Ólafur E. Friðriksson látinn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. september 2020 20:23 Ólafur E. Friðriksson varð þjóðkunnur á upphafsárum Stöðvar 2 og þótti einn öflugasti fréttamaður landsins. Stöð 2/Skjáskot. Einn af brautryðjendum fréttastofu Stöðvar 2, Ólafur E. Friðriksson, er látinn eftir langvinn veikindi, 66 ára að aldri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ólafur var í hópi fyrstu fréttamanna Stöðvar 2 haustið 1986 en áður hafði hann starfað sem blaðamaður á DV og fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hann gat sér fljótt orð sem einn öflugasti stjórnmálafréttamaður landsins og var einna kunnastur fyrir þátt sinn í að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar féll í beinni útsendingu í myndveri Stöðvar 2 í september 1988. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar féll í þessari frægu útsendingu. Ólafur E. Friðriksson og Helgi Pétursson voru með þá Steingrím Hermannsson utanríkisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra í þættinum 1919 í myndveri Stöðvar 2.Stöð 2/Skjáskot. Ólafur gat sér einnig gott orð fyrir ritstörf. Fyrir bók sína „Skotveiðar í íslenskri náttúru“ var hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og bók hans „Læknir á vígvelli“, um störf Gísla H. Sigurðssonar í hernumdu Kúveit, vakti mikla athygli. Þá vann hann að gerð heimildarmynda, meðal annars um haförninn, „Hinn helgi örn“, og um verkalýðshreyfinguna og Guðmund J. Guðmundsson, „Tvennir tímar“. Ólafur í klippiherbergi að vinna að sjónvarpsfrétt á upphafsárum Stöðvar 2.Mynd/Úr einkasafni. Ólafur lærði stjórnmálafræði og síðar lögfræði og ritaði fjölda greina um lögfræðileg málefni. Eftir að hann hætti fréttamennsku starfaði hann um tíma hjá Íslenskri erfðagreiningu og síðast hjá Fjármálaeftirlitinu til ársins 2012, þegar hann lét af störfum vegna veikinda. Ólafur glímdi við blóðsjúkdóm á seinni árum og lést af völdum afleiðinga hans á Landspítalanum þann 1. september síðastliðinn. Hann var fæddur 6. apríl 1954. Ólafur Einar Friðriksson lætur eftir sig eiginkonu, Þórdísi Zoëga, og son, Kristján Geir Ólafsson. Myndbrot frá ferli Ólafs má sjá hér í frétt Stöðvar 2: Bíó og sjónvarp Skotveiði Bókmenntir Íslensk erfðagreining Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Einn af brautryðjendum fréttastofu Stöðvar 2, Ólafur E. Friðriksson, er látinn eftir langvinn veikindi, 66 ára að aldri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ólafur var í hópi fyrstu fréttamanna Stöðvar 2 haustið 1986 en áður hafði hann starfað sem blaðamaður á DV og fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hann gat sér fljótt orð sem einn öflugasti stjórnmálafréttamaður landsins og var einna kunnastur fyrir þátt sinn í að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar féll í beinni útsendingu í myndveri Stöðvar 2 í september 1988. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar féll í þessari frægu útsendingu. Ólafur E. Friðriksson og Helgi Pétursson voru með þá Steingrím Hermannsson utanríkisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra í þættinum 1919 í myndveri Stöðvar 2.Stöð 2/Skjáskot. Ólafur gat sér einnig gott orð fyrir ritstörf. Fyrir bók sína „Skotveiðar í íslenskri náttúru“ var hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og bók hans „Læknir á vígvelli“, um störf Gísla H. Sigurðssonar í hernumdu Kúveit, vakti mikla athygli. Þá vann hann að gerð heimildarmynda, meðal annars um haförninn, „Hinn helgi örn“, og um verkalýðshreyfinguna og Guðmund J. Guðmundsson, „Tvennir tímar“. Ólafur í klippiherbergi að vinna að sjónvarpsfrétt á upphafsárum Stöðvar 2.Mynd/Úr einkasafni. Ólafur lærði stjórnmálafræði og síðar lögfræði og ritaði fjölda greina um lögfræðileg málefni. Eftir að hann hætti fréttamennsku starfaði hann um tíma hjá Íslenskri erfðagreiningu og síðast hjá Fjármálaeftirlitinu til ársins 2012, þegar hann lét af störfum vegna veikinda. Ólafur glímdi við blóðsjúkdóm á seinni árum og lést af völdum afleiðinga hans á Landspítalanum þann 1. september síðastliðinn. Hann var fæddur 6. apríl 1954. Ólafur Einar Friðriksson lætur eftir sig eiginkonu, Þórdísi Zoëga, og son, Kristján Geir Ólafsson. Myndbrot frá ferli Ólafs má sjá hér í frétt Stöðvar 2:
Bíó og sjónvarp Skotveiði Bókmenntir Íslensk erfðagreining Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira