Snorri Steinn: Eflaust góður sjónvarpsleikur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2020 20:33 Ha?! Snorri Steinn Guðjónsson hissa á svip. vísir/hulda margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigur á FH, 30-33, í fyrsta leik liðsins í Olís-deild karla. „Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik. Við byrjuðum ekki vel á meðan FH-ingarnir voru flottir og skoruðu mikið á okkur úr hröðum sóknum. Ég var ánægður að vera bara einu marki undir í hálfleik, leið vel með það og hafði trú á því að við myndum spila aðeins betur myndum við sigla þessu heim sem og við gerðum,“ sagði Snorri í samtali við Vísi eftir leik. Valsmenn eru með mikla breidd, sennilega þá mestu í deildinni, og Snorri hefur úr mörgum góðum leikmönnum að velja. Í seinni hálfleik hitti hann á réttu blönduna fyrir utan, með Róbert Aron Hostert hægra megin, Tuma Stein Rúnarsson á miðjunni og Magnús Óla Magnússon vinstra megin. „Það gekk mjög vel. Ég er með góðan og breiðan hóp. Það getur verið kúnst að finna út úr þessu og það var eitt og annað sem leiddi til þess að við settum Robba hægra megin og Tuma á miðjuna. Þeir voru flottir í dag,“ sagði Snorri. Hann vonast til að Valsmenn bæti varnarleik sinn í næstu leikjum þótt hann hafi ekki verið alls kostar ósáttur með hann í kvöld. „Ég er ekki ánægður að fá á mig 30 mörk og verð að skoða þetta aftur. Við erum samt að spila á móti einu besta sóknarliði deildarinnar. Það var fullt af góðum hlutum en líka eitthvað sem þarf að laga. Við viljum ekki fá okkur 30 mörk en þegar ég skoða leikinn aftur kemst ég kannski á aðra skoðun varðandi varnarleikinn,“ sagði Snorri. „Þetta var góður leikur tveggja góðra liða, jafn og spennandi og eflaust góður sjónvarpsleikur.“ Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Valur 30-33 | Valsarar sóttu sigur í Kaplakrika Valur hafði betur gegn FH, 30-33, í stórleik 1. umferðar Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld. 12. september 2020 20:27 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigur á FH, 30-33, í fyrsta leik liðsins í Olís-deild karla. „Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik. Við byrjuðum ekki vel á meðan FH-ingarnir voru flottir og skoruðu mikið á okkur úr hröðum sóknum. Ég var ánægður að vera bara einu marki undir í hálfleik, leið vel með það og hafði trú á því að við myndum spila aðeins betur myndum við sigla þessu heim sem og við gerðum,“ sagði Snorri í samtali við Vísi eftir leik. Valsmenn eru með mikla breidd, sennilega þá mestu í deildinni, og Snorri hefur úr mörgum góðum leikmönnum að velja. Í seinni hálfleik hitti hann á réttu blönduna fyrir utan, með Róbert Aron Hostert hægra megin, Tuma Stein Rúnarsson á miðjunni og Magnús Óla Magnússon vinstra megin. „Það gekk mjög vel. Ég er með góðan og breiðan hóp. Það getur verið kúnst að finna út úr þessu og það var eitt og annað sem leiddi til þess að við settum Robba hægra megin og Tuma á miðjuna. Þeir voru flottir í dag,“ sagði Snorri. Hann vonast til að Valsmenn bæti varnarleik sinn í næstu leikjum þótt hann hafi ekki verið alls kostar ósáttur með hann í kvöld. „Ég er ekki ánægður að fá á mig 30 mörk og verð að skoða þetta aftur. Við erum samt að spila á móti einu besta sóknarliði deildarinnar. Það var fullt af góðum hlutum en líka eitthvað sem þarf að laga. Við viljum ekki fá okkur 30 mörk en þegar ég skoða leikinn aftur kemst ég kannski á aðra skoðun varðandi varnarleikinn,“ sagði Snorri. „Þetta var góður leikur tveggja góðra liða, jafn og spennandi og eflaust góður sjónvarpsleikur.“
Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Valur 30-33 | Valsarar sóttu sigur í Kaplakrika Valur hafði betur gegn FH, 30-33, í stórleik 1. umferðar Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld. 12. september 2020 20:27 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Umfjöllun: FH - Valur 30-33 | Valsarar sóttu sigur í Kaplakrika Valur hafði betur gegn FH, 30-33, í stórleik 1. umferðar Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld. 12. september 2020 20:27