Telur útilokað að nota skapalón fyrir stöðluð viðbrögð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2020 13:32 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Sigurjón Sóttvarnarlæknir telur útilokað að hægt sé að nota skapalón til þess að áhættumeta útbreiðslu kórónuveirunnar og grípa þannig til staðlaðra viðbragða á tilteknum tíma eftir því hvernig faraldur kórónuveirunnar þróast. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra þar sem hann fer yfir þá þætti sem liggja til grundvallar á þeim tillögum sem hann hefur sent ráðherra um takmarkanir og aðgerðir vegna Covid-19. Heilbrigðisráðuneytið hefur birt minnisblaðið á vef stjórnarráðsins, en það var kynnt á fundi ríkistjórnarinnar í dag. Sem kunnugt er hefur sóttvarnalæknir meðal annars það hlutverk að senda ráðherra tillögur um opinberra sóttvarnaráðstafana, en að er ráðherra að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til slíkra aðgerða. Í minnisblaðinu listar Þórólfur upp þau atriði og þá þætti sem tillögur sóttvarnalæknis hafa byggt á, alls er um að ræða átta eftirfarandi þætti: Faraldsfræði sjúkdómsins innanlands Faraldsfræði sjúkdómsins erlendis Skimanir/rannsóknir fyrir sjúkdómnum í samfélaginu Alvarleiki sjúkdómsins Geta heilbrigðiskerfisins Eiginleikar veirunnar Sóttvarnaráðstafanir sem þegar eru í gangi Samfélagsleg áhrif og trúverðuleiki ráðstafana Í minnisblaðinu, sem lesa má hér, er nánar farið út í hvern þátt. Þar kemur jafn fram að ýmsir af þessum þættum séu mælanlegir á meðan aðrir séu háðir huglægu mati, enda sé enn margt á huldu varðandi kórónuveiruna og Covid-19, sjúkdóminn sem henni getur fylgt. Þá nefnir Þórólfur að vegna umræðu erlendis og hérlendist hvort hægt sé að útbúa skapalón til þess að áhættumeta útbreiðslu veirunnar og þannig grípa til staðlaðra viðbragða hverju sinni, sé slíkt útilokað. „Þar sem að áhættumat á hverjum tíma byggir á fjölda þátta sem nefndir hafa verið hér að ofan þá tel ég nánast útilokað nota slíkt skapalón á þennan máta. Þó er unnið að skilgreiningum fyrir fyrirtæki og ýmiskonar starfsemi til að styðjast við þegar mat er lagt á viðbrögð hverju sinni t.d. sem snúa að upplýsingamiðlun,“ skrifar Þórólfur. Þá telur hann að það fyrirkomulag sem verið hefur við lýði um almennar og opinberar sóttvarnaraðgerðir tryggi best fagleg viðbrögð vegna Covid-19. „Þegar kemur hins vegar að mati á áhrifum sóttvarnaráðstafana á efnahag og atvinnulíf er það utan sérfræðiþekkingar sóttvarnalæknis.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Sjá meira
Sóttvarnarlæknir telur útilokað að hægt sé að nota skapalón til þess að áhættumeta útbreiðslu kórónuveirunnar og grípa þannig til staðlaðra viðbragða á tilteknum tíma eftir því hvernig faraldur kórónuveirunnar þróast. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra þar sem hann fer yfir þá þætti sem liggja til grundvallar á þeim tillögum sem hann hefur sent ráðherra um takmarkanir og aðgerðir vegna Covid-19. Heilbrigðisráðuneytið hefur birt minnisblaðið á vef stjórnarráðsins, en það var kynnt á fundi ríkistjórnarinnar í dag. Sem kunnugt er hefur sóttvarnalæknir meðal annars það hlutverk að senda ráðherra tillögur um opinberra sóttvarnaráðstafana, en að er ráðherra að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til slíkra aðgerða. Í minnisblaðinu listar Þórólfur upp þau atriði og þá þætti sem tillögur sóttvarnalæknis hafa byggt á, alls er um að ræða átta eftirfarandi þætti: Faraldsfræði sjúkdómsins innanlands Faraldsfræði sjúkdómsins erlendis Skimanir/rannsóknir fyrir sjúkdómnum í samfélaginu Alvarleiki sjúkdómsins Geta heilbrigðiskerfisins Eiginleikar veirunnar Sóttvarnaráðstafanir sem þegar eru í gangi Samfélagsleg áhrif og trúverðuleiki ráðstafana Í minnisblaðinu, sem lesa má hér, er nánar farið út í hvern þátt. Þar kemur jafn fram að ýmsir af þessum þættum séu mælanlegir á meðan aðrir séu háðir huglægu mati, enda sé enn margt á huldu varðandi kórónuveiruna og Covid-19, sjúkdóminn sem henni getur fylgt. Þá nefnir Þórólfur að vegna umræðu erlendis og hérlendist hvort hægt sé að útbúa skapalón til þess að áhættumeta útbreiðslu veirunnar og þannig grípa til staðlaðra viðbragða hverju sinni, sé slíkt útilokað. „Þar sem að áhættumat á hverjum tíma byggir á fjölda þátta sem nefndir hafa verið hér að ofan þá tel ég nánast útilokað nota slíkt skapalón á þennan máta. Þó er unnið að skilgreiningum fyrir fyrirtæki og ýmiskonar starfsemi til að styðjast við þegar mat er lagt á viðbrögð hverju sinni t.d. sem snúa að upplýsingamiðlun,“ skrifar Þórólfur. Þá telur hann að það fyrirkomulag sem verið hefur við lýði um almennar og opinberar sóttvarnaraðgerðir tryggi best fagleg viðbrögð vegna Covid-19. „Þegar kemur hins vegar að mati á áhrifum sóttvarnaráðstafana á efnahag og atvinnulíf er það utan sérfræðiþekkingar sóttvarnalæknis.“
Faraldsfræði sjúkdómsins innanlands Faraldsfræði sjúkdómsins erlendis Skimanir/rannsóknir fyrir sjúkdómnum í samfélaginu Alvarleiki sjúkdómsins Geta heilbrigðiskerfisins Eiginleikar veirunnar Sóttvarnaráðstafanir sem þegar eru í gangi Samfélagsleg áhrif og trúverðuleiki ráðstafana
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Sjá meira