Sögðu Ragnheiði nota of margar tilraunir: Varð að skjóta því hún fékk enga hjálp Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2020 16:30 Ragnheiður Júlíusdóttir er einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. VÍSIR/BÁRA Sérfræðingar Seinni bylgjunnar sýndu skotnýtingu Ragnheiðar Júlíusdóttir, í 25-24 sigri Fram á HK, skilning og kölluðu eftir meira framlagi frá samherjum hennar. Ragnheiður skoraði 12 mörk í leiknum, eða um helming marka Fram, en þurfti til þess 21 skottilraun. Þar af voru fimm mörk úr fimm vítum, svo að hún skoraði úr sjö af 16 skotum sínum utan af velli. „Hún er frábær leikmaður, en hún er náttúrulega pínu ein þarna. Þær voru ekki að finna sig – ekki Hildur [Þorgeirsdóttir], ekki Kristrún [Steinþórsdóttir] og Guðrún [Erla Bjarnadóttir] spilaði ekki mikið,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir í Seinni bylgjunni. „Ég hefði viljað sjá Guðrúnu fá meiri séns á miðjunni. Ragnheiður er náttúrulega með sitt skotleyfi, en það vantaði meira framlag frá Hildi. Ég held að vörnin hjá HK hafi komið henni svolítið á óvart,“ sagði Sunneva Einarsdóttir. „Annars hefði bara engin skotið“ Þær hrósuðu Ragnheiði fyrir sinn leik og undirstrikuðu að þar væri á ferðinni frábær leikmaður: „En hún er samt að nota of mikið af tilraunum. Í þessum leik gat hún samt ekki gert neitt annað því hún fékk enga hjálp. Annars hefði bara engin skotið. Það er því betra að hún skjóti frekar oftar en að sleppa því. En við gerum líka meiri kröfur á hana því hún er geggjaður leikmaður,“ sagði Sigurlaug, og Sunneva bætti við: „Heilt yfir fannst mér hún eiga mjög góðan leik, þó að hún skjóti svona oft. Ef engin önnur skýtur þá gerir hún það.“ Klippa: Seinni bylgjan - Ragnheiður Júlíusdóttir gegn HK Olís-deild kvenna Handbolti Seinni bylgjan Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - HK 25-24 | Háspenna í Safamýri Fram tapaði í Meistarakeppni KSÍ gegn KA/Þór á dögunum og liðið lenti í miklum erfiðleikum gegn HK í fyrstu umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. 11. september 2020 20:27 Stefán: Allt ömurlegt samkvæmt sérfræðingum Stefán Arnarson, þjálfari Fram var sáttur við nauman sigur gegn HK. Fyrir leik hafa vafalaust flestir „spekingar“ spáð Fram öruggum sigri en Stefán blæs á slíkt tal. 11. september 2020 20:56 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
Sérfræðingar Seinni bylgjunnar sýndu skotnýtingu Ragnheiðar Júlíusdóttir, í 25-24 sigri Fram á HK, skilning og kölluðu eftir meira framlagi frá samherjum hennar. Ragnheiður skoraði 12 mörk í leiknum, eða um helming marka Fram, en þurfti til þess 21 skottilraun. Þar af voru fimm mörk úr fimm vítum, svo að hún skoraði úr sjö af 16 skotum sínum utan af velli. „Hún er frábær leikmaður, en hún er náttúrulega pínu ein þarna. Þær voru ekki að finna sig – ekki Hildur [Þorgeirsdóttir], ekki Kristrún [Steinþórsdóttir] og Guðrún [Erla Bjarnadóttir] spilaði ekki mikið,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir í Seinni bylgjunni. „Ég hefði viljað sjá Guðrúnu fá meiri séns á miðjunni. Ragnheiður er náttúrulega með sitt skotleyfi, en það vantaði meira framlag frá Hildi. Ég held að vörnin hjá HK hafi komið henni svolítið á óvart,“ sagði Sunneva Einarsdóttir. „Annars hefði bara engin skotið“ Þær hrósuðu Ragnheiði fyrir sinn leik og undirstrikuðu að þar væri á ferðinni frábær leikmaður: „En hún er samt að nota of mikið af tilraunum. Í þessum leik gat hún samt ekki gert neitt annað því hún fékk enga hjálp. Annars hefði bara engin skotið. Það er því betra að hún skjóti frekar oftar en að sleppa því. En við gerum líka meiri kröfur á hana því hún er geggjaður leikmaður,“ sagði Sigurlaug, og Sunneva bætti við: „Heilt yfir fannst mér hún eiga mjög góðan leik, þó að hún skjóti svona oft. Ef engin önnur skýtur þá gerir hún það.“ Klippa: Seinni bylgjan - Ragnheiður Júlíusdóttir gegn HK
Olís-deild kvenna Handbolti Seinni bylgjan Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - HK 25-24 | Háspenna í Safamýri Fram tapaði í Meistarakeppni KSÍ gegn KA/Þór á dögunum og liðið lenti í miklum erfiðleikum gegn HK í fyrstu umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. 11. september 2020 20:27 Stefán: Allt ömurlegt samkvæmt sérfræðingum Stefán Arnarson, þjálfari Fram var sáttur við nauman sigur gegn HK. Fyrir leik hafa vafalaust flestir „spekingar“ spáð Fram öruggum sigri en Stefán blæs á slíkt tal. 11. september 2020 20:56 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - HK 25-24 | Háspenna í Safamýri Fram tapaði í Meistarakeppni KSÍ gegn KA/Þór á dögunum og liðið lenti í miklum erfiðleikum gegn HK í fyrstu umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. 11. september 2020 20:27
Stefán: Allt ömurlegt samkvæmt sérfræðingum Stefán Arnarson, þjálfari Fram var sáttur við nauman sigur gegn HK. Fyrir leik hafa vafalaust flestir „spekingar“ spáð Fram öruggum sigri en Stefán blæs á slíkt tal. 11. september 2020 20:56