Strætóbílstjóri hyggst kæra farþega sem hrækti framan í hann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2020 06:30 Eiríkur Barkarson, strætóbílstjóri, hyggst kæra farþega sem hrækti framan í hann til lögreglu. Facebook Eiríkur Barkarson, vagnstjóri hjá Strætó, lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu í gær að maður sem er smitaður af HIV og lifrarbólgu C hrækti framan í hann. Eiríkur segir í samtali við Vísi að hann ætli að kæra manninn til lögreglu. Eiríkur, sem ók leið 14, var á Hlemmi um klukkan 17:30 í gær þegar þrír karlmenn í annarlegu ástandi komu inn í vagninn. „Þeir ætluðu að reyna að fá frítt inn, allir þrír, en það var bara einn sem var með þessi leiðindi, hinir reyndu nú að draga úr honum. En hann tók sér góðan tíma í að tína klinkið í baukinn og hann ætlar sér greinilega ekkert að borga fyrir hina tvo. Ég neita hinum um að koma og þá er hann með einhverja stæla en biður um skiptimiða,“ segir Eiríkur. Hann lét manninn fá skiptimiða og hélt að þremenningarnir myndu þá fara út. „En þá lét hann vin sinn fyrir aftan fá skiptimiðann og segir honum að fara inn á honum en þá stend ég upp og segi við þá að koma sér bara út, allir. Þetta var bara komið gott.“ Maðurinn reyndi að lemja til Eiríks sem lýsir því að hinir tveir mennirnir sem voru með honum hafi stoppað hann af. Maðurinn hafi hins vegar náð að hrækja framan í Eirík fram hjá plexigleri sem komið hefur verið upp í strætisvögnum vegna kórónuveirufaraldursins. Glerið skilur þannig að bílstjóra og farþega. Eiríkur segir að þremenningarnir hafi síðan farið burt. Hann kallaði þá til lögreglu sem fann mennina hinu megin við hornið, á Háspennu við Hlemm. Aldrei lent í öðru eins í starfi sínu sem vagnstjóri Að sögn Eiríks sagði lögreglan honum að mennirnir þrír væru allir góðkunningjar lögreglunnar. Þeir væru allir smitaðir af HIV og lifrarbólgu C og þar sem Eiríkur hefði fengið hráka í augað þyrfti hann að fara strax upp á bráðamóttöku í blóðprufu. Eiríkur var nýkominn af bráðamóttökunni í gærkvöldi þegar Vísir náði tali af honum. Hann segir að niðurstaða úr blóðprufunni liggi fyrir eftir nokkra daga en samkvæmt því sem honum var tjáð á spítalanum eru hverfandi líkur á að smitast með munnvatni af HIV og lifrarbólgu C. Það er í samræmi við upplýsingar á vef landlæknis um smitleiðir þessara sjúkdóma þar sem segir að lifrarbólga C smitist fyrst og fremst við blóðblöndun og að HIV geti smitast þegar HIV-smitað blóð, sæði eða leggangaslím komist inn í blóðrás ósmitaðs einstaklings. Eiríkur eigi hins vegar að koma í blóðprufu aftur eftir þrjá mánuði til að fullvissa sig um að hann hafi ekki smitast. Aðspurður hvernig honum líði segir hann að hann hafi verið í miklu sjokki fyrst, sérstaklega eftir að hafa heyrt frá lögreglu að maðurinn væri smitaður af HIV og lifrarbólgu C. Hann sé hins vegar orðinn rólegur núna og eigi vakt aftur hjá Strætó á miðvikudaginn sem hann hyggst mæta á. Eiríkur hefur keyrt strætó í nokkur ár en kveðst aldrei hafa lent í öðru eins. Þá segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við Vísi að svona nokkuð sé ekki algengt þótt að starfi vagnstjórans fylgi því miður oft mikið áreiti. Hann segir að Eiríki bjóðist áfallahjálp eftir atvikið. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum af vef landlæknis um smitleiðir HIV og lifrarbólgu C. Strætó Lögreglumál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira
Eiríkur Barkarson, vagnstjóri hjá Strætó, lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu í gær að maður sem er smitaður af HIV og lifrarbólgu C hrækti framan í hann. Eiríkur segir í samtali við Vísi að hann ætli að kæra manninn til lögreglu. Eiríkur, sem ók leið 14, var á Hlemmi um klukkan 17:30 í gær þegar þrír karlmenn í annarlegu ástandi komu inn í vagninn. „Þeir ætluðu að reyna að fá frítt inn, allir þrír, en það var bara einn sem var með þessi leiðindi, hinir reyndu nú að draga úr honum. En hann tók sér góðan tíma í að tína klinkið í baukinn og hann ætlar sér greinilega ekkert að borga fyrir hina tvo. Ég neita hinum um að koma og þá er hann með einhverja stæla en biður um skiptimiða,“ segir Eiríkur. Hann lét manninn fá skiptimiða og hélt að þremenningarnir myndu þá fara út. „En þá lét hann vin sinn fyrir aftan fá skiptimiðann og segir honum að fara inn á honum en þá stend ég upp og segi við þá að koma sér bara út, allir. Þetta var bara komið gott.“ Maðurinn reyndi að lemja til Eiríks sem lýsir því að hinir tveir mennirnir sem voru með honum hafi stoppað hann af. Maðurinn hafi hins vegar náð að hrækja framan í Eirík fram hjá plexigleri sem komið hefur verið upp í strætisvögnum vegna kórónuveirufaraldursins. Glerið skilur þannig að bílstjóra og farþega. Eiríkur segir að þremenningarnir hafi síðan farið burt. Hann kallaði þá til lögreglu sem fann mennina hinu megin við hornið, á Háspennu við Hlemm. Aldrei lent í öðru eins í starfi sínu sem vagnstjóri Að sögn Eiríks sagði lögreglan honum að mennirnir þrír væru allir góðkunningjar lögreglunnar. Þeir væru allir smitaðir af HIV og lifrarbólgu C og þar sem Eiríkur hefði fengið hráka í augað þyrfti hann að fara strax upp á bráðamóttöku í blóðprufu. Eiríkur var nýkominn af bráðamóttökunni í gærkvöldi þegar Vísir náði tali af honum. Hann segir að niðurstaða úr blóðprufunni liggi fyrir eftir nokkra daga en samkvæmt því sem honum var tjáð á spítalanum eru hverfandi líkur á að smitast með munnvatni af HIV og lifrarbólgu C. Það er í samræmi við upplýsingar á vef landlæknis um smitleiðir þessara sjúkdóma þar sem segir að lifrarbólga C smitist fyrst og fremst við blóðblöndun og að HIV geti smitast þegar HIV-smitað blóð, sæði eða leggangaslím komist inn í blóðrás ósmitaðs einstaklings. Eiríkur eigi hins vegar að koma í blóðprufu aftur eftir þrjá mánuði til að fullvissa sig um að hann hafi ekki smitast. Aðspurður hvernig honum líði segir hann að hann hafi verið í miklu sjokki fyrst, sérstaklega eftir að hafa heyrt frá lögreglu að maðurinn væri smitaður af HIV og lifrarbólgu C. Hann sé hins vegar orðinn rólegur núna og eigi vakt aftur hjá Strætó á miðvikudaginn sem hann hyggst mæta á. Eiríkur hefur keyrt strætó í nokkur ár en kveðst aldrei hafa lent í öðru eins. Þá segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við Vísi að svona nokkuð sé ekki algengt þótt að starfi vagnstjórans fylgi því miður oft mikið áreiti. Hann segir að Eiríki bjóðist áfallahjálp eftir atvikið. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum af vef landlæknis um smitleiðir HIV og lifrarbólgu C.
Strætó Lögreglumál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira