Skoða hvort kæra eigi niðurrifið til lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2020 10:22 Frá Skólavörðustíg 36 á tíunda tímanum í morgun. Fundað verður um málið í dag. Vísir/Baldur Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. Byggingarfulltrúi segir að verið sé að skoða hvort grundvöllur sé fyrir því að kæra málið til lögreglu. Húsið var reist árið 1922 og hýsti um árabil búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann. Húsið nýtur svokallaðar verndar byggðamynsturs og er þannig friðað. Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki hefði legið fyrir leyfi til að rífa húsið. Nikulás segir í samtali við Vísi nú í morgun að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Borgin skoði nú hvernig brugðist verði við niðurrifinu. „Í fyrsta lagi þarf eigandinn að bregðast við með því að senda okkur erindi um það sem hefur gerst og hvað hann hyggst gera í staðinn. Hvað við sem stjórnvöld og leyfisveitendur gerum, það er verið að skoða það,“ segir Nikulás. Svona leit húsið út í júlí 2019.Skjáskot/Ja.is Hann segir málið minna á það þegar svokallað Exeter-hús var rifið við Tryggvagötu 12 í Reykjavík árið 2016. Húsið naut lögbundinnar friðunar vegna aldurs. Greint var frá því í fyrra að héraðssaksóknari hefði ákært annan framkvæmdastjóra byggingafyrirtækisins Mannverks fyrir að láta rífa húsið. „Svipað gerðist niðri á Tryggvagötu í Exeter-húsinu á sínum tíma. Þá kærðum við það til lögreglu og það er hreinlega verið að skoða hvort það sé leið í þessu máli,“ segir Nikulás. Fundað verður um Skólavörðustígsmálið dag, að sögn Nikulásar. Eigandi hússins sagði í samtali við Morgunblaðið að öll tilskilin leyfi hefðu legið fyrir og að verkið hefði verið unnið í fullu samráði við eftirlitsaðila. Framkvæmdir hafa verið stöðvaðar.Vísir/baldur Skipulag Reykjavík Húsavernd Tengdar fréttir Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. Byggingarfulltrúi segir að verið sé að skoða hvort grundvöllur sé fyrir því að kæra málið til lögreglu. Húsið var reist árið 1922 og hýsti um árabil búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann. Húsið nýtur svokallaðar verndar byggðamynsturs og er þannig friðað. Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki hefði legið fyrir leyfi til að rífa húsið. Nikulás segir í samtali við Vísi nú í morgun að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Borgin skoði nú hvernig brugðist verði við niðurrifinu. „Í fyrsta lagi þarf eigandinn að bregðast við með því að senda okkur erindi um það sem hefur gerst og hvað hann hyggst gera í staðinn. Hvað við sem stjórnvöld og leyfisveitendur gerum, það er verið að skoða það,“ segir Nikulás. Svona leit húsið út í júlí 2019.Skjáskot/Ja.is Hann segir málið minna á það þegar svokallað Exeter-hús var rifið við Tryggvagötu 12 í Reykjavík árið 2016. Húsið naut lögbundinnar friðunar vegna aldurs. Greint var frá því í fyrra að héraðssaksóknari hefði ákært annan framkvæmdastjóra byggingafyrirtækisins Mannverks fyrir að láta rífa húsið. „Svipað gerðist niðri á Tryggvagötu í Exeter-húsinu á sínum tíma. Þá kærðum við það til lögreglu og það er hreinlega verið að skoða hvort það sé leið í þessu máli,“ segir Nikulás. Fundað verður um Skólavörðustígsmálið dag, að sögn Nikulásar. Eigandi hússins sagði í samtali við Morgunblaðið að öll tilskilin leyfi hefðu legið fyrir og að verkið hefði verið unnið í fullu samráði við eftirlitsaðila. Framkvæmdir hafa verið stöðvaðar.Vísir/baldur
Skipulag Reykjavík Húsavernd Tengdar fréttir Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23