„Þetta er ansi yfirþyrmandi ástand“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. september 2020 21:00 Formaður Íslendingafélagsins í Norður- Kaliforníu segir skógareldana á svæðinu hafa haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. Tuga er saknað í Oregon- ríki vegna skógar- og gróðureldanna sem loga þar og tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Alls loga hundrað aðskildir eldar í 12 ríkjum Bandaríkjanna og einna mest í Wasington og Kaliforníu. Formaður Íslendingafélagsins í Norður-Kaliforníu er búsett í Oakland sem er við austurstönd San -Francisco flóa. Hún segir loftmengun á svæðinu hafa verið gríðarleg síðustu daga. Ragna Árný Lárusdóttir formaður Íslendingafélagsins í Norður-KaliforníuVísir „Það eru eldar sem umkringja allt flóa svæðið þannig að það kemur reykur alls staðar frá. Þá er búið að setjast óvenju mikið að ryki því það er nánast enginn vindur á svæðinu. Loftgæðin eru því alveg hræðileg og síðustu daga hefur fólk verið beðið að halda sig inni. Það eru ekki bara skógar-og gróður sem brenna hér allt í kring heldur líka húsnæði verksmiðjur, bílar þannig að það eru alls konar eiturefni sem blandast inní þetta,“ segir Ragna. Ragna segir ástandið óvenju slæmt núna en síðustu ár hafa skógareldar geysað á hverju hausti. „Skógareldarnir hafa venjulega byrjað seinna. Það sem er hræðilegt núna er að ef það fer ekki að rigna geta komið fleiri eldar allt fram í nóvember. Þetta er ansi yfirþyrmandi ástand,“ segir Ragna. Hún segir að þetta leggist ofan á fleiri áföll eins og kórónuveirufaraldurinn. Nú er fjöldi fólks sem þarf að yfirgefa heimili sín vegna eldanna og hafast við í skemmum. Þar er ekki hægt að viðhafa tveggja metra reglu eða passa uppá sóttvarnir eins og þarf í þessum faraldri,“ segir Ragna. Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að sex manns hafi látist og tuga sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga þar, fjöldi heimila hefur brunnið til grunna en allt að 40 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín, hálf milljón manns eru í viðbragðsstöðu og 2.5 milljón hektarar lands hafa brunnið. Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Formaður Íslendingafélagsins í Norður- Kaliforníu segir skógareldana á svæðinu hafa haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. Tuga er saknað í Oregon- ríki vegna skógar- og gróðureldanna sem loga þar og tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Alls loga hundrað aðskildir eldar í 12 ríkjum Bandaríkjanna og einna mest í Wasington og Kaliforníu. Formaður Íslendingafélagsins í Norður-Kaliforníu er búsett í Oakland sem er við austurstönd San -Francisco flóa. Hún segir loftmengun á svæðinu hafa verið gríðarleg síðustu daga. Ragna Árný Lárusdóttir formaður Íslendingafélagsins í Norður-KaliforníuVísir „Það eru eldar sem umkringja allt flóa svæðið þannig að það kemur reykur alls staðar frá. Þá er búið að setjast óvenju mikið að ryki því það er nánast enginn vindur á svæðinu. Loftgæðin eru því alveg hræðileg og síðustu daga hefur fólk verið beðið að halda sig inni. Það eru ekki bara skógar-og gróður sem brenna hér allt í kring heldur líka húsnæði verksmiðjur, bílar þannig að það eru alls konar eiturefni sem blandast inní þetta,“ segir Ragna. Ragna segir ástandið óvenju slæmt núna en síðustu ár hafa skógareldar geysað á hverju hausti. „Skógareldarnir hafa venjulega byrjað seinna. Það sem er hræðilegt núna er að ef það fer ekki að rigna geta komið fleiri eldar allt fram í nóvember. Þetta er ansi yfirþyrmandi ástand,“ segir Ragna. Hún segir að þetta leggist ofan á fleiri áföll eins og kórónuveirufaraldurinn. Nú er fjöldi fólks sem þarf að yfirgefa heimili sín vegna eldanna og hafast við í skemmum. Þar er ekki hægt að viðhafa tveggja metra reglu eða passa uppá sóttvarnir eins og þarf í þessum faraldri,“ segir Ragna. Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að sex manns hafi látist og tuga sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga þar, fjöldi heimila hefur brunnið til grunna en allt að 40 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín, hálf milljón manns eru í viðbragðsstöðu og 2.5 milljón hektarar lands hafa brunnið.
Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira