Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. september 2020 20:30 Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar og stjórnarmaður í Ferðaklasanum og hjá Íslandsstofu. Vísir Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu eða þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali nú fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir fyrirtæki vegna kórónuveirufaraldursins hafa nýst fyrirtækjum í ferðaþjónustu á ýmsan hátt að sögn Rannveigar Grétarsdóttur framkvæmdastjóra Eldingar og stjórnarmanni í Ferðaklasanum. Hún segir hins vegar að lang flest fyrirtæki hafi orðið fyrir 90-95% tekufalli síðan í mars, ekki sjái fyrir endann á því , það þurfi því meira til. „Það er 90% af ferðaþjónustunni að hætta að vinna næstu mánaðarmót eða þar næstu,“ segir Rannveig. Hún segir bankana nú meta hvaða fyrirtæki séu lífvænleg og hver ekki. „Við fengum frystingu á lánum í vor en núna eru bankarnir að meta hverjir fá áframhaldandi frystingu og matið getur haft í för með sér hverjir lifa þetta ástand af,“ segir Rannveig. Þá hafi stuðningslánin komið hratt inn í sumar en svo hafi lítið miðast áfram. „Mörg ferðaþjónustufyrirtæki fengu tíu fyrstu milljónirnar auðveldlega í stuðningslán í sumar en restin eða lán uppí 30 milljónir eru í vinnslu hjá bönkunum. Ég veit alla vega ekki til þess að það sé byrjað að afgreiða þau,“ segir hún. Bankarnir veiti ekki viðbótarlán „Svo þegar kemur að næstu aðgerð eða viðbótarlánunum þá eru bankarnir algjörlega í baklás. Þeir segja að það sé ekki viðeigandi að hafa aðeins 18 mánaðar ríkisábyrgð því fyrirtækin verði klárlega ekki búin að borga þau til baka á þeim tíma. Ég efast að bankarnir komi til með að veita þau lán,“ segir Rannveig. Hún óttast að mörg fyrirtæki fari í gjaldþrot eða hætti starfsemi á næstu mánuðum og þá verði erfiðara að byrja aftur þegar ferðamenn koma á ný til til landsins. „Við í ferðageiranum höfum verið að tala um að fá rekstrarstyrki til að geta haldið einhverju starfsfólki í vetur. Ef það verður ekki hægt og fólk týnist endalaust úr greininni mun reynast afar erfitt að koma hjólunum aftur í gang þegar ástandið vegna kórónuveirufaraldursins lagast,“ segir Rannveig. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35 Spá því að þrjátíu þúsund manns verði á atvinnuleysisskrá um jólin Nokkur hundruð manns var sagt upp störfum í dag eða fengu ekki endurráðningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Samtök ferðaþjónustunnar spá þrjátíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá um jólin. 31. ágúst 2020 18:34 Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Hagfræðingur segir að hér sér skollin á kreppa. 31. ágúst 2020 12:55 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu eða þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali nú fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir fyrirtæki vegna kórónuveirufaraldursins hafa nýst fyrirtækjum í ferðaþjónustu á ýmsan hátt að sögn Rannveigar Grétarsdóttur framkvæmdastjóra Eldingar og stjórnarmanni í Ferðaklasanum. Hún segir hins vegar að lang flest fyrirtæki hafi orðið fyrir 90-95% tekufalli síðan í mars, ekki sjái fyrir endann á því , það þurfi því meira til. „Það er 90% af ferðaþjónustunni að hætta að vinna næstu mánaðarmót eða þar næstu,“ segir Rannveig. Hún segir bankana nú meta hvaða fyrirtæki séu lífvænleg og hver ekki. „Við fengum frystingu á lánum í vor en núna eru bankarnir að meta hverjir fá áframhaldandi frystingu og matið getur haft í för með sér hverjir lifa þetta ástand af,“ segir Rannveig. Þá hafi stuðningslánin komið hratt inn í sumar en svo hafi lítið miðast áfram. „Mörg ferðaþjónustufyrirtæki fengu tíu fyrstu milljónirnar auðveldlega í stuðningslán í sumar en restin eða lán uppí 30 milljónir eru í vinnslu hjá bönkunum. Ég veit alla vega ekki til þess að það sé byrjað að afgreiða þau,“ segir hún. Bankarnir veiti ekki viðbótarlán „Svo þegar kemur að næstu aðgerð eða viðbótarlánunum þá eru bankarnir algjörlega í baklás. Þeir segja að það sé ekki viðeigandi að hafa aðeins 18 mánaðar ríkisábyrgð því fyrirtækin verði klárlega ekki búin að borga þau til baka á þeim tíma. Ég efast að bankarnir komi til með að veita þau lán,“ segir Rannveig. Hún óttast að mörg fyrirtæki fari í gjaldþrot eða hætti starfsemi á næstu mánuðum og þá verði erfiðara að byrja aftur þegar ferðamenn koma á ný til til landsins. „Við í ferðageiranum höfum verið að tala um að fá rekstrarstyrki til að geta haldið einhverju starfsfólki í vetur. Ef það verður ekki hægt og fólk týnist endalaust úr greininni mun reynast afar erfitt að koma hjólunum aftur í gang þegar ástandið vegna kórónuveirufaraldursins lagast,“ segir Rannveig.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35 Spá því að þrjátíu þúsund manns verði á atvinnuleysisskrá um jólin Nokkur hundruð manns var sagt upp störfum í dag eða fengu ekki endurráðningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Samtök ferðaþjónustunnar spá þrjátíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá um jólin. 31. ágúst 2020 18:34 Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Hagfræðingur segir að hér sér skollin á kreppa. 31. ágúst 2020 12:55 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35
Spá því að þrjátíu þúsund manns verði á atvinnuleysisskrá um jólin Nokkur hundruð manns var sagt upp störfum í dag eða fengu ekki endurráðningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Samtök ferðaþjónustunnar spá þrjátíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá um jólin. 31. ágúst 2020 18:34
Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Hagfræðingur segir að hér sér skollin á kreppa. 31. ágúst 2020 12:55