„Þetta var óhapp sem við sáum ekki fyrir“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2020 11:59 Birgir segir að framhlið hússins hafi hrunið þegar tréverk var fjarlægt. Vísir/Baldur Eigandi hússins að Skólavörðustíg 36 sem rifið var í gær segir að um óhapp hafi verið að ræða. Húsið hafi verið talsvert verr farið en reiknað var með og þegar reynt var að fjarlægja fúið tréverk í milligólfi hafi framhliðin hrunið. Eigandinn vonar að hægt verði að reisa nýtt hús á lóðinni í sem upprunalegastri mynd. Greint var frá því í morgun að húsið að Skólavörðustíg 36, sem reist var árið 1922, hafi verið rifið í óleyfi í gær. Byggingarfulltrúi sagði að ekki hefði legið fyrir leyfi til að rífa húsið þar sem það nyti verndar byggðamynsturs. Eigandinn hafi aðeins haft leyfi til að byggja hæð ofan á húsið. Mygla í öllu tréverkinu Birgir Örn Arnarson einn eigenda hússins að Skólavörðustíg 36 segir í samtali við Vísi að hann hafi varið í morgninum í fundahöld með byggingarfulltrúa, arkítekt og verkfræðingi. Hann segir að ekki hafi staðið til að rífa húsið þegar framkvæmdir hófust heldur aðeins þak hússins, auk milligólfs, líkt og tilskilin leyfi hafi kveðið á um. „Það var komin mygla í allt tréverkið út af rakaskemmdum og við fjarlægjum bitana. Þegar við erum að hífa þá í burtu þá hrynur framhliðin á húsinu,“ segir Birgir. „Fyrir áratugum síðan, löngu áður en við eignuðumst þetta, hafði verið settur gluggi á jarðhæðina. Þegar þessi gluggi er settur er burðarvirki tekið undan húsinu sem átti að vera þarna. Og þegar við tökum milligólfið þá hrynur bara framveggurinn. Þannig að þá var ekki aftur snúið. En við náðum að halda útveggjunum til suðurs og vesturs.“ Svona leit húsið út í júlí 2019. Búið var að birgja fyrir umrædda glugga á neðstu hæðinni og þeir þaktir veggjakroti.Skjáskot/Ja.is Engin „ellefu hæða lundabúð“ á leiðinni Fyrir liggur samþykki á deiliskipulagi og teikningum á lóðinni, auk byggingarleyfis. Umsókn um hið síðastnefnda var samþykkt á fundi byggingarfulltrúa í apríl og var þar með gefið leyfi til að hækka húsið um eina hæð með viðbyggingu. Birgir segir að nú sé verið að vinna að því í samráði við byggingarfulltrúa og arkítekt að leggja inn nýja umsókn um byggingarleyfi. „Auðvitað er þetta óhapp sem litið er alvarlegum augum, við skiljum það alveg. Við erum að vinna þetta í fullu samráði við byggingarfulltrúa og komum til með að gera það. Við þurfum úr þessu að sækja um nýtt leyfi og leggjum inn nýja umsókn úr því að fór sem fór. En þetta var ekki með ráðum gert, þetta var óhapp sem við sáum ekki fyrir því húsið var miklu verr farið en við reiknuðum með.“ Birgir segir að því standi til að reisa nýtt hús í sem upprunalegastri mynd á lóðinni, sem hann telur að muni fegra götumynd Skólavörðustígs talsvert. Það standi alls ekki til að reisa neina „ellefu hæða lundabúð“. „Við munum sannarlega reyna að læðast þarna um og fara varlega svo að fari nú ekkert meira úrskeiðis en þetta. Og vonandi fáum við að hefjast handa sem fyrst við að endurreisa húsið.“ Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Skoða hvort kæra eigi niðurrifið til lögreglu Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. 10. september 2020 10:22 Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Eigandi hússins að Skólavörðustíg 36 sem rifið var í gær segir að um óhapp hafi verið að ræða. Húsið hafi verið talsvert verr farið en reiknað var með og þegar reynt var að fjarlægja fúið tréverk í milligólfi hafi framhliðin hrunið. Eigandinn vonar að hægt verði að reisa nýtt hús á lóðinni í sem upprunalegastri mynd. Greint var frá því í morgun að húsið að Skólavörðustíg 36, sem reist var árið 1922, hafi verið rifið í óleyfi í gær. Byggingarfulltrúi sagði að ekki hefði legið fyrir leyfi til að rífa húsið þar sem það nyti verndar byggðamynsturs. Eigandinn hafi aðeins haft leyfi til að byggja hæð ofan á húsið. Mygla í öllu tréverkinu Birgir Örn Arnarson einn eigenda hússins að Skólavörðustíg 36 segir í samtali við Vísi að hann hafi varið í morgninum í fundahöld með byggingarfulltrúa, arkítekt og verkfræðingi. Hann segir að ekki hafi staðið til að rífa húsið þegar framkvæmdir hófust heldur aðeins þak hússins, auk milligólfs, líkt og tilskilin leyfi hafi kveðið á um. „Það var komin mygla í allt tréverkið út af rakaskemmdum og við fjarlægjum bitana. Þegar við erum að hífa þá í burtu þá hrynur framhliðin á húsinu,“ segir Birgir. „Fyrir áratugum síðan, löngu áður en við eignuðumst þetta, hafði verið settur gluggi á jarðhæðina. Þegar þessi gluggi er settur er burðarvirki tekið undan húsinu sem átti að vera þarna. Og þegar við tökum milligólfið þá hrynur bara framveggurinn. Þannig að þá var ekki aftur snúið. En við náðum að halda útveggjunum til suðurs og vesturs.“ Svona leit húsið út í júlí 2019. Búið var að birgja fyrir umrædda glugga á neðstu hæðinni og þeir þaktir veggjakroti.Skjáskot/Ja.is Engin „ellefu hæða lundabúð“ á leiðinni Fyrir liggur samþykki á deiliskipulagi og teikningum á lóðinni, auk byggingarleyfis. Umsókn um hið síðastnefnda var samþykkt á fundi byggingarfulltrúa í apríl og var þar með gefið leyfi til að hækka húsið um eina hæð með viðbyggingu. Birgir segir að nú sé verið að vinna að því í samráði við byggingarfulltrúa og arkítekt að leggja inn nýja umsókn um byggingarleyfi. „Auðvitað er þetta óhapp sem litið er alvarlegum augum, við skiljum það alveg. Við erum að vinna þetta í fullu samráði við byggingarfulltrúa og komum til með að gera það. Við þurfum úr þessu að sækja um nýtt leyfi og leggjum inn nýja umsókn úr því að fór sem fór. En þetta var ekki með ráðum gert, þetta var óhapp sem við sáum ekki fyrir því húsið var miklu verr farið en við reiknuðum með.“ Birgir segir að því standi til að reisa nýtt hús í sem upprunalegastri mynd á lóðinni, sem hann telur að muni fegra götumynd Skólavörðustígs talsvert. Það standi alls ekki til að reisa neina „ellefu hæða lundabúð“. „Við munum sannarlega reyna að læðast þarna um og fara varlega svo að fari nú ekkert meira úrskeiðis en þetta. Og vonandi fáum við að hefjast handa sem fyrst við að endurreisa húsið.“
Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Skoða hvort kæra eigi niðurrifið til lögreglu Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. 10. september 2020 10:22 Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Skoða hvort kæra eigi niðurrifið til lögreglu Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. 10. september 2020 10:22
Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent