Staða barna af erlendum uppruna í Kvennaathvarfinu slæm Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. september 2020 21:31 Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, segir að félagsleg staða barna af erlendum uppruna sem dvelja í athvarfinu slæma. vísir/Sigurjón Stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu, flest alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. Í fyrra komu alls 35 erlendar konur, sem einnig voru mæður, í dvöl í Kvenntaathvarfið með samtals 53 börn á aldrinum núll til sautján ára. Það sem af er ári hafa aðrar 35 erlendar konur, sem einnig voru mæður, dvalið í Kvennaathvarfinu, með 52 börn. Þessum mæðrum og börnum var ekki stætt að búa á heimili sínu vegna ofbeldis. Í nýrri rannsókn athvarfsins var staða þessara barna skoðuð. Tekin voru viðtöl við mæður 15 barna sem dvöldu í athvarfinu á tímabilinu 1.júní 2019 til 1. júní 2020. Í ljós kom að 47 prósent barnanna höfðu verið beitt líkamlegu ofbeldi og 80 prósent barnanna hefði búið við andlegt ofbeldi af hálfu föður. „Þetta er alltaf faðrinn. Lang flest hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi alla ævi,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu. Þá var félagsleg staða barnanna slæm. „Almennt séð er félagsleg staða þessara barna ekkert sérstaklega góð. Þau eru ekki að fá vini heim með sér eftir skóla og þau eru ekki í skipulögðum tómstundum eða íþróttum,“ segir Drífa. Þrjátíu prósent barnanna höfði aldrei fengið vin heim eftir skóla. Helmingur hafði ekki verið í skipulögðum íþrótum. Ekkert erlendu barnanna var í tónlistarnámi og helmingur var ekki með neitt áhugamál. „Það svona skýrir hvernig lífið þeirra er hvort sem það eru læti heima eða ég vil ekki fá neinn heim eða hvort sem það er búið að banna þeim að fá einhverjum heim, ég veit það ekki en það þarf að skoða það nánar," segir Drífa sem bendir á að finna þurfi leiðir til að bæða lífsgæði barnanna. Þar þurfi skólar, lögregla og barnavernd að standa saman. „Börn af erlendum uppruna sem koma í Kvennaathvarfið eru að flýja ofbeldi á heimili sínu og það þarf að taka þétt utan um þau til að rjúfa þennan ofbeldishring og koma þeim út úr þessum aðstæðum og bæta þeirra lífsgæði,“ segir Drífa. Ofbeldi gegn börnum Innflytjendamál Börn og uppeldi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu, flest alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. Í fyrra komu alls 35 erlendar konur, sem einnig voru mæður, í dvöl í Kvenntaathvarfið með samtals 53 börn á aldrinum núll til sautján ára. Það sem af er ári hafa aðrar 35 erlendar konur, sem einnig voru mæður, dvalið í Kvennaathvarfinu, með 52 börn. Þessum mæðrum og börnum var ekki stætt að búa á heimili sínu vegna ofbeldis. Í nýrri rannsókn athvarfsins var staða þessara barna skoðuð. Tekin voru viðtöl við mæður 15 barna sem dvöldu í athvarfinu á tímabilinu 1.júní 2019 til 1. júní 2020. Í ljós kom að 47 prósent barnanna höfðu verið beitt líkamlegu ofbeldi og 80 prósent barnanna hefði búið við andlegt ofbeldi af hálfu föður. „Þetta er alltaf faðrinn. Lang flest hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi alla ævi,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu. Þá var félagsleg staða barnanna slæm. „Almennt séð er félagsleg staða þessara barna ekkert sérstaklega góð. Þau eru ekki að fá vini heim með sér eftir skóla og þau eru ekki í skipulögðum tómstundum eða íþróttum,“ segir Drífa. Þrjátíu prósent barnanna höfði aldrei fengið vin heim eftir skóla. Helmingur hafði ekki verið í skipulögðum íþrótum. Ekkert erlendu barnanna var í tónlistarnámi og helmingur var ekki með neitt áhugamál. „Það svona skýrir hvernig lífið þeirra er hvort sem það eru læti heima eða ég vil ekki fá neinn heim eða hvort sem það er búið að banna þeim að fá einhverjum heim, ég veit það ekki en það þarf að skoða það nánar," segir Drífa sem bendir á að finna þurfi leiðir til að bæða lífsgæði barnanna. Þar þurfi skólar, lögregla og barnavernd að standa saman. „Börn af erlendum uppruna sem koma í Kvennaathvarfið eru að flýja ofbeldi á heimili sínu og það þarf að taka þétt utan um þau til að rjúfa þennan ofbeldishring og koma þeim út úr þessum aðstæðum og bæta þeirra lífsgæði,“ segir Drífa.
Ofbeldi gegn börnum Innflytjendamál Börn og uppeldi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira