Tala látinna vegna gróðureldanna hækkar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2020 07:50 Slökkviliðsmaður í Kaliforníu horfir á tré sem kviknað hefur í. Tugir þúsunda slökkviliðsmanna hafa verið kallaðir út til að berjast við eldana í nokkrum ríkjum í vesturhluta Bandaríkjanna. AP Photo/Nic Coury Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. Þúsundir heimila hafa eyðilagst og tugir þúsunda neyðst til að yfirgefa heimili sín. Eldarnir hafa nú brennt svæði á stærð við New Jersey, samkvæmt yfirvöldum á svæðinu. Það eru um 22.000 ferkílómetrar. Reykmengunin af völdum eldanna hefur valdið því að Portland, stærsta borg Oregon, mælist nú með verstu loftgæði í heiminum. Þar á eftir koma San Francisco í Kaliforní og Seattle í Washington. Minnst 22 hafa látist af völdum eldanna í Kaliforníu síðan 15. ágúst. Tugir þúsunda íbúa ríkisins hafa þurft að yfirgefa heimili sín og tæplega 15.000 slökkviliðsmenn berjast nú við 28 stóra elda. Í Oregon er svipaða sögu að segja. Minnst 16 stórir eldar loga á svæðinu og 40.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Samkvæmt yfirvöldum hafa 10 látist, en óttast er að tala látinna sé mun hærri. Stærsti eldurinn sem logar þar, í Almeda-sýslu, er rannsakaður sem möguleg íkveikja. Í Washington-ríki eru 15 stórir eldar. Fyrr í vikunni lést eins árs drengur. Foreldar hans liggja þungt haldnir á spítala. Biden skýtur á forsetann vegna ástandsins Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, gerði eldana að umtalsefni sínu í gær. Hann sagði þá stafa af loftslagsbreytingum, sem hann sagði vera „yfirvofandi ógn við tilvist og lifnaðarhætti okkar.“ Þá sakaði Biden mótframbjóðanda sinn, Donald Trump forseta, um að neita að horfast í augu við þann veruleika. Trump hefur ítrekað sagst efast um loftslagsbreytingar af mannavöldum og telur, í það minnsta opinberlega, að eldarnir séu afleiðing lélegrar umhirðu skóga. Trump segir eldana stafa af lélegri umhirðu skóga.AP Photo/Andrew Harnik „Þú verður að þrífa skógana þína. Þar er margra, margra ára virði af laufum og brotnum trjám og þau eru svo eldfim. Ég er búinn að tala um þetta í þrjú ár en það vill enginn hlusta,“ sagði Trump á einum stuðningsmannafunda sinna í síðasta mánuði. Í nóvember 2018 lét Trump hafa eftir sér svipuð ummæli, en þá geisuðu einnig miklir eldar í Kaliforníu. Hann sagði þá að skógareldar væru ekki vandamál í Finnlandi þar sem finnsk stjórnvöld létu raka skógarbotna til að draga úr eldhættu. Sauli Niinistö, forseti Finnlands, vildi á sínum tíma ekki kannast við þetta og sagði að Trump hefði mögulega misskilið hann á fundi starfsbræðranna 11. nóvember 2018. Bandaríkin Donald Trump Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11 „Ekki nema“ þrjátíu stiga hiti á svölum degi í gær Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. 11. september 2020 11:13 Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. Þúsundir heimila hafa eyðilagst og tugir þúsunda neyðst til að yfirgefa heimili sín. Eldarnir hafa nú brennt svæði á stærð við New Jersey, samkvæmt yfirvöldum á svæðinu. Það eru um 22.000 ferkílómetrar. Reykmengunin af völdum eldanna hefur valdið því að Portland, stærsta borg Oregon, mælist nú með verstu loftgæði í heiminum. Þar á eftir koma San Francisco í Kaliforní og Seattle í Washington. Minnst 22 hafa látist af völdum eldanna í Kaliforníu síðan 15. ágúst. Tugir þúsunda íbúa ríkisins hafa þurft að yfirgefa heimili sín og tæplega 15.000 slökkviliðsmenn berjast nú við 28 stóra elda. Í Oregon er svipaða sögu að segja. Minnst 16 stórir eldar loga á svæðinu og 40.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Samkvæmt yfirvöldum hafa 10 látist, en óttast er að tala látinna sé mun hærri. Stærsti eldurinn sem logar þar, í Almeda-sýslu, er rannsakaður sem möguleg íkveikja. Í Washington-ríki eru 15 stórir eldar. Fyrr í vikunni lést eins árs drengur. Foreldar hans liggja þungt haldnir á spítala. Biden skýtur á forsetann vegna ástandsins Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, gerði eldana að umtalsefni sínu í gær. Hann sagði þá stafa af loftslagsbreytingum, sem hann sagði vera „yfirvofandi ógn við tilvist og lifnaðarhætti okkar.“ Þá sakaði Biden mótframbjóðanda sinn, Donald Trump forseta, um að neita að horfast í augu við þann veruleika. Trump hefur ítrekað sagst efast um loftslagsbreytingar af mannavöldum og telur, í það minnsta opinberlega, að eldarnir séu afleiðing lélegrar umhirðu skóga. Trump segir eldana stafa af lélegri umhirðu skóga.AP Photo/Andrew Harnik „Þú verður að þrífa skógana þína. Þar er margra, margra ára virði af laufum og brotnum trjám og þau eru svo eldfim. Ég er búinn að tala um þetta í þrjú ár en það vill enginn hlusta,“ sagði Trump á einum stuðningsmannafunda sinna í síðasta mánuði. Í nóvember 2018 lét Trump hafa eftir sér svipuð ummæli, en þá geisuðu einnig miklir eldar í Kaliforníu. Hann sagði þá að skógareldar væru ekki vandamál í Finnlandi þar sem finnsk stjórnvöld létu raka skógarbotna til að draga úr eldhættu. Sauli Niinistö, forseti Finnlands, vildi á sínum tíma ekki kannast við þetta og sagði að Trump hefði mögulega misskilið hann á fundi starfsbræðranna 11. nóvember 2018.
Bandaríkin Donald Trump Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11 „Ekki nema“ þrjátíu stiga hiti á svölum degi í gær Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. 11. september 2020 11:13 Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11
„Ekki nema“ þrjátíu stiga hiti á svölum degi í gær Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. 11. september 2020 11:13
Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17