Ætlar sér oddvitasæti á suðvesturhorninu Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2020 11:48 Benedikt Jóhannesson ætlar að hella sér aftur út í stjórnmálinn. Vísir/Daníel Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar, segist sækjast eftir að leiða lista Viðreisnar í einhverju kjördæminu á Suðvesturhorni í þingkosningunum á næsta ári. Hann segir popúlista sækja fram á Íslandi og að þeir séu að ná þingsætum. Spurður hvort hann sé þar að vísa sérstaklega til Miðflokksins, segir hann að fólk hljóti að sjá það í hendi sér við hvað er átt. „Ég held að það skýri sig sjálft í hugum allra.“ Ekki er úr vegi að ætla sem svo að Benedikt skilgreini Miðflokkinn sem andstæðu Viðreisnar, auk ríkisstjórnarflokkanna. Sem gæti þá skýrt línur í næstu Alþingiskosningum. Í pistli sem Benedikt birti á umræðuvettvangi Viðreisnar rifjar hann upp að þegar hann leiddi listann í Norðausturkjördæmi árið 2016 hugsaði ég það þannig, að ef flokkurinn ætti að geta komið að stjórnarmyndun yrðum við að ná þingsætum í dreifbýlinu og leggja talsvert undir. Hann reyndi fyrir sér í Norðausturkjördæmi og varaformaðurinn, Jóna Sólveig Elínardóttir, í Suðurkjördæmi. Bæði náðu kjöri. „Nú hafa aðstæður gerbreyst. Árin undir núverandi ríkisstjórn eru óhagstæð okkar meginbaráttumálum. Popúlistar sækja fram og ná þingsætum,“ segir Benedikt. Umdeild og afdrifarík ummæli Benedikts Benedikt, sem er stofnandi flokksins, ráðherra og fyrsti formaður, varð valtur í sessi eftir að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk í loft 2017 þegar á daginn kom að faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hafði skrifað undir umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Vísir greindi frá málinu og í kjölfar þess liðaðist ríkisstjórnin í sundur. Björt framtíð dró sig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu en Benedikt Jóhannesson lét hins vegar umdeild ummæli falla, sem hann svo bakkaði með, að það mál, sem þótti svo „stórt að það væri ástæða stjórnarslita, það man varla nokkur hvað þetta er. Ef að þetta hefði verið stjórnarslitamál þá ætti þetta að vera eitt aðalkosningamálið núna.“ Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal flokksmanna, atburðarásin var hröð sem endaði með því að Þorgerður Katrín var kosin formaður flokksins. Nú skal herða róðurinn Að sögn, hefur Viðreisn verið meginviðfangsefni Benedikts frá árinu 2014. Hann vill enn stuðla að því að því að málstaður flokksins eflist og að hann verði í aðstöðu til að mynda ríkisstjórn að ári. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Benedikt segir popúlista sækja fram. Spurður hvort hann sé þar að tala um Miðflokkinn segir hann það skýra sig sjálft í hugum allraVísir/Vilhelm „Aðeins þannig er von til þess að sækja í frelsisátt, sem gerist ekki nema við náum mjög góðum árangri á Suðvesturhorninu. Ég nýt mín best þar sem baráttan er hörðust og vona að ég njóti trausts til að vera í fremstu víglínu.“ Benedikt segir að hann muni sækjast eftir oddvitasæti á Suðvesturhorni, og þó enn sé langt til kosninga, eitt ár og tvær vikur, sé vert að búa sig vel undir þær. Blaðamaður Vísis spurði hann sérstaklega út í það hvort skilja megi orð hans svo að í þeim fælist gagnrýni á störf núverandi formanns, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, en Benedikt segir að samstarf þeirra sé fínt. Benedikt sendi í framhaldinu frá sér tilkynningu á Facebook sem lesa má að neðan. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar, segist sækjast eftir að leiða lista Viðreisnar í einhverju kjördæminu á Suðvesturhorni í þingkosningunum á næsta ári. Hann segir popúlista sækja fram á Íslandi og að þeir séu að ná þingsætum. Spurður hvort hann sé þar að vísa sérstaklega til Miðflokksins, segir hann að fólk hljóti að sjá það í hendi sér við hvað er átt. „Ég held að það skýri sig sjálft í hugum allra.“ Ekki er úr vegi að ætla sem svo að Benedikt skilgreini Miðflokkinn sem andstæðu Viðreisnar, auk ríkisstjórnarflokkanna. Sem gæti þá skýrt línur í næstu Alþingiskosningum. Í pistli sem Benedikt birti á umræðuvettvangi Viðreisnar rifjar hann upp að þegar hann leiddi listann í Norðausturkjördæmi árið 2016 hugsaði ég það þannig, að ef flokkurinn ætti að geta komið að stjórnarmyndun yrðum við að ná þingsætum í dreifbýlinu og leggja talsvert undir. Hann reyndi fyrir sér í Norðausturkjördæmi og varaformaðurinn, Jóna Sólveig Elínardóttir, í Suðurkjördæmi. Bæði náðu kjöri. „Nú hafa aðstæður gerbreyst. Árin undir núverandi ríkisstjórn eru óhagstæð okkar meginbaráttumálum. Popúlistar sækja fram og ná þingsætum,“ segir Benedikt. Umdeild og afdrifarík ummæli Benedikts Benedikt, sem er stofnandi flokksins, ráðherra og fyrsti formaður, varð valtur í sessi eftir að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk í loft 2017 þegar á daginn kom að faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hafði skrifað undir umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Vísir greindi frá málinu og í kjölfar þess liðaðist ríkisstjórnin í sundur. Björt framtíð dró sig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu en Benedikt Jóhannesson lét hins vegar umdeild ummæli falla, sem hann svo bakkaði með, að það mál, sem þótti svo „stórt að það væri ástæða stjórnarslita, það man varla nokkur hvað þetta er. Ef að þetta hefði verið stjórnarslitamál þá ætti þetta að vera eitt aðalkosningamálið núna.“ Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal flokksmanna, atburðarásin var hröð sem endaði með því að Þorgerður Katrín var kosin formaður flokksins. Nú skal herða róðurinn Að sögn, hefur Viðreisn verið meginviðfangsefni Benedikts frá árinu 2014. Hann vill enn stuðla að því að því að málstaður flokksins eflist og að hann verði í aðstöðu til að mynda ríkisstjórn að ári. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Benedikt segir popúlista sækja fram. Spurður hvort hann sé þar að tala um Miðflokkinn segir hann það skýra sig sjálft í hugum allraVísir/Vilhelm „Aðeins þannig er von til þess að sækja í frelsisátt, sem gerist ekki nema við náum mjög góðum árangri á Suðvesturhorninu. Ég nýt mín best þar sem baráttan er hörðust og vona að ég njóti trausts til að vera í fremstu víglínu.“ Benedikt segir að hann muni sækjast eftir oddvitasæti á Suðvesturhorni, og þó enn sé langt til kosninga, eitt ár og tvær vikur, sé vert að búa sig vel undir þær. Blaðamaður Vísis spurði hann sérstaklega út í það hvort skilja megi orð hans svo að í þeim fælist gagnrýni á störf núverandi formanns, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, en Benedikt segir að samstarf þeirra sé fínt. Benedikt sendi í framhaldinu frá sér tilkynningu á Facebook sem lesa má að neðan.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent