Ólafur E. Friðriksson látinn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. september 2020 20:23 Ólafur E. Friðriksson varð þjóðkunnur á upphafsárum Stöðvar 2 og þótti einn öflugasti fréttamaður landsins. Stöð 2/Skjáskot. Einn af brautryðjendum fréttastofu Stöðvar 2, Ólafur E. Friðriksson, er látinn eftir langvinn veikindi, 66 ára að aldri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ólafur var í hópi fyrstu fréttamanna Stöðvar 2 haustið 1986 en áður hafði hann starfað sem blaðamaður á DV og fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hann gat sér fljótt orð sem einn öflugasti stjórnmálafréttamaður landsins og var einna kunnastur fyrir þátt sinn í að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar féll í beinni útsendingu í myndveri Stöðvar 2 í september 1988. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar féll í þessari frægu útsendingu. Ólafur E. Friðriksson og Helgi Pétursson voru með þá Steingrím Hermannsson utanríkisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra í þættinum 1919 í myndveri Stöðvar 2.Stöð 2/Skjáskot. Ólafur gat sér einnig gott orð fyrir ritstörf. Fyrir bók sína „Skotveiðar í íslenskri náttúru“ var hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og bók hans „Læknir á vígvelli“, um störf Gísla H. Sigurðssonar í hernumdu Kúveit, vakti mikla athygli. Þá vann hann að gerð heimildarmynda, meðal annars um haförninn, „Hinn helgi örn“, og um verkalýðshreyfinguna og Guðmund J. Guðmundsson, „Tvennir tímar“. Ólafur í klippiherbergi að vinna að sjónvarpsfrétt á upphafsárum Stöðvar 2.Mynd/Úr einkasafni. Ólafur lærði stjórnmálafræði og síðar lögfræði og ritaði fjölda greina um lögfræðileg málefni. Eftir að hann hætti fréttamennsku starfaði hann um tíma hjá Íslenskri erfðagreiningu og síðast hjá Fjármálaeftirlitinu til ársins 2012, þegar hann lét af störfum vegna veikinda. Ólafur glímdi við blóðsjúkdóm á seinni árum og lést af völdum afleiðinga hans á Landspítalanum þann 1. september síðastliðinn. Hann var fæddur 6. apríl 1954. Ólafur Einar Friðriksson lætur eftir sig eiginkonu, Þórdísi Zoëga, og son, Kristján Geir Ólafsson. Myndbrot frá ferli Ólafs má sjá hér í frétt Stöðvar 2: Bíó og sjónvarp Skotveiði Bókmenntir Íslensk erfðagreining Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Einn af brautryðjendum fréttastofu Stöðvar 2, Ólafur E. Friðriksson, er látinn eftir langvinn veikindi, 66 ára að aldri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ólafur var í hópi fyrstu fréttamanna Stöðvar 2 haustið 1986 en áður hafði hann starfað sem blaðamaður á DV og fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hann gat sér fljótt orð sem einn öflugasti stjórnmálafréttamaður landsins og var einna kunnastur fyrir þátt sinn í að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar féll í beinni útsendingu í myndveri Stöðvar 2 í september 1988. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar féll í þessari frægu útsendingu. Ólafur E. Friðriksson og Helgi Pétursson voru með þá Steingrím Hermannsson utanríkisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra í þættinum 1919 í myndveri Stöðvar 2.Stöð 2/Skjáskot. Ólafur gat sér einnig gott orð fyrir ritstörf. Fyrir bók sína „Skotveiðar í íslenskri náttúru“ var hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og bók hans „Læknir á vígvelli“, um störf Gísla H. Sigurðssonar í hernumdu Kúveit, vakti mikla athygli. Þá vann hann að gerð heimildarmynda, meðal annars um haförninn, „Hinn helgi örn“, og um verkalýðshreyfinguna og Guðmund J. Guðmundsson, „Tvennir tímar“. Ólafur í klippiherbergi að vinna að sjónvarpsfrétt á upphafsárum Stöðvar 2.Mynd/Úr einkasafni. Ólafur lærði stjórnmálafræði og síðar lögfræði og ritaði fjölda greina um lögfræðileg málefni. Eftir að hann hætti fréttamennsku starfaði hann um tíma hjá Íslenskri erfðagreiningu og síðast hjá Fjármálaeftirlitinu til ársins 2012, þegar hann lét af störfum vegna veikinda. Ólafur glímdi við blóðsjúkdóm á seinni árum og lést af völdum afleiðinga hans á Landspítalanum þann 1. september síðastliðinn. Hann var fæddur 6. apríl 1954. Ólafur Einar Friðriksson lætur eftir sig eiginkonu, Þórdísi Zoëga, og son, Kristján Geir Ólafsson. Myndbrot frá ferli Ólafs má sjá hér í frétt Stöðvar 2:
Bíó og sjónvarp Skotveiði Bókmenntir Íslensk erfðagreining Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira