PISA-kannanir ekki upphaf og endir alls Svandís Egilsdóttir skrifar 8. september 2020 15:31 Menntamálaráðherra leggur nú til breytingu á viðmiðunarstundaskrá grunnskóla en tillöguna er að finna í Samráðsgáttinni. Í stuttu máli stendur til að fjölga tímum í íslensku og náttúrufræði á mið- og unglingastigi á kostnað valgreina. Þar kemur jafnframt fram að aðalhvatinn og áhyggjuefnið sé viðvarandi slakur árangur íslenskra nemenda í PISA-könnunni og þannig samanburður á árangri íslenskra nemenda í alþjóðlegu samhengi. Það að efla nám í náttúrufræði og íslenskuhæfni nemenda, hugtakaskilning og málþroska er brýnt og tímabært verkefni ásamt því að efla allt skólastarf. Það er stöðugur ásetningur skólafólks og slíkum kröfum ber í sjálfu sér því að fagna. Hinsvegar er PISA könnunin líkt og margar aðrar samræmdar kannanir er mjög umdeildur mælikvarði á gæði skólastarfs og árangur nemenda og er alls ekki upphaf og endirinn í þeim efnum. Við erum á hreinlega villigötum ef við ætlum að meta árangur í skólastarfi fyrst og fremst í samhengi við PISA-kannanir. Þar að auki er vandinn sem við stöndum frammi fyrir ekki leystur alfarið með fleiri kennslustundum en þessi nálgun á lausn málsins lýsir að mínu mati of þröngu sjónarhorni á hvað við erum að fást við í skólum landsins. Við í skólunum erum flest að horfa til þess að efla marga þætti sem ná frá almennri velferð nemandans og einstaklingsbundnum þörfum hans, stöðu í námi og áhugamálum til markmiða um árangur í fjölmörgum greinum. Að hafa allt njörfað niður í greinar og mínútur setur möguleikum okkar miklar skorður. Við ættum frekar að vinna heildrænna að árangrinum saman, vinna meira saman að kennslunni og gleyma örlítið kappinu við klukkuna. Á unglingastigi er oftar en ekki boðið upp á nám í list- og verkgreinum í valtímum nemenda og þess vegna er hægt að staðhæfa að ef að valið er skert eykst hætta á að list- og verkgreinar skerðist. Að takmarka val nemenda eða nám nemenda í list- og verkgreinum enn frekar en nú er væri galin ákvörðun þegar við viljum byggja samfélagið okkar upp á fjölbreyttan hátt. Skapandi hugsun og verkþekking er mikilvægur grunnur sem nýtist í öllum greinum í raun og er jafnframt grunnur að frekara listnámi nemenda og þar með margvíslegri menningarstarfsemi og nýsköpun. Jafnvel enn verra er að með því að skerða hlut valgreina á unglingastigi tökum við frá nemendum nokkuð afskaplega dýrmætt, nefnilega möguleika þeirra á sjálfræði í skóladeginum. Við myndum skerða nemendalýðræðið og að tekið sé nægilega mikið tillit til einstaklingsbundinna þarfa nemandans og áhuga hans. Nemendur á unglingastigi eru á þeim stað í lífinu að þurfa sjálfir að fara að taka stærri ákvarðanir um hvert þau vilja stefna í námi. Og það er margt bogið við að skerða valfrelsi þeirra og þjálfun í að velja, rétt fyrir þau tímamót. Með valtímum ætlum við í skólunum að efla ábyrgð nemenda á námi, valdefla þau, auka eignarhald þeirra á námsleiðum sem þau velja sér og auka nemendalýðræði í skólunum okkar skv. aðalnámskrá. Þessari lausn verður því að mótmæla. Ég hvet alla sem láta sig málið varða að segja skoðun sína á Samráðsgáttinni. Höfundur er skólastjóri og situr í sjötta sæti á framboðslista VG á Austurlandi í komandi sveitarstjórnarkosningum 19.september í nýlega sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál PISA-könnun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra leggur nú til breytingu á viðmiðunarstundaskrá grunnskóla en tillöguna er að finna í Samráðsgáttinni. Í stuttu máli stendur til að fjölga tímum í íslensku og náttúrufræði á mið- og unglingastigi á kostnað valgreina. Þar kemur jafnframt fram að aðalhvatinn og áhyggjuefnið sé viðvarandi slakur árangur íslenskra nemenda í PISA-könnunni og þannig samanburður á árangri íslenskra nemenda í alþjóðlegu samhengi. Það að efla nám í náttúrufræði og íslenskuhæfni nemenda, hugtakaskilning og málþroska er brýnt og tímabært verkefni ásamt því að efla allt skólastarf. Það er stöðugur ásetningur skólafólks og slíkum kröfum ber í sjálfu sér því að fagna. Hinsvegar er PISA könnunin líkt og margar aðrar samræmdar kannanir er mjög umdeildur mælikvarði á gæði skólastarfs og árangur nemenda og er alls ekki upphaf og endirinn í þeim efnum. Við erum á hreinlega villigötum ef við ætlum að meta árangur í skólastarfi fyrst og fremst í samhengi við PISA-kannanir. Þar að auki er vandinn sem við stöndum frammi fyrir ekki leystur alfarið með fleiri kennslustundum en þessi nálgun á lausn málsins lýsir að mínu mati of þröngu sjónarhorni á hvað við erum að fást við í skólum landsins. Við í skólunum erum flest að horfa til þess að efla marga þætti sem ná frá almennri velferð nemandans og einstaklingsbundnum þörfum hans, stöðu í námi og áhugamálum til markmiða um árangur í fjölmörgum greinum. Að hafa allt njörfað niður í greinar og mínútur setur möguleikum okkar miklar skorður. Við ættum frekar að vinna heildrænna að árangrinum saman, vinna meira saman að kennslunni og gleyma örlítið kappinu við klukkuna. Á unglingastigi er oftar en ekki boðið upp á nám í list- og verkgreinum í valtímum nemenda og þess vegna er hægt að staðhæfa að ef að valið er skert eykst hætta á að list- og verkgreinar skerðist. Að takmarka val nemenda eða nám nemenda í list- og verkgreinum enn frekar en nú er væri galin ákvörðun þegar við viljum byggja samfélagið okkar upp á fjölbreyttan hátt. Skapandi hugsun og verkþekking er mikilvægur grunnur sem nýtist í öllum greinum í raun og er jafnframt grunnur að frekara listnámi nemenda og þar með margvíslegri menningarstarfsemi og nýsköpun. Jafnvel enn verra er að með því að skerða hlut valgreina á unglingastigi tökum við frá nemendum nokkuð afskaplega dýrmætt, nefnilega möguleika þeirra á sjálfræði í skóladeginum. Við myndum skerða nemendalýðræðið og að tekið sé nægilega mikið tillit til einstaklingsbundinna þarfa nemandans og áhuga hans. Nemendur á unglingastigi eru á þeim stað í lífinu að þurfa sjálfir að fara að taka stærri ákvarðanir um hvert þau vilja stefna í námi. Og það er margt bogið við að skerða valfrelsi þeirra og þjálfun í að velja, rétt fyrir þau tímamót. Með valtímum ætlum við í skólunum að efla ábyrgð nemenda á námi, valdefla þau, auka eignarhald þeirra á námsleiðum sem þau velja sér og auka nemendalýðræði í skólunum okkar skv. aðalnámskrá. Þessari lausn verður því að mótmæla. Ég hvet alla sem láta sig málið varða að segja skoðun sína á Samráðsgáttinni. Höfundur er skólastjóri og situr í sjötta sæti á framboðslista VG á Austurlandi í komandi sveitarstjórnarkosningum 19.september í nýlega sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar