Austurland - heimsyfirráð eða dauði... Sigurður Ragnarsson skrifar 9. september 2020 16:00 Það standa fyrir dyrum kosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, en markmiðið er klárlega ekki heimsyfirráð og því síður dauði, fyrirsögnin er bara til að ná athygli. Því hefur oft verið haldið fram að sameiningar sveitarfélaga séu bara nauðvörn til að halda uppi lögbundinni þjónustu, en svo tel ég ekki vera um þessa sameiningu. Þetta er miklu meira og á að vera það. Það er ekki markmið okkar að standa vörð, heldur sækja fram. Við setjum okkur háleit og skýr markmið, um fólksfjölgun, fjölgun starfa og eflingu á alla lund. Við getum allt, en fyrsta kerfið er að átta okkur á því hvers við erum megnug. En það eru ljón í veginum, bæði kerfisleg og heimatilbúin. Skipulagsgerð hefur verið til alltof skamms tíma og ekki horft nema út kjörtímabilið eða rúmlega það. Þröng túlkun laga og reglugerða hefur ýtt undir þetta og sérfræðingar á þessu sviði ekki slegið hendinni móti sífelldri endurskoðun og breytingum.Slíkt er atvinnuskapandi, en afar illa farið með faglega framsýni , sköpunarkraft og fjármuni íbúa.Aðalskipulag á að túlka meginlínur til langs tíma og deiliskipulag að vera nákvæmari útfærsla og það er síðan sveitarfélagsins að ákveða hvenær deiliskipulag kallar á breytingu aðalskipulags, eða hvort breytingin er lítilháttar. Núna er aðalskipulag nánast eins og rándýr loftmynd af núverandi ástandi, en enginn hefur hugmynd um hvernig við ætlum að sjá sveitarfélagið til næstu 30-40 ára, sem ætti að vera markmiðið. Hvernig sem þessar kosningar fara þá vona ég að menn fari að hugsa miklu lengra og öll framboð komi sér saman um meginlínur aðalskipulags til næstu áratuga með þá framsýni að leiðarljósi að innan 30 ára verði fólksfjöldi í sveitarfélaginu ekki undir 15-20 þúsund manns, sem myndi gjörbreyta rekstri og þjónustustigi innan þess. Það eiga eftir að verða miklir þjóðflutningar á næstu árum og þá verðum við að vera tilbúin. Þetta skiptir SVO miklu máli því ef framtíðarsýnin er sterk og samstaðan góð um meginlínur, svo sem uppbyggingu vegakerfis, flugvalla, hafna og íbúða- og atvinnulóða, þá er miklu auðveldara að selja hugmyndina fyrir nýbúa, ríkisstjórn og alþingismenn, þeir myndu beinlínis missa vatn af hrifningu. Og hugsið ykkur alla möguleikana sem skapast með því að hugsa um sveitarfélagið sem eina heild, samvinna skóla, íþróttastarfs, menningar og lista, og svo framvegis.Fullkomið bíóhús á Seyðisfirði, afríkskan skemmtigarð í Kongó, októberfest á Borgarfirði og adrenalíngarð ofan Eyvindarár á Egilsstöðum, þar sem ferðin byrjar með mest óvekjandi göngubrú á norðurhveli jarðar. Hugsið ykkur bara, þetta eru ekki draumórar því allt þetta er mannanna verk, ekki náttúrulögmál. Byggðastofnun vinnur flott starf til uppbyggingar á landsbyggðinni, en á sama tíma er haldið úti algjörlega úreltum lögum sem beinlínis hamlar dreifbýlinu. Til dæmis borgar dreifbýlið sérstakan taxta á dreifingu rafmagns, nota bene, frá þéttbýlinu þar sem ekkert rafmagn er framleitt, og það hamlar allri atvinnustarfsemi í sveitum og jafnvel í útjaðri þéttbýla.Það er augljóst að slík lög voru hugsuð á meðan rafmagni væri komið á alla dreifbýlisstaði, en virkar nú letjandi fyrir Rarik og hæsta verðið greitt þar sem þjónustan er lökust. Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni fá framlög í samræmi við eitthvað landsmeðaltal, sem endurspeglar á engan hátt raunkostnað og eru því alltaf fjársvelt, sem aftur leiðir til óþarfa vísana á mun dýrari úrræði. Reyndar held ég að eitt stærsta vandamál stofnana séu excel-sérfræðingarnir sem trúa orðið svo stíft á líkönin sín að þeir eru hættir að nota skynsemina.Lesa ekki á milli lína og skilja ekki lengur hvað sparnaður í einum kassa getur þýtt meiri kostnað í þeim næsta.Alltof mikil og nákvæm deildarskipting er þáttur í þessu. Byggðastofnun með hjálp þingsins hlýtur að vilja stoppa ýmiskonar mismunum gagnvart landsbyggðinni,sem þrífst í skjóli úreltra laga og reglugerða, og þegar það tekst þá mætti afnema misvægi atkvæða í leiðinni. ALLIR þegnar landsins eiga að hafa sama rétt. Nóg að sinni, meira seinna, góðar stundir. Höfundur skipar 7. sæti fyrir Miðflokkinn í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi í kosningunum 19. september næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Það standa fyrir dyrum kosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, en markmiðið er klárlega ekki heimsyfirráð og því síður dauði, fyrirsögnin er bara til að ná athygli. Því hefur oft verið haldið fram að sameiningar sveitarfélaga séu bara nauðvörn til að halda uppi lögbundinni þjónustu, en svo tel ég ekki vera um þessa sameiningu. Þetta er miklu meira og á að vera það. Það er ekki markmið okkar að standa vörð, heldur sækja fram. Við setjum okkur háleit og skýr markmið, um fólksfjölgun, fjölgun starfa og eflingu á alla lund. Við getum allt, en fyrsta kerfið er að átta okkur á því hvers við erum megnug. En það eru ljón í veginum, bæði kerfisleg og heimatilbúin. Skipulagsgerð hefur verið til alltof skamms tíma og ekki horft nema út kjörtímabilið eða rúmlega það. Þröng túlkun laga og reglugerða hefur ýtt undir þetta og sérfræðingar á þessu sviði ekki slegið hendinni móti sífelldri endurskoðun og breytingum.Slíkt er atvinnuskapandi, en afar illa farið með faglega framsýni , sköpunarkraft og fjármuni íbúa.Aðalskipulag á að túlka meginlínur til langs tíma og deiliskipulag að vera nákvæmari útfærsla og það er síðan sveitarfélagsins að ákveða hvenær deiliskipulag kallar á breytingu aðalskipulags, eða hvort breytingin er lítilháttar. Núna er aðalskipulag nánast eins og rándýr loftmynd af núverandi ástandi, en enginn hefur hugmynd um hvernig við ætlum að sjá sveitarfélagið til næstu 30-40 ára, sem ætti að vera markmiðið. Hvernig sem þessar kosningar fara þá vona ég að menn fari að hugsa miklu lengra og öll framboð komi sér saman um meginlínur aðalskipulags til næstu áratuga með þá framsýni að leiðarljósi að innan 30 ára verði fólksfjöldi í sveitarfélaginu ekki undir 15-20 þúsund manns, sem myndi gjörbreyta rekstri og þjónustustigi innan þess. Það eiga eftir að verða miklir þjóðflutningar á næstu árum og þá verðum við að vera tilbúin. Þetta skiptir SVO miklu máli því ef framtíðarsýnin er sterk og samstaðan góð um meginlínur, svo sem uppbyggingu vegakerfis, flugvalla, hafna og íbúða- og atvinnulóða, þá er miklu auðveldara að selja hugmyndina fyrir nýbúa, ríkisstjórn og alþingismenn, þeir myndu beinlínis missa vatn af hrifningu. Og hugsið ykkur alla möguleikana sem skapast með því að hugsa um sveitarfélagið sem eina heild, samvinna skóla, íþróttastarfs, menningar og lista, og svo framvegis.Fullkomið bíóhús á Seyðisfirði, afríkskan skemmtigarð í Kongó, októberfest á Borgarfirði og adrenalíngarð ofan Eyvindarár á Egilsstöðum, þar sem ferðin byrjar með mest óvekjandi göngubrú á norðurhveli jarðar. Hugsið ykkur bara, þetta eru ekki draumórar því allt þetta er mannanna verk, ekki náttúrulögmál. Byggðastofnun vinnur flott starf til uppbyggingar á landsbyggðinni, en á sama tíma er haldið úti algjörlega úreltum lögum sem beinlínis hamlar dreifbýlinu. Til dæmis borgar dreifbýlið sérstakan taxta á dreifingu rafmagns, nota bene, frá þéttbýlinu þar sem ekkert rafmagn er framleitt, og það hamlar allri atvinnustarfsemi í sveitum og jafnvel í útjaðri þéttbýla.Það er augljóst að slík lög voru hugsuð á meðan rafmagni væri komið á alla dreifbýlisstaði, en virkar nú letjandi fyrir Rarik og hæsta verðið greitt þar sem þjónustan er lökust. Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni fá framlög í samræmi við eitthvað landsmeðaltal, sem endurspeglar á engan hátt raunkostnað og eru því alltaf fjársvelt, sem aftur leiðir til óþarfa vísana á mun dýrari úrræði. Reyndar held ég að eitt stærsta vandamál stofnana séu excel-sérfræðingarnir sem trúa orðið svo stíft á líkönin sín að þeir eru hættir að nota skynsemina.Lesa ekki á milli lína og skilja ekki lengur hvað sparnaður í einum kassa getur þýtt meiri kostnað í þeim næsta.Alltof mikil og nákvæm deildarskipting er þáttur í þessu. Byggðastofnun með hjálp þingsins hlýtur að vilja stoppa ýmiskonar mismunum gagnvart landsbyggðinni,sem þrífst í skjóli úreltra laga og reglugerða, og þegar það tekst þá mætti afnema misvægi atkvæða í leiðinni. ALLIR þegnar landsins eiga að hafa sama rétt. Nóg að sinni, meira seinna, góðar stundir. Höfundur skipar 7. sæti fyrir Miðflokkinn í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi í kosningunum 19. september næstkomandi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun