með trommur og kúabjöllur.Vísir/Vilhelm Ráðherrar ríkisstjórnarinnar segjast ekki munu beita sér í einstökum málum. Mat hafi verið lagt á hagsmuni barnanna og það liggi til grundvallar ákvörðun um brottvísun. Nokkrir mótmælendur eru með borða eða skilti.Vísir/Vilhelm Að óbreyttu verður fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið. Lögmaður fjölskyldunnar hefur sent kærunefnd útlendingamála þrjár beiðnir. Tvær þeirra varðar endurupptöku málsins og ein um frestun réttaráhrifa. Sú fyrri sem varðar endurupptöku málsins snýr að sjónarmiðum um málsmeðferðartíma og hvernig hann skuli túlkaður. Málsmeðferðartími má ná sextán mánuðum og hefur dómsmálaráðherra sagt að málsmeðferðartími fjölskyldunnar sé innan þess tíma og því sé hægt að neita þeim um vernd. Sum skilaboðin eru á íslensku og ensku.Vísir/Vilhelm Seinni beiðnin um endurupptöku málsins lýtur að nýfengnum upplýsingum um heilsufar fjölskylduföðurins, en hann er sagður með háan blóðþrýsting sem setur hann í áhættuhóp vegna Covid. Beiðnin sem varðar frestun réttaráhrifa lýtur að stöðunni í Egyptalandi með tilliti til Covid-19 í dag. Gjallarhorn kemur að góðum notum til að ná til fjöldans.Vísir/Vilhelm Hælisleitendur Reykjavík Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fleiri fréttir Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. Um tvö hundruð manns voru saman komin á Austurvelli upp úr klukkan 16. Síðan þá hefur fjölgað í hópi mótmælenda.Vísir/Vilhelm Í morgun komu nokkrir saman og mótmæltu við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ríkisstjórnin fundaði. Þá mótmælti kona á áttræðisaldri við dómsmálaráðuneytið eftir hádegið. Mótmælin á Austurvelli hófust klukkan fjögur. Heiða oft kennd við hljómsveitina Unun er á meðal mótmælenda og með gítar í hönd.Vísir/Vilhelm Umsókn fjölskyldunnar um hæli var hafnað en kallað hefur verið eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Hefur verið á það bent að börnin hafi fest rætur hér á landi og það brjóti gegn stjórnarskrá að synja börnum um vernd. Mótmælendur eru sumir hverjir með trommur og kúabjöllur.Vísir/Vilhelm Ráðherrar ríkisstjórnarinnar segjast ekki munu beita sér í einstökum málum. Mat hafi verið lagt á hagsmuni barnanna og það liggi til grundvallar ákvörðun um brottvísun. Nokkrir mótmælendur eru með borða eða skilti.Vísir/Vilhelm Að óbreyttu verður fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið. Lögmaður fjölskyldunnar hefur sent kærunefnd útlendingamála þrjár beiðnir. Tvær þeirra varðar endurupptöku málsins og ein um frestun réttaráhrifa. Sú fyrri sem varðar endurupptöku málsins snýr að sjónarmiðum um málsmeðferðartíma og hvernig hann skuli túlkaður. Málsmeðferðartími má ná sextán mánuðum og hefur dómsmálaráðherra sagt að málsmeðferðartími fjölskyldunnar sé innan þess tíma og því sé hægt að neita þeim um vernd. Sum skilaboðin eru á íslensku og ensku.Vísir/Vilhelm Seinni beiðnin um endurupptöku málsins lýtur að nýfengnum upplýsingum um heilsufar fjölskylduföðurins, en hann er sagður með háan blóðþrýsting sem setur hann í áhættuhóp vegna Covid. Beiðnin sem varðar frestun réttaráhrifa lýtur að stöðunni í Egyptalandi með tilliti til Covid-19 í dag. Gjallarhorn kemur að góðum notum til að ná til fjöldans.Vísir/Vilhelm
Hælisleitendur Reykjavík Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fleiri fréttir Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira