Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. september 2020 20:30 Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar og stjórnarmaður í Ferðaklasanum og hjá Íslandsstofu. Vísir Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu eða þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali nú fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir fyrirtæki vegna kórónuveirufaraldursins hafa nýst fyrirtækjum í ferðaþjónustu á ýmsan hátt að sögn Rannveigar Grétarsdóttur framkvæmdastjóra Eldingar og stjórnarmanni í Ferðaklasanum. Hún segir hins vegar að lang flest fyrirtæki hafi orðið fyrir 90-95% tekufalli síðan í mars, ekki sjái fyrir endann á því , það þurfi því meira til. „Það er 90% af ferðaþjónustunni að hætta að vinna næstu mánaðarmót eða þar næstu,“ segir Rannveig. Hún segir bankana nú meta hvaða fyrirtæki séu lífvænleg og hver ekki. „Við fengum frystingu á lánum í vor en núna eru bankarnir að meta hverjir fá áframhaldandi frystingu og matið getur haft í för með sér hverjir lifa þetta ástand af,“ segir Rannveig. Þá hafi stuðningslánin komið hratt inn í sumar en svo hafi lítið miðast áfram. „Mörg ferðaþjónustufyrirtæki fengu tíu fyrstu milljónirnar auðveldlega í stuðningslán í sumar en restin eða lán uppí 30 milljónir eru í vinnslu hjá bönkunum. Ég veit alla vega ekki til þess að það sé byrjað að afgreiða þau,“ segir hún. Bankarnir veiti ekki viðbótarlán „Svo þegar kemur að næstu aðgerð eða viðbótarlánunum þá eru bankarnir algjörlega í baklás. Þeir segja að það sé ekki viðeigandi að hafa aðeins 18 mánaðar ríkisábyrgð því fyrirtækin verði klárlega ekki búin að borga þau til baka á þeim tíma. Ég efast að bankarnir komi til með að veita þau lán,“ segir Rannveig. Hún óttast að mörg fyrirtæki fari í gjaldþrot eða hætti starfsemi á næstu mánuðum og þá verði erfiðara að byrja aftur þegar ferðamenn koma á ný til til landsins. „Við í ferðageiranum höfum verið að tala um að fá rekstrarstyrki til að geta haldið einhverju starfsfólki í vetur. Ef það verður ekki hægt og fólk týnist endalaust úr greininni mun reynast afar erfitt að koma hjólunum aftur í gang þegar ástandið vegna kórónuveirufaraldursins lagast,“ segir Rannveig. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35 Spá því að þrjátíu þúsund manns verði á atvinnuleysisskrá um jólin Nokkur hundruð manns var sagt upp störfum í dag eða fengu ekki endurráðningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Samtök ferðaþjónustunnar spá þrjátíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá um jólin. 31. ágúst 2020 18:34 Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Hagfræðingur segir að hér sér skollin á kreppa. 31. ágúst 2020 12:55 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Fleiri fréttir 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Sjá meira
Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu eða þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali nú fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir fyrirtæki vegna kórónuveirufaraldursins hafa nýst fyrirtækjum í ferðaþjónustu á ýmsan hátt að sögn Rannveigar Grétarsdóttur framkvæmdastjóra Eldingar og stjórnarmanni í Ferðaklasanum. Hún segir hins vegar að lang flest fyrirtæki hafi orðið fyrir 90-95% tekufalli síðan í mars, ekki sjái fyrir endann á því , það þurfi því meira til. „Það er 90% af ferðaþjónustunni að hætta að vinna næstu mánaðarmót eða þar næstu,“ segir Rannveig. Hún segir bankana nú meta hvaða fyrirtæki séu lífvænleg og hver ekki. „Við fengum frystingu á lánum í vor en núna eru bankarnir að meta hverjir fá áframhaldandi frystingu og matið getur haft í för með sér hverjir lifa þetta ástand af,“ segir Rannveig. Þá hafi stuðningslánin komið hratt inn í sumar en svo hafi lítið miðast áfram. „Mörg ferðaþjónustufyrirtæki fengu tíu fyrstu milljónirnar auðveldlega í stuðningslán í sumar en restin eða lán uppí 30 milljónir eru í vinnslu hjá bönkunum. Ég veit alla vega ekki til þess að það sé byrjað að afgreiða þau,“ segir hún. Bankarnir veiti ekki viðbótarlán „Svo þegar kemur að næstu aðgerð eða viðbótarlánunum þá eru bankarnir algjörlega í baklás. Þeir segja að það sé ekki viðeigandi að hafa aðeins 18 mánaðar ríkisábyrgð því fyrirtækin verði klárlega ekki búin að borga þau til baka á þeim tíma. Ég efast að bankarnir komi til með að veita þau lán,“ segir Rannveig. Hún óttast að mörg fyrirtæki fari í gjaldþrot eða hætti starfsemi á næstu mánuðum og þá verði erfiðara að byrja aftur þegar ferðamenn koma á ný til til landsins. „Við í ferðageiranum höfum verið að tala um að fá rekstrarstyrki til að geta haldið einhverju starfsfólki í vetur. Ef það verður ekki hægt og fólk týnist endalaust úr greininni mun reynast afar erfitt að koma hjólunum aftur í gang þegar ástandið vegna kórónuveirufaraldursins lagast,“ segir Rannveig.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35 Spá því að þrjátíu þúsund manns verði á atvinnuleysisskrá um jólin Nokkur hundruð manns var sagt upp störfum í dag eða fengu ekki endurráðningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Samtök ferðaþjónustunnar spá þrjátíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá um jólin. 31. ágúst 2020 18:34 Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Hagfræðingur segir að hér sér skollin á kreppa. 31. ágúst 2020 12:55 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Fleiri fréttir 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Sjá meira
Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35
Spá því að þrjátíu þúsund manns verði á atvinnuleysisskrá um jólin Nokkur hundruð manns var sagt upp störfum í dag eða fengu ekki endurráðningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Samtök ferðaþjónustunnar spá þrjátíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá um jólin. 31. ágúst 2020 18:34
Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Hagfræðingur segir að hér sér skollin á kreppa. 31. ágúst 2020 12:55